Hálkuvarnirnar fuku af í óveðrinu, landgangur mögulega ónýtur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2023 20:01 Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að félagið muni fara yfir með flugfélaginu Icelandair hvað olli því að flugvél félagsins losnaði af festingum og lenti á landgangi við Leifsstöð í gær. Vísir Mikið tjón varð þegar flugvél Icelandair rakst á landgang á Keflavíkurflugvelli í gær, landgangurinn er mögulega ónýtur og vængur vélarinnar skemmdur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að atvikið verði rannsakað. Veðurofsinn hafi verið slíkur að hálkuvarnir hafi fokið af vellinum í gær. Flugvél Icelandair losnaði af festingu í ofsaveðrinu sem var á Keflavíkurflugvelli í gær og rakst á landgang sem er í umsjón Isavia. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að óvenjulegar aðstæður hafi skapast á vellinum í gær. „Við og Icelandair þurfum að fara yfir hvað olli því nákvæmlega að þetta gerðist. Landgangurinn er töluvert skemmdur og verið að kanna hvort hann sé mögulega ónýtur. Það þarf að skoða hvernig þetta vildi til en vissulega voru aðstæður á vellinum þannig að það var mikil ísing og hálka og rok,“ segir Guðjón. Þá hafi hálkuvarnir hreinlega fokið af. „Í einhverjum tilvikum var vindurinn það mikill að efni sem við settum niður á brautir og stæður fauk út í veður og vind,“ segir Guðjón. Framkvæmdastjóri hjá Icelandair sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að svona atvik hafi komið upp áður. Vængur flugvélarinnar sem rakst í landganginn sé líka skemmdur. Isavia fundaði með rekstraraðilum vegna slæmrar veðurspár Guðjón segir að Isavia hafi fundað með rekstraraðilum strax á laugardagskvöld en þá hafði Veðurstofan gefið út viðvaranir fyrir svæðið. Samkvæmt upplýsingum þaðan var gefin út flaggspá á laugardagskvöldinu fyrir Isavía þar sem spáð var vindhraða yfir fimmtíu hnútum á vellinum frá klukkan sex á sunnudagsmorgninum og fram eftir degi. „Við upplýsum flugfélögin nákvæmlega um hver staðan er út frá því veðri sem er yfirvofandi hverju sinni ef útlit er fyrir að það hafi áhrif á starfsemina. Á endanum er það ákvörðun flugfélaganna hvernig þau haga sinni áætlun,“ segir Guðjón. Icelandair ákvað að halda áætlun og lenti átta flugvélum sem voru að koma frá Bandaríkjunum á vellinum snemma í gærmorgun. Farþegar tveggja þeirra komust inn í Leifsstöð en átta hundruð farþegar sex véla sátu fastir mest í næstum tólf tíma vegna veðursins. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem flugsamgöngur raskast út af veðri en Reykjanesbraut lokaðist í desember. Starfshópur innviðaráðherra um úrbætur skilaði af sér í dag en meðal þess sem kemur fram er að Vegagerðinni er nú heimilt að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur og skilgreina á varaleiðir komi til lokunar á Reykjanesbraut. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Flugvél Icelandair losnaði af festingu í ofsaveðrinu sem var á Keflavíkurflugvelli í gær og rakst á landgang sem er í umsjón Isavia. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að óvenjulegar aðstæður hafi skapast á vellinum í gær. „Við og Icelandair þurfum að fara yfir hvað olli því nákvæmlega að þetta gerðist. Landgangurinn er töluvert skemmdur og verið að kanna hvort hann sé mögulega ónýtur. Það þarf að skoða hvernig þetta vildi til en vissulega voru aðstæður á vellinum þannig að það var mikil ísing og hálka og rok,“ segir Guðjón. Þá hafi hálkuvarnir hreinlega fokið af. „Í einhverjum tilvikum var vindurinn það mikill að efni sem við settum niður á brautir og stæður fauk út í veður og vind,“ segir Guðjón. Framkvæmdastjóri hjá Icelandair sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að svona atvik hafi komið upp áður. Vængur flugvélarinnar sem rakst í landganginn sé líka skemmdur. Isavia fundaði með rekstraraðilum vegna slæmrar veðurspár Guðjón segir að Isavia hafi fundað með rekstraraðilum strax á laugardagskvöld en þá hafði Veðurstofan gefið út viðvaranir fyrir svæðið. Samkvæmt upplýsingum þaðan var gefin út flaggspá á laugardagskvöldinu fyrir Isavía þar sem spáð var vindhraða yfir fimmtíu hnútum á vellinum frá klukkan sex á sunnudagsmorgninum og fram eftir degi. „Við upplýsum flugfélögin nákvæmlega um hver staðan er út frá því veðri sem er yfirvofandi hverju sinni ef útlit er fyrir að það hafi áhrif á starfsemina. Á endanum er það ákvörðun flugfélaganna hvernig þau haga sinni áætlun,“ segir Guðjón. Icelandair ákvað að halda áætlun og lenti átta flugvélum sem voru að koma frá Bandaríkjunum á vellinum snemma í gærmorgun. Farþegar tveggja þeirra komust inn í Leifsstöð en átta hundruð farþegar sex véla sátu fastir mest í næstum tólf tíma vegna veðursins. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem flugsamgöngur raskast út af veðri en Reykjanesbraut lokaðist í desember. Starfshópur innviðaráðherra um úrbætur skilaði af sér í dag en meðal þess sem kemur fram er að Vegagerðinni er nú heimilt að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur og skilgreina á varaleiðir komi til lokunar á Reykjanesbraut.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira