Sextíu ára fangelsi fyrir að kúga og misnota vini dóttur sinnar í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2023 10:50 Teiknuð mynd af Lawrence Ray og lögmönnum hans í dómsal í Manhattan í gær. AP/Elizabeth Williams Maður sem flutti inn á heimavist dóttur sinnar og níddist kynferðislega á vinum hennar í nærri því tíu ár hefur verið dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Lawrence Ray, sem er 63 ára gamall, misnotaði vini og vinkonur dóttur sinnar í Sarah Lawrence háskólanum í New York í áratug og var sakaður um að stýra kynlífssértrúarsöfnuði. Hann braut ungar konur niður, kúgaði þær og þvingaði minnst eina þeirra til vændis. Dómarinn Lewis J. Liman lýsti Ray í gær sem „illum snillingi“ og sagði hann hafa níðst á þessu unga fólki. Hann hafi barið þau, pyntað og svelt þau, auk þess sem hann hafi brotið á þeim kynferðislega og þau hafi í kjölfarið talið sig einskis virði. Málið rataði fyrst á borð saksóknara eftir birtingu umfangsmikillar greinar í New York Magazine árið 2019. Þar kom fram að Ray hefði verið sleppt úr fangelsi árið 2010 og að hann hefði í kjölfarið flutt inn á heimavist dóttur hans, sem var ekki á lóð Sarah Lawrence. Í áðurnefndri grein segir að Ray hafi heillað ungmennin með sögum af ævi sinni og meintum störfum sínum fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann sannfærði vinahópinn um að hann gæti hjálpað þeim að ná betri tökum á lífinu og veitti þeim reglulega ráðgjöf, eins og einhvers konar sálfræðingur. Innan skamms var hann farinn að stýra lífi þessa unga fólks. Hann einangraði þau frá vinum þeirra, foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum og þvingaði hann mörg þeirra til að játa á sig glæpi sem þau höfði ekki framið. Þær játningar notaði hann til að kúga þau. Lawrence Ray var dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Hann er 63 ára gamall.AP Á sér undarlega og merkilega sögu Eins og farið er yfir í greininni hér að neðan er Ray sagður eiga sér nokkuð merkilega sögu. Hann mun meðal annars hafa tengsl við mafíósa í New York, háttsetta löggæslumenn og hershöfðingja og hafa eitt sinn komið á fundi milli Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra New York, og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að hann hafi unnið fyrir bandaríska leyniþjónustu og komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Samkvæmt umfjöllun New York Times um Ray er eitthvað til í þeim yfirlýsingum hans. Segjast enn þjást vegna misnotkunarinnar Við dómsuppkvaðninguna í gær var lesin upp yfirlýsing frá konunni sem Ray þvingaði til vændis. Í henni sagðist konan enn þjást vegna þess sem hún hefði gengið í gegnum vegna Ray. Hann hefði þvingað þau til að halda á illsku hans og í hvert sinn sem þau hafi reynt að leggja hana frá sér hafi hann brotið þau niður. Þessi kona sagði í vitnispurði við réttarhöldin gegn Ray að yfir fjögurra ára tímabil hefði hún gefið honum um tvær og hálfa milljón dala í bætur sem hann þvingaði hana til að greiða eftir að hann sannfærði hana um að hún hefði eitrað fyrir honum. Maður sem var eitt af fórnarlömbum hans sagði Ray hafa lagt líf sitt í rúst og að hann hefði oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Enn eitt fórnarlamb hans sagðist óttast að Ray tækist að valda sér skaða úr fangelsi. Heldur fram sakleysi sínu Í dómsal í gær sagði lögmaður Ray að hann héldi enn fram sakleysi sínu og væri enn sannfærður um að fórnarlömb hans hefðu eitrað fyrir honum. Ray lýsti ekki yfir nokkurskonar iðrun heldur kvartaði yfir þeim aðstæðum sem hann byggi við í fangelsi. Liman, dómarinn, sagði Ray vera illan og ítrekaði að fangelsisdómur hans yrði til þess að hann gæti ekki valdið öðrum skaða. Bandaríkin Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Hann braut ungar konur niður, kúgaði þær og þvingaði minnst eina þeirra til vændis. Dómarinn Lewis J. Liman lýsti Ray í gær sem „illum snillingi“ og sagði hann hafa níðst á þessu unga fólki. Hann hafi barið þau, pyntað og svelt þau, auk þess sem hann hafi brotið á þeim kynferðislega og þau hafi í kjölfarið talið sig einskis virði. Málið rataði fyrst á borð saksóknara eftir birtingu umfangsmikillar greinar í New York Magazine árið 2019. Þar kom fram að Ray hefði verið sleppt úr fangelsi árið 2010 og að hann hefði í kjölfarið flutt inn á heimavist dóttur hans, sem var ekki á lóð Sarah Lawrence. Í áðurnefndri grein segir að Ray hafi heillað ungmennin með sögum af ævi sinni og meintum störfum sínum fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann sannfærði vinahópinn um að hann gæti hjálpað þeim að ná betri tökum á lífinu og veitti þeim reglulega ráðgjöf, eins og einhvers konar sálfræðingur. Innan skamms var hann farinn að stýra lífi þessa unga fólks. Hann einangraði þau frá vinum þeirra, foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum og þvingaði hann mörg þeirra til að játa á sig glæpi sem þau höfði ekki framið. Þær játningar notaði hann til að kúga þau. Lawrence Ray var dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Hann er 63 ára gamall.AP Á sér undarlega og merkilega sögu Eins og farið er yfir í greininni hér að neðan er Ray sagður eiga sér nokkuð merkilega sögu. Hann mun meðal annars hafa tengsl við mafíósa í New York, háttsetta löggæslumenn og hershöfðingja og hafa eitt sinn komið á fundi milli Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra New York, og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að hann hafi unnið fyrir bandaríska leyniþjónustu og komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Samkvæmt umfjöllun New York Times um Ray er eitthvað til í þeim yfirlýsingum hans. Segjast enn þjást vegna misnotkunarinnar Við dómsuppkvaðninguna í gær var lesin upp yfirlýsing frá konunni sem Ray þvingaði til vændis. Í henni sagðist konan enn þjást vegna þess sem hún hefði gengið í gegnum vegna Ray. Hann hefði þvingað þau til að halda á illsku hans og í hvert sinn sem þau hafi reynt að leggja hana frá sér hafi hann brotið þau niður. Þessi kona sagði í vitnispurði við réttarhöldin gegn Ray að yfir fjögurra ára tímabil hefði hún gefið honum um tvær og hálfa milljón dala í bætur sem hann þvingaði hana til að greiða eftir að hann sannfærði hana um að hún hefði eitrað fyrir honum. Maður sem var eitt af fórnarlömbum hans sagði Ray hafa lagt líf sitt í rúst og að hann hefði oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Enn eitt fórnarlamb hans sagðist óttast að Ray tækist að valda sér skaða úr fangelsi. Heldur fram sakleysi sínu Í dómsal í gær sagði lögmaður Ray að hann héldi enn fram sakleysi sínu og væri enn sannfærður um að fórnarlömb hans hefðu eitrað fyrir honum. Ray lýsti ekki yfir nokkurskonar iðrun heldur kvartaði yfir þeim aðstæðum sem hann byggi við í fangelsi. Liman, dómarinn, sagði Ray vera illan og ítrekaði að fangelsisdómur hans yrði til þess að hann gæti ekki valdið öðrum skaða.
Bandaríkin Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira