Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Lindarhvolsmálið er marglaga og heldur enn áfram að vinda uppá sig. Sigurður Þórðarson segir að í sínum huga snúist það nú orðið um leyndarhyggju kerfisins og þingsins; í hvers konar samfélagi við búum og hvað þingið sé? vísir/vilhelm Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. Í síðustu viku var málflutningur í máli Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli þar sem farið er fram á 650 milljónir króna í skaðabætur vegna tilboðs sem Frigus telur að hafi verið forsmáð. Lindarhvoll er félag sem Bjarni Benediktsson þáverandi og núverandi fjármálaráðherra stofnaði til árið 2016. og hafði umsjá með sölu á eignum sem féllu til ríkisins í kjölfar fjármálahruns. Eignir sem skilanefndir föllnu bankanna sóttu fóru til Lindahvols sem átti að fá besta mögulega verð fyrir eignina. Félag sem átti að gæta hagsmuna ríkisins og þar með almennings. Mikil leynd hefur ríkt um hvernig Lindarhvoll hefur staðið að málum við sölu á eignum ríkisins. Stefna Frigusar veitir innsýn í hvernig kaupin gerðust á eyrinni. Eins og einn heimildarmaður Vísis orðar það: Veitir fágæta sýn inn í pylsugerðina. Birgir Ármannsosn, forseti Alþingis, fékk í vikunni fyrirspurn um greinargerðina, ósk um að fá hana afhenta. Fyrirspurn sem fleiri hafa sent, meira að segja fengið jákvætt svar en svo var hætt við að afhenda greinargerðina. Mikil leynd yfir þátttöku í kaupferlinu Sú eign sem Lindarhvoll seldi og er til umfjöllunar fyrir dómi er Klakki. Ekki er óvarlegt að ætla að einhverjir lesendur kannist ekki við Klakka. Klakki varð til árið 2011 þegar hluthafar Exista ákváðu að breyta um nafn. Eitthvað sem fleiri fyrirtæki gripu til í kjölfar fjármálahrunsins. Exista var skráð á markað á Íslandi árið 2006 og lét til sín taka. Meðal eigna Exista voru Vátryggingafélag Íslands, Lífís, Lýsing (nú Lykill), fjórðungshlutur í Kaupþingi Banka, 39,6% í Bakkavör Group og þá var Exista stærsti hluthafinn í Símanum með 43,6% hlut. En svo varð hrun. Gengi bréfa í Exista eins og fleiri fyrirtækjum hríðféll en félagið var afar skuldsett. Íslensku bankarnir áttu stóran hlut og varð úr árið 2016 að Lindahvoll setti á sölu tæplega 18 prósenta hlut ríkisins í Exista, þá orðið að Klakka. Mikil leynd hvíldi yfir sölunni og átti ekki eftir að koma í ljós fyrr en tveimur árum síðar hvaða félög gerðu tilboð í hlutinn. Þá kom í ljós að fyrrverandi stjórnendur, sem höfðu mótmælt því mjög að veittar yrðu upplýsingar um þátttakendur í kaupferlinu. Úrskurðanefnd upplýsingamála hafnaði skýringum þátttakendanna og birti upplýsingarnar eins og sjá má í fréttinni um kaupin að neðan. Svo fór að félagið BLM fjárfestingar, að stærstum hluta í eigu bandarísks vogunarsjóðs, greiddi 505 milljónir fyrir Klakka. Hin tilboðin tvö hljóðuðu upp á 502 og 501 milljón króna. Eins og sjá má munaði afar litlu á tilboðunum þremur. Athygli vakti að Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka, var í forsvari fyrir BLM fjárfestingu. Steinar Þór stjórnarmaður, ráðgjafi og verjandi Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri Exista, er í forsvari fyrir Fringus, í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem átti tilboð upp á 501 milljón króna. Hann krefst 650 milljóna króna í skaðabætur. Fram kom í vitnisburði Sigurðar Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni að hann teldi að Klakki hafi við sölu verið vanmetið um sem nemur hálfum milljarði króna. Sem þýðir einfaldlega að haft var af almenningi upphæð sem því nemur – að því gefnu að nauðsynlegt hafi verið að selja Klakka. Frigus vill meina að Steinar Þór Guðgeirsson, sem var ráðgjafi Lindarhvols við söluna, hafi ekki viljað veita mikilvægar upplýsingar í söluferlinu á Klakka á sínum tíma. Steinar Þór hafi auk þess verið beggja vegna borðsins sem stjórnarmaður í Klakka sem einnig sá um söluna fyrir hönd Lindarhvols. Í stefnu Fringus kemur fram að Steinari Þór hafi sem stjórnarmanni í Klakka átt að vera fullkunnugt um að fyrirliggjandi væru þýðingarmiklar óbirtar upplýsingar um félagið. Upplýsingar sem bjóðendur höfðu mismikinn aðgang enda stjórnendur hjá Klakka í hinum tveimur tilboðshópunum. Segir því miður margt hafa komið á óvart við rannsókn á Lindarhvoli Miklum sögum fer um að frjálslega hafi verið að því staðið hvernig eignum ríkisins og þar með eigum almennings var komið í hendur einkaaðila eftir fjármálahrunið. Leynd sem ríkt hefur meðal annars um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, tregða við að veita upplýsingar, er ekki til þess fallin að slá á þá tortryggni. Vísir ræddi við Sigurð sem segist á sínum tíma hafa verið í tvö ár að vinna að greinargerðinni um söluna á Klakka. Sjálf skrifin hafi ekki tekið langan tíma en hann hafi allstaðar rekist á veggi þegar hann var að leita upplýsinga. Tregðan hafi verið mikil jafnvel þó Sigurður væri skipaður ríkisendurskoðandi. Sigurður segir að ýmislegt hafi því miður komið sér á óvart við rannsóknina. „Já, það gerði það,“ segir Sigurður sem þá og nú telur að greinargerð hans teldist opinbert plagg þó efni hennar hafi ekki enn komið fyrir sjónir almennings. „En síðan kom þessi ákvörðun frá forseta Alþingis, sem þá var Steingrímur J. Sigfússon, að það væru hlutir í þessu sem ættu leynt að fara.“ Hvað er það sem ekki þolir dagsins ljós? Sigurður vísar þar til þess að stjórn Lindarhvols og fjármálaráðuneytið hafi lagst alfarið gegn því að greinargerð hans yrði lögð fram. Sigurður segist ekki enn hafa fengið svör við fyrirspurn sinni um hvað það nákvæmlega væri sem ekki þyldi dagsins ljós í greinargerð sinni. Hann hafði þá verið ríkisendurskoðandi í upp undir tuttugu ár og reynslunni ríkari. Ýmislegt hafi breyst þegar hann lét af störfum og Skúli Eggert Þórðarson tók við árið 2018. Steinar Þór Guðgeirsson kemur að málefnum Lindarhvols úr ýmsum áttum og á öllum stigum. Hann var í stjórn Klakka, félag hans Íslög réði lögum og lofum um hvernig staðið var að málum innan Lindarhvols og hann er verjandi Lindarhvols og ríkisins í máli Frigusar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar hefur fullyrt að hann sé trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.vísir/vilhelm „Það hafði verið þannig þegar ég skilaði skýrslum til þingsins að ég fékk þær samtímis fjölmiðlum. En þegar Skúli [Eggert Þórðarson] kom til starfa fóru menn að búa til einhverjar reglur um hvernig þessi samskipti ættu að vera. Sem gengu út á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin ætti að fá kynningu á þessu áður en fjölmiðlar fengju þetta í hendur. Ég hef tvisvar farið á fund hjá stjórnskipunarnefndinni, og það kom nú lítið út úr því.“ Ekki verður annað sagt en fjölmiðlar hafi gert sitt til að reyna að svæla greinargerð Sigurðar Þórðarsonar út. Eins og frá er greint í umfjöllun Fréttablaðsins frá því í nóvember á síðasta ári þá sendi Birgir Ármannsson bréf þann 5. apríl í fyrra til fjármálaráðuneytis og stjórnar Lindarhvols þar sem fram kemur að forsætisnefnd hefði samþykkt að afhenda fjölmiðlum greinargerð Sigurðar. Sigurður Þórðarson var tvö ár að vinna að greinargerð um Lindarhvol. Þegar Skúli Eggerts þá ríkisendurskoðandi skilað skýrslu um Lindarhvol kannaðist Sigurður varla við málið.vísi/vilhelm Sigurður var þá settur ríkisendurskoðandi og hafði skilað greinargerð um starfsemi Lindarhvols til Alþingis í júlí 2018. Birgir sagði í bréfinu að afhending færi fram 25. apríl klukkan 12. Tíu