Allt í volli í dýragarðinum í Dallas: Dýr að sleppa og grunsamlegur dauðdagi hrægamms Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 10:24 Til vinstri má sjá keisaratamarin apa og til hægri er labbóttur hrægammur. Getty Dularfull hvörf og grunsamlegur dauðdag hrægamms í dýragarðinum í Dallas eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni. Í gær komst í ljós að tveimur keisaratamarin öpum hafði verið stolið úr garðinum en skömmu fyrir það fannst hrægammur sem lést dularfullum dauðdaga. Dýragarðurinn í Dallas er sá stærsti og elsti sinnar tegundar í Texas-ríki í Bandaríkjunum en honum var komið á laggirnar árið 1888. Þar búa yfir tvö þúsund dýr og heimsækja rúmlega milljón manns garðinn á ári hverju. Í janúar var greint frá því að hlébarði hafi sloppið úr búri sínu en hann fannst heill á húfi sama dag. Svo virtist sem gat hafi verið sagað á búr hlébarðans og hann þannig sloppið. Honum tókst ekki að koma sér úr garðinum sjálfum og fannst stuttu frá búrinu sínu. Þá fannst einnig gat á búri langur-apanna en engum þeirra tókst að sleppa. Í síðustu viku fannst labbóttur hrægammur, sem er í útrýmingarhættu, dauður í garðinum. Garðurinn bauð tíu þúsund dollara í verðlaun fyrir þá sem gætu veitt upplýsingar um dauða hans en á honum var „grunsamlegt sár“ sem talið er að hafa leitt hann til dauða. Það var síðan á mánudaginn sem enn einn dularfulli atburðurinn átti sér stað. Þá sluppu tveir keisaratamarin apar úr búri sínu eftir að sagað var gat á það. Lögregla taldi að öpunum hafi verið rænt. Þeir fundust síðan í gærkvöldi í skáp í yfirgefnu húsnæði um 26 kílómetrum frá Dallas. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan í Dallas bað í gær um aðstoð almennings við að finna mann sem talinn er eiga aðild að málinu. Dallas Police are looking for the public s help in identifying the pictured individual. Detectives are looking to speak with the man in regard to the two tamarin monkeys missing from the Dallas Zoo.Anyone with information- call 214-671-4509. pic.twitter.com/VVvvHFAdgJ— Dallas Police Dept (@DallasPD) January 31, 2023 Bandaríkin Dýr Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Sjá meira
Dýragarðurinn í Dallas er sá stærsti og elsti sinnar tegundar í Texas-ríki í Bandaríkjunum en honum var komið á laggirnar árið 1888. Þar búa yfir tvö þúsund dýr og heimsækja rúmlega milljón manns garðinn á ári hverju. Í janúar var greint frá því að hlébarði hafi sloppið úr búri sínu en hann fannst heill á húfi sama dag. Svo virtist sem gat hafi verið sagað á búr hlébarðans og hann þannig sloppið. Honum tókst ekki að koma sér úr garðinum sjálfum og fannst stuttu frá búrinu sínu. Þá fannst einnig gat á búri langur-apanna en engum þeirra tókst að sleppa. Í síðustu viku fannst labbóttur hrægammur, sem er í útrýmingarhættu, dauður í garðinum. Garðurinn bauð tíu þúsund dollara í verðlaun fyrir þá sem gætu veitt upplýsingar um dauða hans en á honum var „grunsamlegt sár“ sem talið er að hafa leitt hann til dauða. Það var síðan á mánudaginn sem enn einn dularfulli atburðurinn átti sér stað. Þá sluppu tveir keisaratamarin apar úr búri sínu eftir að sagað var gat á það. Lögregla taldi að öpunum hafi verið rænt. Þeir fundust síðan í gærkvöldi í skáp í yfirgefnu húsnæði um 26 kílómetrum frá Dallas. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan í Dallas bað í gær um aðstoð almennings við að finna mann sem talinn er eiga aðild að málinu. Dallas Police are looking for the public s help in identifying the pictured individual. Detectives are looking to speak with the man in regard to the two tamarin monkeys missing from the Dallas Zoo.Anyone with information- call 214-671-4509. pic.twitter.com/VVvvHFAdgJ— Dallas Police Dept (@DallasPD) January 31, 2023
Bandaríkin Dýr Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Sjá meira