Ofbeldi mæðra gegn börnum sínum og feðrum þeirra Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 25. janúar 2023 13:01 Ég skrifa þessa grein eftir að hafa talað við fjölda feðra sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi bæði í sambandi og eftir skilnað. Ég skrifa hana því í dag þá sé ég þetta sem mjög alvarlegt samfélagslegt vandamál sem þarf að hætta fyrir velferð barna okkar. Þeir feður sem ég talaði við vildu jafna umgengni eftir skilnað, sameiginlegt forræði og samvinnu með börnin sín: jafnvægi í lífi barnanna sinna þar sem börnin myndu finna ást, öryggi og vellíðan og skynja einungis gott milli mömmu sinnar og pabba en feðurnir urðu þess í stað að bakka í umgengismáli vegna hegðunar barnsmóður í samfélaginu sjálfu og á samfélagsmiðlum þar sem þeir voru dæmdir sem ofbeldismenn og gátu á engan hátt borið hönd yfir höfuð sér. Flestir fengu þó sameiginlegt forræði og umgengissamning sem þó var einungis bundin við helgar aðra hverja viku. Lögheimilið í öllum tilvikum fór til barnsmóður þar sem í sumum tilvikum átti sér stað hótanir og kúgun svo feðurnir gáfu eftir. Þeir sögðust allir hafa bakkað í þeirri von um að móðir myndi hætta að skrifa um þá á samfélagsmiðlum og lýsa þeim sem þeir væru ekki: ofbeldismenn. En skrif barnsmæðra þeirra hætti samt sem ekki áður og feðurnir upplifðu sig sem algjörlega eina og sögðust að skapast hefði með þeim áfallastreituröskun, svefnleysi, kvíði og ótti um framtíðina. Áhyggjur þeirra snérust þó verulega að börnunum sínum og áhrifunum sem þetta myndi hafa á þau í framtíðinni, því þegar eitthvað fer á netið þá hverfur það aldrei. Augljóst er því í mínum augum að þessar mæður voru ekki að hugsa um börnin sín eða þeirra andlegu velferð. Karlmennirnir lýstu áhyggjum sínum og sorg yfir því sem væri að gerast og hve hræðilegt væri þegar börnin yrðu eldri að sjá skrif móður sinnar um föður sinn. Þeir voru algjörlega eyðilagðir og fjölskyldur þeirra urðu að sjálfsögðu fyrir eyðileggjandi áhrifum af þessu líka. Þegar kom að því að miðla málum um umgengni þá lýstu þeir barnsmóður sem ókunnugri konu fullri af heift, reiði og gremju gagnvart þeim sem laug óspart um þá hræðilegum hlutum hvort sem það var á pappír hjá sýslumanni, í samfélaginu eða samfélagsmiðlum. Ég vil þó taka fram að þó ég sé að skrifa um ofbeldi sumra kvenna gagnvart barnsfeðrum sínum að þá á það að sjálfsögðu ekki við um allar konur og einnig er raunveruleikinn sá að hlutunum getur verið snúið við og það eru feðurnir sem beita sama ofbeldi og taktík eftir sambandsslit. Þeir sem hafa gengið í gegnum skilnað vita hversu sárt og erfitt það ferli er. Á ákveðinn hátt er það eins og jarðarför og flestir sálfræðingar myndu segja ykkur að hið sálfræðilega, hugræna og tilfinningalega ferli að vinna úr skilnaðinum tekur að meðaltali tvö ár. En hvað ef að skilnaðurinn er bara byrjunin á því sem ég get ekki annað en kallað ofbeldi gegn feðrum og börnum þeirra þar sem móðirin viljandi býr til á ákveðinn hátt samfélagsmiðlaherferð gegn föðurnum og gerir sjálfa sig að fórnarlambi, sem í þessu tilviki er barnsfaðir þeirra sem þær kalla ,,Ofbeldismanninn sinn" innan mismunandi grúbba á facebook og úr verður samfélagsmiðla ofbeldi, ærumeiðingar og mannorðsmorð á versta stigi þar sem feðurnir geta á engann hátt varið sig því konurnar í kringum barnsmóður á samfélagsmiðlum hafa gert upp hug sinn án þess að hugsa að þetta gæti allt saman verið lygi og í raun barnsmóðirin verið sú sem beitti og beitir barnsföður ofbeldi, hótunum og kúgun. Þess konar hegðun gagnvart maka er aðeins hægt að lýsa sem Narsisista. Narsisti hefur mikla þörf fyrir hrósi og er gjarnan með sí endurtekna pósta á samfélagsmiðlum þar sem hann/hún segir frá sigrum sínum í lífinu, gleði og hamingju og safnar að sér stuðningsfólki og hópum. Hann/ hana skortir samkennd og lítur algjörlega framhjá því hvernig hegðun hans eða hennar gæti hafa sært eða skemmt líf annars fólks. Narsisistanum er nákvæmlega sama. Narsisti hefur lágt sjálfsmat sem hann felur með yfirborðskenndri hegðun og upphefur sjálfan sig fyrir framan aðra. Hann/Hún leikur fórnarlamb ef þörf krefur eins og í ofangreindum skrifum og myndar sér stuðningshóp og gerir með því annað fólk sem er óafvitandi um gang mála að fólki sem beitir aðra ofbeldi á samfélagsmiðlum. Narsisti sýnir veruleika sterk og neikvæð viðbrögð við gagnrýni eða neikvæðum athugasemdum til dæmis á samfélagsmiðlum og fær snögg reiðisköst. Allt við Narsisista er yfirborðskennt og einfaldlega leikþáttur eins og úr hryllingsmynd þar sem þú ert skotmarkið en Narsisisti á mjög erfitt með að mynda raunveruleg djúp tengsl við fólk. Narsisti ásakar alltaf annað fólk og er einmitt mjög líklegur til að gera skilnað að mjög erfiðu ferli. Narsisti getur bæði verið kona eða maður og nýtur þess og þarf að stjórna öllu og gerir það á mjög lúmskan og lævískan hátt þar sem hann býr til glansmynd af sér sem er að sjálfsögðu yfirborðskennd. Móðirin gerir þetta þá til að búa til umgengisdeilu og hún veit að tölfræðilega séð stendur kerfið meira með konum en körlum og er meðvituð um að ef ósætti ríkir á milli foreldra að þá eru 90% líkur á að sýslumaður úrskurði ekki viku og viku umgengni. Og þess vegna býr barnsmóðir til ósætti til að hefna sín á föðurnum og börnin gjalda fyrir það. Feðurnir sem ég talaði við gerðu allir sátt í málinu án þess að sýslumaður þurfti að úrskurða í málinu og samþykktu helgar umgengni aðra hverja viku. Þeir feður sem ég ræddi við fullyrtu við mig að þetta snérist ekki um raunverulegt ofbeldi af þeirra hálfu því ekkert ofbeldi af þeirra hendi hefði átt sér stað í sambandinu nema ósætti og rifrildi yfir árin sem á ser stað í flest öllum samböndum. Heldur snéri þetta einungis að persónulegri hefnd gagnvart þeim fyrir því að vilja skilnað. Að móðirin væri ekki að hugsa um samband föðurs og barns þeirra sem væri ekkert hægt að setja út á heldur einfaldlega til að meiða fyrrverandi maka á allan þann hátt sem hugsast getur og með því skapað alvarleg neikvæð áhrif á börn þeirra sem aðeins framtíðin myndi leiða í ljós hver yrðu. Þeir karlmenn sem ég talaði við sögðu að þegar þeir hefðu beðið um skilnað í sambandinu að þá hafi viðbrögð kvennanna í flestum tilfellum falist í sér með hótunum um börnin. Að málaferli eftir skilnað gæti tekið mörg ár og yrði þeim í hag. Þannig að þeir héldu áfram að vera í sambandinu í ótta við að missa börnin sín frá sér því konurnar töluðu um hve vondir þeir væru og allir myndu trúa þeim en ekki feðrunum. En samfélagsmiðla ofbeldi snýr ekki aðeins að fyrrverandi mökum. Nýlega las ég frétt á Vísi.is um rannsókn sem Elínrós Hrund Þórðardóttir framkvæmdi vegna lokaverkefnis til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. Þar tók hún viðtöl við fjóra íslenska karlmenn sem höfðu verið ásakaðir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum. Haft er eftir einum karlmanni: ,,Ég fékk morðhótanir, fólk var að segja mér að drepa mig, fólk að nota viðbjóðsleg orð um mig, fólk að dreifa lygasögum um mig." Flestir viðmælendur Elínrósar höfðu engan aðdraganda að þessum ásökunum og upplifðu verulegt sjokk. Haft er eftir einum viðmælanda ,,Þetta er ,,basically" í höndunum á einhverju fólki sem að hefur bara ákveðið hvernig líf þitt verður næstu árin." Sumir af þessum viðmælendum eiga maka og börn og þurftu að hafa opnar samræður við börnin sín um hvað væri að gerast því þeir urðu ekki bara fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum heldur misstu þeir vinnuna og urðu fyrir aðkasti í samfélaginu þar sem kallað var á þá af götunni og beint ýmsum ljótum orðum að þeim, þar á meðal nauðgari. Haft er eftir viðmælendum um ofbeldið: „Fólk leyfir sér að nota stór og gildishlaðin orð á samfélagsmiðlum og ásaka mig um hina viðbjóðslegustu hluti“ sagði einn úr hópnum og þá sagði annar að það hefði myndast „einhver stemming“ á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum þar sem „þetta þetta verður bara nánast eins og einhver íþrótt að sparka í mann.“ Fréttina um rannsókn Elínrósar má nálgast hér: Við sem samfélag þurfum að mínu mati virkilega að skoða hegðun okkar á samfélagsmiðlum því það er augljóst að mörg líf og fjölskyldur hafa verið eyðilagðar vegna svona hegðunarmynstur fólks, saklaus fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur og hugsum fyrst og fremst um börnin og förum lagalegu leiðina þegar kemur að hvers kyns meintum afbrotum í samfélaginu en notum ekki samfélagsmiðla til að eyðileggja líf einstaklinga og fjölskyldna. Gísli Hvanndal Jakobsson Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ég skrifa þessa grein eftir að hafa talað við fjölda feðra sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi bæði í sambandi og eftir skilnað. Ég skrifa hana því í dag þá sé ég þetta sem mjög alvarlegt samfélagslegt vandamál sem þarf að hætta fyrir velferð barna okkar. Þeir feður sem ég talaði við vildu jafna umgengni eftir skilnað, sameiginlegt forræði og samvinnu með börnin sín: jafnvægi í lífi barnanna sinna þar sem börnin myndu finna ást, öryggi og vellíðan og skynja einungis gott milli mömmu sinnar og pabba en feðurnir urðu þess í stað að bakka í umgengismáli vegna hegðunar barnsmóður í samfélaginu sjálfu og á samfélagsmiðlum þar sem þeir voru dæmdir sem ofbeldismenn og gátu á engan hátt borið hönd yfir höfuð sér. Flestir fengu þó sameiginlegt forræði og umgengissamning sem þó var einungis bundin við helgar aðra hverja viku. Lögheimilið í öllum tilvikum fór til barnsmóður þar sem í sumum tilvikum átti sér stað hótanir og kúgun svo feðurnir gáfu eftir. Þeir sögðust allir hafa bakkað í þeirri von um að móðir myndi hætta að skrifa um þá á samfélagsmiðlum og lýsa þeim sem þeir væru ekki: ofbeldismenn. En skrif barnsmæðra þeirra hætti samt sem ekki áður og feðurnir upplifðu sig sem algjörlega eina og sögðust að skapast hefði með þeim áfallastreituröskun, svefnleysi, kvíði og ótti um framtíðina. Áhyggjur þeirra snérust þó verulega að börnunum sínum og áhrifunum sem þetta myndi hafa á þau í framtíðinni, því þegar eitthvað fer á netið þá hverfur það aldrei. Augljóst er því í mínum augum að þessar mæður voru ekki að hugsa um börnin sín eða þeirra andlegu velferð. Karlmennirnir lýstu áhyggjum sínum og sorg yfir því sem væri að gerast og hve hræðilegt væri þegar börnin yrðu eldri að sjá skrif móður sinnar um föður sinn. Þeir voru algjörlega eyðilagðir og fjölskyldur þeirra urðu að sjálfsögðu fyrir eyðileggjandi áhrifum af þessu líka. Þegar kom að því að miðla málum um umgengni þá lýstu þeir barnsmóður sem ókunnugri konu fullri af heift, reiði og gremju gagnvart þeim sem laug óspart um þá hræðilegum hlutum hvort sem það var á pappír hjá sýslumanni, í samfélaginu eða samfélagsmiðlum. Ég vil þó taka fram að þó ég sé að skrifa um ofbeldi sumra kvenna gagnvart barnsfeðrum sínum að þá á það að sjálfsögðu ekki við um allar konur og einnig er raunveruleikinn sá að hlutunum getur verið snúið við og það eru feðurnir sem beita sama ofbeldi og taktík eftir sambandsslit. Þeir sem hafa gengið í gegnum skilnað vita hversu sárt og erfitt það ferli er. Á ákveðinn hátt er það eins og jarðarför og flestir sálfræðingar myndu segja ykkur að hið sálfræðilega, hugræna og tilfinningalega ferli að vinna úr skilnaðinum tekur að meðaltali tvö ár. En hvað ef að skilnaðurinn er bara byrjunin á því sem ég get ekki annað en kallað ofbeldi gegn feðrum og börnum þeirra þar sem móðirin viljandi býr til á ákveðinn hátt samfélagsmiðlaherferð gegn föðurnum og gerir sjálfa sig að fórnarlambi, sem í þessu tilviki er barnsfaðir þeirra sem þær kalla ,,Ofbeldismanninn sinn" innan mismunandi grúbba á facebook og úr verður samfélagsmiðla ofbeldi, ærumeiðingar og mannorðsmorð á versta stigi þar sem feðurnir geta á engann hátt varið sig því konurnar í kringum barnsmóður á samfélagsmiðlum hafa gert upp hug sinn án þess að hugsa að þetta gæti allt saman verið lygi og í raun barnsmóðirin verið sú sem beitti og beitir barnsföður ofbeldi, hótunum og kúgun. Þess konar hegðun gagnvart maka er aðeins hægt að lýsa sem Narsisista. Narsisti hefur mikla þörf fyrir hrósi og er gjarnan með sí endurtekna pósta á samfélagsmiðlum þar sem hann/hún segir frá sigrum sínum í lífinu, gleði og hamingju og safnar að sér stuðningsfólki og hópum. Hann/ hana skortir samkennd og lítur algjörlega framhjá því hvernig hegðun hans eða hennar gæti hafa sært eða skemmt líf annars fólks. Narsisistanum er nákvæmlega sama. Narsisti hefur lágt sjálfsmat sem hann felur með yfirborðskenndri hegðun og upphefur sjálfan sig fyrir framan aðra. Hann/Hún leikur fórnarlamb ef þörf krefur eins og í ofangreindum skrifum og myndar sér stuðningshóp og gerir með því annað fólk sem er óafvitandi um gang mála að fólki sem beitir aðra ofbeldi á samfélagsmiðlum. Narsisti sýnir veruleika sterk og neikvæð viðbrögð við gagnrýni eða neikvæðum athugasemdum til dæmis á samfélagsmiðlum og fær snögg reiðisköst. Allt við Narsisista er yfirborðskennt og einfaldlega leikþáttur eins og úr hryllingsmynd þar sem þú ert skotmarkið en Narsisisti á mjög erfitt með að mynda raunveruleg djúp tengsl við fólk. Narsisti ásakar alltaf annað fólk og er einmitt mjög líklegur til að gera skilnað að mjög erfiðu ferli. Narsisti getur bæði verið kona eða maður og nýtur þess og þarf að stjórna öllu og gerir það á mjög lúmskan og lævískan hátt þar sem hann býr til glansmynd af sér sem er að sjálfsögðu yfirborðskennd. Móðirin gerir þetta þá til að búa til umgengisdeilu og hún veit að tölfræðilega séð stendur kerfið meira með konum en körlum og er meðvituð um að ef ósætti ríkir á milli foreldra að þá eru 90% líkur á að sýslumaður úrskurði ekki viku og viku umgengni. Og þess vegna býr barnsmóðir til ósætti til að hefna sín á föðurnum og börnin gjalda fyrir það. Feðurnir sem ég talaði við gerðu allir sátt í málinu án þess að sýslumaður þurfti að úrskurða í málinu og samþykktu helgar umgengni aðra hverja viku. Þeir feður sem ég ræddi við fullyrtu við mig að þetta snérist ekki um raunverulegt ofbeldi af þeirra hálfu því ekkert ofbeldi af þeirra hendi hefði átt sér stað í sambandinu nema ósætti og rifrildi yfir árin sem á ser stað í flest öllum samböndum. Heldur snéri þetta einungis að persónulegri hefnd gagnvart þeim fyrir því að vilja skilnað. Að móðirin væri ekki að hugsa um samband föðurs og barns þeirra sem væri ekkert hægt að setja út á heldur einfaldlega til að meiða fyrrverandi maka á allan þann hátt sem hugsast getur og með því skapað alvarleg neikvæð áhrif á börn þeirra sem aðeins framtíðin myndi leiða í ljós hver yrðu. Þeir karlmenn sem ég talaði við sögðu að þegar þeir hefðu beðið um skilnað í sambandinu að þá hafi viðbrögð kvennanna í flestum tilfellum falist í sér með hótunum um börnin. Að málaferli eftir skilnað gæti tekið mörg ár og yrði þeim í hag. Þannig að þeir héldu áfram að vera í sambandinu í ótta við að missa börnin sín frá sér því konurnar töluðu um hve vondir þeir væru og allir myndu trúa þeim en ekki feðrunum. En samfélagsmiðla ofbeldi snýr ekki aðeins að fyrrverandi mökum. Nýlega las ég frétt á Vísi.is um rannsókn sem Elínrós Hrund Þórðardóttir framkvæmdi vegna lokaverkefnis til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. Þar tók hún viðtöl við fjóra íslenska karlmenn sem höfðu verið ásakaðir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum. Haft er eftir einum karlmanni: ,,Ég fékk morðhótanir, fólk var að segja mér að drepa mig, fólk að nota viðbjóðsleg orð um mig, fólk að dreifa lygasögum um mig." Flestir viðmælendur Elínrósar höfðu engan aðdraganda að þessum ásökunum og upplifðu verulegt sjokk. Haft er eftir einum viðmælanda ,,Þetta er ,,basically" í höndunum á einhverju fólki sem að hefur bara ákveðið hvernig líf þitt verður næstu árin." Sumir af þessum viðmælendum eiga maka og börn og þurftu að hafa opnar samræður við börnin sín um hvað væri að gerast því þeir urðu ekki bara fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum heldur misstu þeir vinnuna og urðu fyrir aðkasti í samfélaginu þar sem kallað var á þá af götunni og beint ýmsum ljótum orðum að þeim, þar á meðal nauðgari. Haft er eftir viðmælendum um ofbeldið: „Fólk leyfir sér að nota stór og gildishlaðin orð á samfélagsmiðlum og ásaka mig um hina viðbjóðslegustu hluti“ sagði einn úr hópnum og þá sagði annar að það hefði myndast „einhver stemming“ á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum þar sem „þetta þetta verður bara nánast eins og einhver íþrótt að sparka í mann.“ Fréttina um rannsókn Elínrósar má nálgast hér: Við sem samfélag þurfum að mínu mati virkilega að skoða hegðun okkar á samfélagsmiðlum því það er augljóst að mörg líf og fjölskyldur hafa verið eyðilagðar vegna svona hegðunarmynstur fólks, saklaus fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur og hugsum fyrst og fremst um börnin og förum lagalegu leiðina þegar kemur að hvers kyns meintum afbrotum í samfélaginu en notum ekki samfélagsmiðla til að eyðileggja líf einstaklinga og fjölskyldna. Gísli Hvanndal Jakobsson Höfundur er eilífðarstúdent.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun