Mynd náðist óvænt af bófanum sem braust inn í bíl prófessorsins Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2023 11:06 Aðkoman var allt annað en kræsileg þegar Sigríður kom að bíl sínum. aðsend Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, lenti í heldur í óskemmtilegri reynslu í vikunni. Ekki var sjón að sjá volvo-bifreið hennar þegar hún kom þar að nú um miðja vikuna. Búið var að smalla rúðu í bílnum og hafa allt fémætt úr bílnum. „Á þriðjudaginn var brotist inn í bílinn minn sem stóð við Hávallagötu vestur í bæ og bakpoka með fartölvu og fleiru var stolið. Ég hafði skroppið í hús,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún saknar glósubóka, vinnugagna sinna og tölvu sem er ársgömul. „Þetta er hrikalegt. Vinnugögn sem eru mér ómetanleg.“ Sigríður segir það auðvitað svo að fólki bregði í brún sem lendi í þessu og allskonar óhagræði fylgi en lyklar voru meðal þess sem hvarf og hún hefur nú látið skipta um skrá á húsi sínu sem og lykla og kort að háskólanum þar sem hún starfar. Vegabréf og önnur persónuleg gögn hurfu. Sigríður segir að þetta sé auðvitað áminning um að skilja verðmæti sem þessi ekki eftir í bílunum sínum. Og hún skilur ekki alveg hvaða gagn þjófar hafa af þýfinu því tölvan er læst og þetta eru í raun hlutir og gögn sem gagnast henni einni. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor segir forvitnilegt að fá innsýn í þennan heim í gegnum þessa reynslu.hí Sigríður er að sjálfsögðu búin að tilkynna atvikið til lögreglu en hennar tilfinning er sú að lögreglan hafi ekki mikinn áhuga á því sem flokkast sem smábrot. Þetta var um klukkan ellefu að morgni og hafði bílrúðan, eins og áður sagði, verið mölvuð með járnröri. „Sjónarvottur sá manninn skömmu áður ofar í götunni að velja sér járnrör af kerru með lögnum,“ segir Sigríður. Og nú nýlega fannst mynd af þrjótinum úr öryggismyndavél sem staðsett er á horni Hávalla- og Blómvallagötu. „Hann sat á reiðhjóli á meðan hann valdi vopnið, íklæddur hvítri hettupeysu með einhverju rauðu í og með byrgt fyrir munninn. Þegar hann varð þess áskynja að fylgst væri með honum sagði hann: „Ég er ekki að fara að berja neinn. Ég lít bara skuggalega út.“ Sigríður segir að samkvæmt lýsingu sé maðurinn um þrítugt, hávaxinn og grannur. Allir sem hafa einhverjar upplýsingar um mann sem svarar til þessarar lýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Athugasemd. Fréttin hefur verið uppfærð en óljós mynd af manni hjá hjóli, hinum meinta brotamanni, hefur hefur verið fjarlægð að ósk rétthafa myndarinnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
„Á þriðjudaginn var brotist inn í bílinn minn sem stóð við Hávallagötu vestur í bæ og bakpoka með fartölvu og fleiru var stolið. Ég hafði skroppið í hús,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún saknar glósubóka, vinnugagna sinna og tölvu sem er ársgömul. „Þetta er hrikalegt. Vinnugögn sem eru mér ómetanleg.“ Sigríður segir það auðvitað svo að fólki bregði í brún sem lendi í þessu og allskonar óhagræði fylgi en lyklar voru meðal þess sem hvarf og hún hefur nú látið skipta um skrá á húsi sínu sem og lykla og kort að háskólanum þar sem hún starfar. Vegabréf og önnur persónuleg gögn hurfu. Sigríður segir að þetta sé auðvitað áminning um að skilja verðmæti sem þessi ekki eftir í bílunum sínum. Og hún skilur ekki alveg hvaða gagn þjófar hafa af þýfinu því tölvan er læst og þetta eru í raun hlutir og gögn sem gagnast henni einni. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor segir forvitnilegt að fá innsýn í þennan heim í gegnum þessa reynslu.hí Sigríður er að sjálfsögðu búin að tilkynna atvikið til lögreglu en hennar tilfinning er sú að lögreglan hafi ekki mikinn áhuga á því sem flokkast sem smábrot. Þetta var um klukkan ellefu að morgni og hafði bílrúðan, eins og áður sagði, verið mölvuð með járnröri. „Sjónarvottur sá manninn skömmu áður ofar í götunni að velja sér járnrör af kerru með lögnum,“ segir Sigríður. Og nú nýlega fannst mynd af þrjótinum úr öryggismyndavél sem staðsett er á horni Hávalla- og Blómvallagötu. „Hann sat á reiðhjóli á meðan hann valdi vopnið, íklæddur hvítri hettupeysu með einhverju rauðu í og með byrgt fyrir munninn. Þegar hann varð þess áskynja að fylgst væri með honum sagði hann: „Ég er ekki að fara að berja neinn. Ég lít bara skuggalega út.“ Sigríður segir að samkvæmt lýsingu sé maðurinn um þrítugt, hávaxinn og grannur. Allir sem hafa einhverjar upplýsingar um mann sem svarar til þessarar lýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Athugasemd. Fréttin hefur verið uppfærð en óljós mynd af manni hjá hjóli, hinum meinta brotamanni, hefur hefur verið fjarlægð að ósk rétthafa myndarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira