Hálkuvarnirnar fuku af í óveðrinu, landgangur mögulega ónýtur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2023 20:01 Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að félagið muni fara yfir með flugfélaginu Icelandair hvað olli því að flugvél félagsins losnaði af festingum og lenti á landgangi við Leifsstöð í gær. Vísir Mikið tjón varð þegar flugvél Icelandair rakst á landgang á Keflavíkurflugvelli í gær, landgangurinn er mögulega ónýtur og vængur vélarinnar skemmdur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að atvikið verði rannsakað. Veðurofsinn hafi verið slíkur að hálkuvarnir hafi fokið af vellinum í gær. Flugvél Icelandair losnaði af festingu í ofsaveðrinu sem var á Keflavíkurflugvelli í gær og rakst á landgang sem er í umsjón Isavia. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að óvenjulegar aðstæður hafi skapast á vellinum í gær. „Við og Icelandair þurfum að fara yfir hvað olli því nákvæmlega að þetta gerðist. Landgangurinn er töluvert skemmdur og verið að kanna hvort hann sé mögulega ónýtur. Það þarf að skoða hvernig þetta vildi til en vissulega voru aðstæður á vellinum þannig að það var mikil ísing og hálka og rok,“ segir Guðjón. Þá hafi hálkuvarnir hreinlega fokið af. „Í einhverjum tilvikum var vindurinn það mikill að efni sem við settum niður á brautir og stæður fauk út í veður og vind,“ segir Guðjón. Framkvæmdastjóri hjá Icelandair sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að svona atvik hafi komið upp áður. Vængur flugvélarinnar sem rakst í landganginn sé líka skemmdur. Isavia fundaði með rekstraraðilum vegna slæmrar veðurspár Guðjón segir að Isavia hafi fundað með rekstraraðilum strax á laugardagskvöld en þá hafði Veðurstofan gefið út viðvaranir fyrir svæðið. Samkvæmt upplýsingum þaðan var gefin út flaggspá á laugardagskvöldinu fyrir Isavía þar sem spáð var vindhraða yfir fimmtíu hnútum á vellinum frá klukkan sex á sunnudagsmorgninum og fram eftir degi. „Við upplýsum flugfélögin nákvæmlega um hver staðan er út frá því veðri sem er yfirvofandi hverju sinni ef útlit er fyrir að það hafi áhrif á starfsemina. Á endanum er það ákvörðun flugfélaganna hvernig þau haga sinni áætlun,“ segir Guðjón. Icelandair ákvað að halda áætlun og lenti átta flugvélum sem voru að koma frá Bandaríkjunum á vellinum snemma í gærmorgun. Farþegar tveggja þeirra komust inn í Leifsstöð en átta hundruð farþegar sex véla sátu fastir mest í næstum tólf tíma vegna veðursins. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem flugsamgöngur raskast út af veðri en Reykjanesbraut lokaðist í desember. Starfshópur innviðaráðherra um úrbætur skilaði af sér í dag en meðal þess sem kemur fram er að Vegagerðinni er nú heimilt að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur og skilgreina á varaleiðir komi til lokunar á Reykjanesbraut. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira
Flugvél Icelandair losnaði af festingu í ofsaveðrinu sem var á Keflavíkurflugvelli í gær og rakst á landgang sem er í umsjón Isavia. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að óvenjulegar aðstæður hafi skapast á vellinum í gær. „Við og Icelandair þurfum að fara yfir hvað olli því nákvæmlega að þetta gerðist. Landgangurinn er töluvert skemmdur og verið að kanna hvort hann sé mögulega ónýtur. Það þarf að skoða hvernig þetta vildi til en vissulega voru aðstæður á vellinum þannig að það var mikil ísing og hálka og rok,“ segir Guðjón. Þá hafi hálkuvarnir hreinlega fokið af. „Í einhverjum tilvikum var vindurinn það mikill að efni sem við settum niður á brautir og stæður fauk út í veður og vind,“ segir Guðjón. Framkvæmdastjóri hjá Icelandair sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að svona atvik hafi komið upp áður. Vængur flugvélarinnar sem rakst í landganginn sé líka skemmdur. Isavia fundaði með rekstraraðilum vegna slæmrar veðurspár Guðjón segir að Isavia hafi fundað með rekstraraðilum strax á laugardagskvöld en þá hafði Veðurstofan gefið út viðvaranir fyrir svæðið. Samkvæmt upplýsingum þaðan var gefin út flaggspá á laugardagskvöldinu fyrir Isavía þar sem spáð var vindhraða yfir fimmtíu hnútum á vellinum frá klukkan sex á sunnudagsmorgninum og fram eftir degi. „Við upplýsum flugfélögin nákvæmlega um hver staðan er út frá því veðri sem er yfirvofandi hverju sinni ef útlit er fyrir að það hafi áhrif á starfsemina. Á endanum er það ákvörðun flugfélaganna hvernig þau haga sinni áætlun,“ segir Guðjón. Icelandair ákvað að halda áætlun og lenti átta flugvélum sem voru að koma frá Bandaríkjunum á vellinum snemma í gærmorgun. Farþegar tveggja þeirra komust inn í Leifsstöð en átta hundruð farþegar sex véla sátu fastir mest í næstum tólf tíma vegna veðursins. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem flugsamgöngur raskast út af veðri en Reykjanesbraut lokaðist í desember. Starfshópur innviðaráðherra um úrbætur skilaði af sér í dag en meðal þess sem kemur fram er að Vegagerðinni er nú heimilt að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur og skilgreina á varaleiðir komi til lokunar á Reykjanesbraut.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira