AP hefur eftir fjórum ónefndum bandarískum ríkisstarfsmönnum að til standi að skjóta kínverska njósnabelginn, sem svifið hefur yfir Bandaríkjunum síðan í gær, niður.
Belgurinn svífur nú yfir Atlantshafinu við Suður-Karólínu og yfirvöld íhuga að skjóta hann niður. „Við ætlum að sjá um málið,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti við fréttamann AP í dag. Að sögn AP var Biden ráðlagt að fyrirskipa ekki að skjóta loftbelginn niður á meðan hann svifi enn yfir landi, vegna slysahættu.
Á myndum sem deilt hefur verið Twittersíðunni Aircraft Spots, þar sem fylgst er með ferðum herflugvéla, má sjá hvernig herflugvélar bandaríkjahers hringsóla um loftbelginn.
Chinese high-altitude surveillance #balloon:
— Aircraft Spots (@AircraftSpots) February 4, 2023
USAF F-22s FRANK01 & 02 launched from Langley AFB, VA joining up with KC-135R #AE04B3 57-1473 GASMN02 for aerial refueling. pic.twitter.com/GzeIrMlVe0