mánuðum síðar hefur ekkert orðið af afhendingu. Stjórn Lindarhvols leggst alfarið gegn því að gögnin séu lögð fram Tilefni bréfaskrifa Birgir þingforseta var það að Jóhann Óli Eiðsson, þá blaðamaður Viðskiptablaðsins, hafði óskað eftir því að fá greinargerðina afhenta. Þann 28. apríl 2021 sendi Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi forseti Alþingis, stjórn Lindarhvols bréf og greindi frá því að forsætisnefnd hyggist veita Jóhanni Óla aðgang að greinargerðinni. Steingrímur fór fram á að Lindarhvoll lýsti „afstöðu sinni til þess hvort greinargerðin geymi upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga eða fyrirtækja eða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.“ En stjórn Lindarhvols og fjármálaráðuneytið tóku enga afstöðu til þeirra atriða sem óskað var svara við heldur lögðust alfarið gegn því að greinargerðin yrði birt, það væri óheimilt með öllu. Og þar við sat og situr enn. Birgir þvertekur fyrir að sitja á greinargerðinni. Forsætisnefnd hafi ekki lokið umfjöllun um málið og því liggi niðurstaða ekki fyrir. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis neitar því að hann sitji á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, forsætisnefnd sé bara ekki búin að afgreiða málið.vísir/vilhelm Vísir hefur óskað eftir greinargerðinni og líklega ýmsir fjölmiðlar aðrir. Sigurður Þórðarson segist telja að hann geti ekki séð, eftir málarekstur í Frigusar-málinu, að forseti geti setið lengur á skýrslunni. Sigurður segist hafa gætt þess að segja ekkert sem túlka megi sem brot á þagnarskyldu. Hann sé náttúrlega opinber starfsmaður. „En auðvitað á að knýja á um að þessi greinargerð komi fram. Ég veit ekki í hvaða samfélagi við búum? Þetta mál fær mann til að spyrja sig: Hvað er þingið?“ Sigurður telur það atriði að svo komnu og í sínum huga merg málsins. Skýrsla Skúla og greinargerð Sigurðar eins og svart og hvítt Lindarhvols-mál eru þegar margflækt og marglaga, orðið að einhvers konar sjálfstæðri skuggaveru í viðjum kerfisins og teygir anga sína um allt stjórnkerfið, inn í ríkisstjórnina og meira að segja inn í Hæstarétt. Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari á sæti í stjórn Lindarhvols. Athygli vakti að stjórnin kom saman til fundar áður en vitnaleiðslur í málinu fóru fram í síðustu viku. Steinar Þór hefur skýrt það sem svo að það hafi verið vegna aldurs og heilsu Þórhalls Arasonar stjórnarformanns, því hafi verið mikilvægt að rifja upp málsatvik með honum.hí Eitt af því sem vakti athygli í tengslum við málflutninginn í síðustu viku var að stjórn Lindarhvols kom saman til að bera saman bækur sínar áður en til vitnaleiðslu kom. Spurt er hvort það hafi verið til að samræma vitnisburð en Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari er í stjórn Lindarhvols hvar starfsemi hefur verið slitið. Um verulega hagsmuni er að ræða. Fyrir liggur nýleg skýrsla Ríkisendurskoðanda um Lindarhvol sem Skúli Eggert Þórðarson þá ríkisendurskoðandi annaðist þar sem starfsemi Lindarhvols er hrósað í hástert; að starfsemi Lindarhvols ehf. hafi verið í samræmi við sett markmið. Ekki er hægt að segja að sú skýrsla hafi náð að kveða drauginn niður því sú niðurstaða er að margra mati ekki sannfærandi, hún kom mörgum í opna skjöldu. Meðal annarra Sigurði. „Ég hef aldrei skrifað skýrslu sem líktist neinu í því,“ segir Sigurður við Vísi. Fyrir rétti vildi Sigurður ekki fara nánar í saumana á því hvað ber á milli. Enda vill hann ekki segja neitt sem túlka megi sem brot á þagnarskyldu eins og áður sagði. En skýrsla Skúla og greinargerð Sigurðar eru eins og svart og hvítt. Fyrir liggur bréf hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem Sigurður gerir ýmsar athugasemdir við það sem fram kemur í skýrslu Skúla. Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Fréttaskýringar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í síðustu viku var málflutningur í máli Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli þar sem farið er fram á 650 milljónir króna í skaðabætur vegna tilboðs sem Frigus telur að hafi verið forsmáð. Lindarhvoll er félag sem Bjarni Benediktsson þáverandi og núverandi fjármálaráðherra stofnaði til árið 2016. og hafði umsjá með sölu á eignum sem féllu til ríkisins í kjölfar fjármálahruns. Eignir sem skilanefndir föllnu bankanna sóttu fóru til Lindahvols sem átti að fá besta mögulega verð fyrir eignina. Félag sem átti að gæta hagsmuna ríkisins og þar með almennings. Mikil leynd hefur ríkt um hvernig Lindarhvoll hefur staðið að málum við sölu á eignum ríkisins. Stefna Frigusar veitir innsýn í hvernig kaupin gerðust á eyrinni. Eins og einn heimildarmaður Vísis orðar það: Veitir fágæta sýn inn í pylsugerðina. Birgir Ármannsosn, forseti Alþingis, fékk í vikunni fyrirspurn um greinargerðina, ósk um að fá hana afhenta. Fyrirspurn sem fleiri hafa sent, meira að segja fengið jákvætt svar en svo var hætt við að afhenda greinargerðina. Mikil leynd yfir þátttöku í kaupferlinu Sú eign sem Lindarhvoll seldi og er til umfjöllunar fyrir dómi er Klakki. Ekki er óvarlegt að ætla að einhverjir lesendur kannist ekki við Klakka. Klakki varð til árið 2011 þegar hluthafar Exista ákváðu að breyta um nafn. Eitthvað sem fleiri fyrirtæki gripu til í kjölfar fjármálahrunsins. Exista var skráð á markað á Íslandi árið 2006 og lét til sín taka. Meðal eigna Exista voru Vátryggingafélag Íslands, Lífís, Lýsing (nú Lykill), fjórðungshlutur í Kaupþingi Banka, 39,6% í Bakkavör Group og þá var Exista stærsti hluthafinn í Símanum með 43,6% hlut. En svo varð hrun. Gengi bréfa í Exista eins og fleiri fyrirtækjum hríðféll en félagið var afar skuldsett. Íslensku bankarnir áttu stóran hlut og varð úr árið 2016 að Lindahvoll setti á sölu tæplega 18 prósenta hlut ríkisins í Exista, þá orðið að Klakka. Mikil leynd hvíldi yfir sölunni og átti ekki eftir að koma í ljós fyrr en tveimur árum síðar hvaða félög gerðu tilboð í hlutinn. Þá kom í ljós að fyrrverandi stjórnendur, sem höfðu mótmælt því mjög að veittar yrðu upplýsingar um þátttakendur í kaupferlinu. Úrskurðanefnd upplýsingamála hafnaði skýringum þátttakendanna og birti upplýsingarnar eins og sjá má í fréttinni um kaupin að neðan. Svo fór að félagið BLM fjárfestingar, að stærstum hluta í eigu bandarísks vogunarsjóðs, greiddi 505 milljónir fyrir Klakka. Hin tilboðin tvö hljóðuðu upp á 502 og 501 milljón króna. Eins og sjá má munaði afar litlu á tilboðunum þremur. Athygli vakti að Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka, var í forsvari fyrir BLM fjárfestingu. Steinar Þór stjórnarmaður, ráðgjafi og verjandi Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri Exista, er í forsvari fyrir Fringus, í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem átti tilboð upp á 501 milljón króna. Hann krefst 650 milljóna króna í skaðabætur. Fram kom í vitnisburði Sigurðar Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni að hann teldi að Klakki hafi við sölu verið vanmetið um sem nemur hálfum milljarði króna. Sem þýðir einfaldlega að haft var af almenningi upphæð sem því nemur – að því gefnu að nauðsynlegt hafi verið að selja Klakka. Frigus vill meina að Steinar Þór Guðgeirsson, sem var ráðgjafi Lindarhvols við söluna, hafi ekki viljað veita mikilvægar upplýsingar í söluferlinu á Klakka á sínum tíma. Steinar Þór hafi auk þess verið beggja vegna borðsins sem stjórnarmaður í Klakka sem einnig sá um söluna fyrir hönd Lindarhvols. Í stefnu Fringus kemur fram að Steinari Þór hafi sem stjórnarmanni í Klakka átt að vera fullkunnugt um að fyrirliggjandi væru þýðingarmiklar óbirtar upplýsingar um félagið. Upplýsingar sem bjóðendur höfðu mismikinn aðgang enda stjórnendur hjá Klakka í hinum tveimur tilboðshópunum. Segir því miður margt hafa komið á óvart við rannsókn á Lindarhvoli Miklum sögum fer um að frjálslega hafi verið að því staðið hvernig eignum ríkisins og þar með eigum almennings var komið í hendur einkaaðila eftir fjármálahrunið. Leynd sem ríkt hefur meðal annars um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, tregða við að veita upplýsingar, er ekki til þess fallin að slá á þá tortryggni. Vísir ræddi við Sigurð sem segist á sínum tíma hafa verið í tvö ár að vinna að greinargerðinni um söluna á Klakka. Sjálf skrifin hafi ekki tekið langan tíma en hann hafi allstaðar rekist á veggi þegar hann var að leita upplýsinga. Tregðan hafi verið mikil jafnvel þó Sigurður væri skipaður ríkisendurskoðandi. Sigurður segir að ýmislegt hafi því miður komið sér á óvart við rannsóknina. „Já, það gerði það,“ segir Sigurður sem þá og nú telur að greinargerð hans teldist opinbert plagg þó efni hennar hafi ekki enn komið fyrir sjónir almennings. „En síðan kom þessi ákvörðun frá forseta Alþingis, sem þá var Steingrímur J. Sigfússon, að það væru hlutir í þessu sem ættu leynt að fara.“ Hvað er það sem ekki þolir dagsins ljós? Sigurður vísar þar til þess að stjórn Lindarhvols og fjármálaráðuneytið hafi lagst alfarið gegn því að greinargerð hans yrði lögð fram. Sigurður segist ekki enn hafa fengið svör við fyrirspurn sinni um hvað það nákvæmlega væri sem ekki þyldi dagsins ljós í greinargerð sinni. Hann hafði þá verið ríkisendurskoðandi í upp undir tuttugu ár og reynslunni ríkari. Ýmislegt hafi breyst þegar hann lét af störfum og Skúli Eggert Þórðarson tók við árið 2018. Steinar Þór Guðgeirsson kemur að málefnum Lindarhvols úr ýmsum áttum og á öllum stigum. Hann var í stjórn Klakka, félag hans Íslög réði lögum og lofum um hvernig staðið var að málum innan Lindarhvols og hann er verjandi Lindarhvols og ríkisins í máli Frigusar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar hefur fullyrt að hann sé trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.vísir/vilhelm „Það hafði verið þannig þegar ég skilaði skýrslum til þingsins að ég fékk þær samtímis fjölmiðlum. En þegar Skúli [Eggert Þórðarson] kom til starfa fóru menn að búa til einhverjar reglur um hvernig þessi samskipti ættu að vera. Sem gengu út á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin ætti að fá kynningu á þessu áður en fjölmiðlar fengju þetta í hendur. Ég hef tvisvar farið á fund hjá stjórnskipunarnefndinni, og það kom nú lítið út úr því.“ Ekki verður annað sagt en fjölmiðlar hafi gert sitt til að reyna að svæla greinargerð Sigurðar Þórðarsonar út. Eins og frá er greint í umfjöllun Fréttablaðsins frá því í nóvember á síðasta ári þá sendi Birgir Ármannsson bréf þann 5. apríl í fyrra til fjármálaráðuneytis og stjórnar Lindarhvols þar sem fram kemur að forsætisnefnd hefði samþykkt að afhenda fjölmiðlum greinargerð Sigurðar. Sigurður Þórðarson var tvö ár að vinna að greinargerð um Lindarhvol. Þegar Skúli Eggerts þá ríkisendurskoðandi skilað skýrslu um Lindarhvol kannaðist Sigurður varla við málið.vísi/vilhelm Sigurður var þá settur ríkisendurskoðandi og hafði skilað greinargerð um starfsemi Lindarhvols til Alþingis í júlí 2018. Birgir sagði í bréfinu að afhending færi fram 25. apríl klukkan 12. Tíu mánuðum síðar hefur ekkert orðið af afhendingu. Stjórn Lindarhvols leggst alfarið gegn því að gögnin séu lögð fram Tilefni bréfaskrifa Birgir þingforseta var það að Jóhann Óli Eiðsson, þá blaðamaður Viðskiptablaðsins, hafði óskað eftir því að fá greinargerðina afhenta. Þann 28. apríl 2021 sendi Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi forseti Alþingis, stjórn Lindarhvols bréf og greindi frá því að forsætisnefnd hyggist veita Jóhanni Óla aðgang að greinargerðinni. Steingrímur fór fram á að Lindarhvoll lýsti „afstöðu sinni til þess hvort greinargerðin geymi upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga eða fyrirtækja eða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.“ En stjórn Lindarhvols og fjármálaráðuneytið tóku enga afstöðu til þeirra atriða sem óskað var svara við heldur lögðust alfarið gegn því að greinargerðin yrði birt, það væri óheimilt með öllu. Og þar við sat og situr enn. Birgir þvertekur fyrir að sitja á greinargerðinni. Forsætisnefnd hafi ekki lokið umfjöllun um málið og því liggi niðurstaða ekki fyrir. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis neitar því að hann sitji á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, forsætisnefnd sé bara ekki búin að afgreiða málið.vísir/vilhelm Vísir hefur óskað eftir greinargerðinni og líklega ýmsir fjölmiðlar aðrir. Sigurður Þórðarson segist telja að hann geti ekki séð, eftir málarekstur í Frigusar-málinu, að forseti geti setið lengur á skýrslunni. Sigurður segist hafa gætt þess að segja ekkert sem túlka megi sem brot á þagnarskyldu. Hann sé náttúrlega opinber starfsmaður. „En auðvitað á að knýja á um að þessi greinargerð komi fram. Ég veit ekki í hvaða samfélagi við búum? Þetta mál fær mann til að spyrja sig: Hvað er þingið?“ Sigurður telur það atriði að svo komnu og í sínum huga merg málsins. Skýrsla Skúla og greinargerð Sigurðar eins og svart og hvítt Lindarhvols-mál eru þegar margflækt og marglaga, orðið að einhvers konar sjálfstæðri skuggaveru í viðjum kerfisins og teygir anga sína um allt stjórnkerfið, inn í ríkisstjórnina og meira að segja inn í Hæstarétt. Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari á sæti í stjórn Lindarhvols. Athygli vakti að stjórnin kom saman til fundar áður en vitnaleiðslur í málinu fóru fram í síðustu viku. Steinar Þór hefur skýrt það sem svo að það hafi verið vegna aldurs og heilsu Þórhalls Arasonar stjórnarformanns, því hafi verið mikilvægt að rifja upp málsatvik með honum.hí Eitt af því sem vakti athygli í tengslum við málflutninginn í síðustu viku var að stjórn Lindarhvols kom saman til að bera saman bækur sínar áður en til vitnaleiðslu kom. Spurt er hvort það hafi verið til að samræma vitnisburð en Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari er í stjórn Lindarhvols hvar starfsemi hefur verið slitið. Um verulega hagsmuni er að ræða. Fyrir liggur nýleg skýrsla Ríkisendurskoðanda um Lindarhvol sem Skúli Eggert Þórðarson þá ríkisendurskoðandi annaðist þar sem starfsemi Lindarhvols er hrósað í hástert; að starfsemi Lindarhvols ehf. hafi verið í samræmi við sett markmið. Ekki er hægt að segja að sú skýrsla hafi náð að kveða drauginn niður því sú niðurstaða er að margra mati ekki sannfærandi, hún kom mörgum í opna skjöldu. Meðal annarra Sigurði. „Ég hef aldrei skrifað skýrslu sem líktist neinu í því,“ segir Sigurður við Vísi. Fyrir rétti vildi Sigurður ekki fara nánar í saumana á því hvað ber á milli. Enda vill hann ekki segja neitt sem túlka megi sem brot á þagnarskyldu eins og áður sagði. En skýrsla Skúla og greinargerð Sigurðar eru eins og svart og hvítt. Fyrir liggur bréf hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem Sigurður gerir ýmsar athugasemdir við það sem fram kemur í skýrslu Skúla.
Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Fréttaskýringar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira