Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 29. janúar 2023 18:00 Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. Í tilviki Eflingar þýðir þetta að jafnvel þótt kjörsókn yrði miklu meiri en hún var hjá öðrum aðildarfélögum SGS í desember, og jafnvel þótt 5.000 félagsmenn tækju þátt í atkvæðagreiðslunni og allir greiddu atkvæði gegn miðlunartillögunni – þá teldist hún samt samþykkt. Allir hljóta að sjá hvílík skrumskæling á lýðræði slík atkvæðagreiðsla er, sérstaklega fyrir stéttarfélag eins og Eflingu þar sem félagsmenn eru dreifðir á óteljandi vinnustaði, margir erlendis frá og ómeðvitaðir um réttindi sín. Þetta er þvingunaraðgerð og nú er henni beitt gegn tekjulægsta fólkinu á höfuðborgarsvæðinu skömmu eftir að samningar losnuðu, án þess að samningaviðræður hafi verið fullreyndar og rétt áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir. Þannig er í raun verkfallsvopnið slegið úr höndum stéttarfélags með valdboði, og niðurstaðan ekki ósvipuð því þegar lög eru sett á verkfall. Þá eru það hins vegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar á Alþingi sem taka ákvörðunina og hægt að refsa þeim fyrir það í kosningum. Nú er það embættismaður, án lýðræðislegs umboðs, sem beitir slíku valdi, en það gerir hann í skjóli félagsmálaráðherra Vinstri grænna sem fer með vinnumarkaðsmál í ríkisstjórn Íslands. Framganga ríkissáttasemjara er ekki bara atlaga að frjálsum samningsrétti Eflingar og sjálfsákvörðunarrétti félagsmanna, heldur hættulegt fordæmi gagnvart verkalýðshreyfingunni í heild og til þess fallið að skaða traust og raska eðlilegum samskiptum á vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22 Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. Í tilviki Eflingar þýðir þetta að jafnvel þótt kjörsókn yrði miklu meiri en hún var hjá öðrum aðildarfélögum SGS í desember, og jafnvel þótt 5.000 félagsmenn tækju þátt í atkvæðagreiðslunni og allir greiddu atkvæði gegn miðlunartillögunni – þá teldist hún samt samþykkt. Allir hljóta að sjá hvílík skrumskæling á lýðræði slík atkvæðagreiðsla er, sérstaklega fyrir stéttarfélag eins og Eflingu þar sem félagsmenn eru dreifðir á óteljandi vinnustaði, margir erlendis frá og ómeðvitaðir um réttindi sín. Þetta er þvingunaraðgerð og nú er henni beitt gegn tekjulægsta fólkinu á höfuðborgarsvæðinu skömmu eftir að samningar losnuðu, án þess að samningaviðræður hafi verið fullreyndar og rétt áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir. Þannig er í raun verkfallsvopnið slegið úr höndum stéttarfélags með valdboði, og niðurstaðan ekki ósvipuð því þegar lög eru sett á verkfall. Þá eru það hins vegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar á Alþingi sem taka ákvörðunina og hægt að refsa þeim fyrir það í kosningum. Nú er það embættismaður, án lýðræðislegs umboðs, sem beitir slíku valdi, en það gerir hann í skjóli félagsmálaráðherra Vinstri grænna sem fer með vinnumarkaðsmál í ríkisstjórn Íslands. Framganga ríkissáttasemjara er ekki bara atlaga að frjálsum samningsrétti Eflingar og sjálfsákvörðunarrétti félagsmanna, heldur hættulegt fordæmi gagnvart verkalýðshreyfingunni í heild og til þess fallið að skaða traust og raska eðlilegum samskiptum á vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun