8 staðreyndir og 4 spurningar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 24. janúar 2023 14:00 Allir landsmenn þurfa á einhverjum tímapunkti að leita til heilbrigðiskerfisins. Oft gerist það á okkar erfiðustu tímum. Ein af þeirri starfsstétt sem sinnir okkur eru sjúkraliðar. Sjúkraliðar starfa jafnframt á hátæknisjúkrahúsi og heima hjá fólki. Inn á hjúkrunarheimilum og í heilsugæslunni. Sjúkraliðar vinna á nóttunni og á daginn, vinna á jólunum og á hinum bestu sólskinsdögum. Þau vinna allt árið um kring, allan sólarhringinn. Heilbrigðiskerfið myndi ekki virka án sjúkraliða. Skoðum nú 8 staðreyndir um sjúkraliða: Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Sjúkraliðar eru 97% konur. Meðalaldur stéttarinnar er tæplega 50 ára. Um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða starfa við eitthvað annað en fagið. Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Um þriðjungur þeirra töldu mjög líklegt eða talsverðar líkur að þeir myndu hætta í núverandi starfi næstu 12 mánuði. Byrjunarlaun sjúkraliða er um 450.000 kr. Meðalgrunnlaun sjúkraliða hjá ríkinu er um 519.000 kr. Svo er auðvitað tekinn skattur og eftir verða um 395.000 kr. útborgaðar. Nú skulum við skoða 4 spurningar til ykkar: Finnst ykkur 395.000 kr. vera sanngjörn útborguð laun fyrir sjúkraliðastarf? Til samanburðar eru lágmarkslaun í landinu um 370.000 kr. og atvinnuleysisbætur um 331.000 kr. Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að leiðrétta kynbundinn launamun eða hinn kynskipta vinnumarkað? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um mikilvægi heilbrigðisstétta? Nú eru 65 dagar þangað til kjarasamningur ríkisins við sjúkraliða rennur út. Nú er einmitt tækifæri fyrir stjórnvöld til að standa við stóru orðin. Höfundur er ráðgjafi Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Ágúst Ólafur Ágústsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Allir landsmenn þurfa á einhverjum tímapunkti að leita til heilbrigðiskerfisins. Oft gerist það á okkar erfiðustu tímum. Ein af þeirri starfsstétt sem sinnir okkur eru sjúkraliðar. Sjúkraliðar starfa jafnframt á hátæknisjúkrahúsi og heima hjá fólki. Inn á hjúkrunarheimilum og í heilsugæslunni. Sjúkraliðar vinna á nóttunni og á daginn, vinna á jólunum og á hinum bestu sólskinsdögum. Þau vinna allt árið um kring, allan sólarhringinn. Heilbrigðiskerfið myndi ekki virka án sjúkraliða. Skoðum nú 8 staðreyndir um sjúkraliða: Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Sjúkraliðar eru 97% konur. Meðalaldur stéttarinnar er tæplega 50 ára. Um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða starfa við eitthvað annað en fagið. Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Um þriðjungur þeirra töldu mjög líklegt eða talsverðar líkur að þeir myndu hætta í núverandi starfi næstu 12 mánuði. Byrjunarlaun sjúkraliða er um 450.000 kr. Meðalgrunnlaun sjúkraliða hjá ríkinu er um 519.000 kr. Svo er auðvitað tekinn skattur og eftir verða um 395.000 kr. útborgaðar. Nú skulum við skoða 4 spurningar til ykkar: Finnst ykkur 395.000 kr. vera sanngjörn útborguð laun fyrir sjúkraliðastarf? Til samanburðar eru lágmarkslaun í landinu um 370.000 kr. og atvinnuleysisbætur um 331.000 kr. Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að leiðrétta kynbundinn launamun eða hinn kynskipta vinnumarkað? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um mikilvægi heilbrigðisstétta? Nú eru 65 dagar þangað til kjarasamningur ríkisins við sjúkraliða rennur út. Nú er einmitt tækifæri fyrir stjórnvöld til að standa við stóru orðin. Höfundur er ráðgjafi Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar