Mótstaða við breytingar ekki vegna eigin hagsmuna heldur faglegs mats Snorri Másson skrifar 26. janúar 2023 08:45 Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir mótstöðu Lyfjafræðingafélags Íslands við frumvarp um að heimila lausasölu lyfja í almennum verslunum ekki sprottna út frá hagsmunum lyfjafræðinga, heldur faglegum forsendum. Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, telur áform um lausasölu lyfja í almennum verslunum ekki æskileg.Vísir/Vilhelm „Ég skil vel hugsunina að vilja auka aðgengi og ég vil alveg fara í Krónuna og geta kippt með mér Ibufen eða Paratabs eða hvað það er. Hins vegar eru þetta lyf og lyf eru ekki almenn vara. Og það er margt sem þarf að varast með lyf. Þannig að við sjáum þetta ekki fyrir okkur sem jákvæða breytingu. Við viljum halda lyfjunum í apótekunum til að geta veitt ráðleggingar til fólks sem þarf á þessu að halda,“ sagði Inga Lilý í Íslandi í dag, þar sem málið var til umfjöllunar. Meginreglan er sú á Íslandi að hefðbundin ólyfseðilsskyld verkjalyf eru aðeins seld í apótekum og bönnuð í almennum verslunum. Fyrir tveimur árum var lausasalan heimiluð í almennum verslunum á landsbyggðinni þar sem meira en 20 kílómetrar voru í næsta apótek. Nú hefur Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks lagt fram frumvarp þar sem lausasalan er heimiluð í almennum verslunum án þessa skilyrðis. Lyfjastofnun lýsir yfir efasemdum og það gera einnig lyfjafræðingar. „Þetta getur verið hættulegt í of stórum skömmtum. Parasetamól er að valda miklum lifrarskemmdum. Það er annað algengasta lyfið sem hringt er útaf í eitrunarmiðstöðinni á Íslandi,“ segir Inga Lilý og bætir við að hætt sé við því að eitrunum fjölgi ef aðgengi eykst, eins og hún segir hafa sýnt sig í Svíþjóð. Þar var lyfið síðan bannað í lausasölu. Óvíst er hver afdrif frumvarpsins verða en þingmenn úr öðrum flokkum eru meðflutningsmenn Berglindar. „Ég get séð fyrir mér að enn um sinn muni þetta haldast í apótekum en maður veit ekkert hvað gerist í framtíðinni,“ segir Inga Lilý. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokknum lagði fram frumvarpið í haust. Lyf Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, telur áform um lausasölu lyfja í almennum verslunum ekki æskileg.Vísir/Vilhelm „Ég skil vel hugsunina að vilja auka aðgengi og ég vil alveg fara í Krónuna og geta kippt með mér Ibufen eða Paratabs eða hvað það er. Hins vegar eru þetta lyf og lyf eru ekki almenn vara. Og það er margt sem þarf að varast með lyf. Þannig að við sjáum þetta ekki fyrir okkur sem jákvæða breytingu. Við viljum halda lyfjunum í apótekunum til að geta veitt ráðleggingar til fólks sem þarf á þessu að halda,“ sagði Inga Lilý í Íslandi í dag, þar sem málið var til umfjöllunar. Meginreglan er sú á Íslandi að hefðbundin ólyfseðilsskyld verkjalyf eru aðeins seld í apótekum og bönnuð í almennum verslunum. Fyrir tveimur árum var lausasalan heimiluð í almennum verslunum á landsbyggðinni þar sem meira en 20 kílómetrar voru í næsta apótek. Nú hefur Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks lagt fram frumvarp þar sem lausasalan er heimiluð í almennum verslunum án þessa skilyrðis. Lyfjastofnun lýsir yfir efasemdum og það gera einnig lyfjafræðingar. „Þetta getur verið hættulegt í of stórum skömmtum. Parasetamól er að valda miklum lifrarskemmdum. Það er annað algengasta lyfið sem hringt er útaf í eitrunarmiðstöðinni á Íslandi,“ segir Inga Lilý og bætir við að hætt sé við því að eitrunum fjölgi ef aðgengi eykst, eins og hún segir hafa sýnt sig í Svíþjóð. Þar var lyfið síðan bannað í lausasölu. Óvíst er hver afdrif frumvarpsins verða en þingmenn úr öðrum flokkum eru meðflutningsmenn Berglindar. „Ég get séð fyrir mér að enn um sinn muni þetta haldast í apótekum en maður veit ekkert hvað gerist í framtíðinni,“ segir Inga Lilý. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokknum lagði fram frumvarpið í haust.
Lyf Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent