Samþykki byggingaráforma vegna knatthúss Hauka fellt úr gildi Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2023 07:01 Áform Hauka um byggingu knatthúss á Ásvöllum virðast í hættu. Hart hefur verið tekist á um knatthúsið í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt ákvörðun byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarkaupstaðar um samþykki byggingaráforma að Ásvöllum 1. Til stóð að reisa knatthús Hauka á lóðinni. Oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði segir málið til marks um lélega stjórnsýsluhætti í bænum. Nefndin fjallaði í dag um kærur eigenda lóða í nágrenni Ásvalla 1 og Ásvalla 3-5. Eigendurnir kærðu öll áform og kæranlegar ákvarðanir sem tengist byggingu knatthúss, bílastæða, fjögurra æfingavalla og tengdra framkvæmda upp við mörk friðlands Ástjarnar í Hafnarfirði. Þá var gerð krafa um ógildingu framkvæmda- og byggingarleyfa á lóðinni Ásvellir 3–5. Þar stendur til að reisa íbúðarhús. Tekist á um aðild að málinu Í úrskurði nefndarinnar segir að eigendur lóðanna í kringum Ásvelli hafi ekki haft lögvarða hagsmuni af því að ákvarðanir sem varða Ásvelli 3-5 yrðu felldar úr gildi og því var kæru vegna þessa vísað frá nefndinni. Á hinn bóginn taldi nefndin að ekki væri unnt að útiloka grenndaráhrif gagnvart sumum kærenda vegna byggingar knatthúss að Ásvöllum 1 enda sé þar um að ræða stórt mannvirki sem verði áberandi í byggðinni, en áætlað sé að það verði um 12.000 fermetrar að flatarmáli og 23,8 metrar á hæð. Nefndin mat það svo að grenndaráhrif útsýnisbreytinga vegna knatthússins séu ekki með þeim hætti að þau geti varðað hagsmuni eigenda að Erluási 1 og Blikaási 6 umfram aðra og var kröfu þeirra því vísað frá nefndinni. Á hinn bóginn væri ekki unnt að útiloka að grenndaráhrif hins umdeilda knatthúss verði slík að varðað geti í verulegu hagsmuni eigenda að Blikaási 4 og 9 og var þeim því játuð kæruaðild í málinu. Framkvæmdir þegar hafnar Í úrskurðinum segir að nefndinni sé kunnugt um að framkvæmdir séu hafnar við jarðvinnu að Ásvöllum 1 vegna knatthússins en hafi ekki fengið upplýsingar frá Hafnarfjarðarkaupstað um hvort gefið hafi verið út leyfi til þeirra framkvæmda sérstaklega. Þá segir að Ástjörn og svæði í kringum hana njóti friðlýsingar og því beri að leita umsagnar Umhverfisstofnunar áður en leyfi er veitt fyrir starfsemi eða framkvæmdum, sem leyfisskyldar séu samkvæmt öðrum lögum. Með vísan til álits Skipulagsnefndar um fyrirhugaðar framkvæmdir, sér í lagi hvað varðar áhrif þeirra á fuglalíf á svæðinu, taldi nefndin nægileg rök framkomin til að álíta að framkvæmdin geti haft áhrif á verndargildi hins friðlýsta svæðis við Ástjörn þannig að skylt sé að taka tillit til hennar og um leið leita lögskyldrar umsagnar Umhverfisstofnunar áður en leyfi væri veitt samkvæmt lögum um náttúruvernd. Leituðu umsagnarinnar of seint Í úrskurði nefndarinnar segir að fyrir hana hafi verið lögð samskipti milli Hafnarfjarðarbæjar og Umhverfisstofnunar. Af þeim yrði ráðið að þann 10. október árið 2022 hafi Umhverfisstofnun vakið athygli bæjaryfirvalda á skyldu til þess að afla umsagnar um hina kærðu framkvæmd áður en bæði framkvæmda- og byggingarleyfi væru veitt fyrir henni. Af hálfu bæjarins hafi verið bent á fyrri aðkomu stofnunarinnar, það er við matsferli framkvæmdar sem og að grein yrði gerð, við ákvörðun um leyfisveitingar, fyrir afstöðu bæjarins gagnvart áliti Skipulagsstofnunar og umhverfismatsskýrslu. Þetta hafi leitt þetta til frekari samskipta og Hafnarfjarðarkaupstaður hafi óskað eftir umsögn Umhverfisstofnunar þann 5. desember árið 2022. „Fyrir liggur að umsagnar Umhverfisstofnunar skv. 54. gr. laga um náttúruvernd var ekki leitað fyrr en 5. desember 2022, en hin kærða ákvörðun um samþykki byggingaráforma að Ásvöllum 1 er frá 23. nóvember s.á. Verður að telja þetta verulegan annmarka við meðferð málsins,“ segir í úrskurðinum. Þá segir að réttaráhrif slíks annmarka eftir atvikum jafnað til þess að lögbundinnar umsagnar hafi ekki verið aflað, enda hafi hún þá engin réttaráhrif haft á úrlausn máls. Með vísan til framangreinds taldi nefndin að ákvörðun um samþykki byggingaráforma knatthúss að Ásvöllum 1 hafi verið haldin slíkum annmörkum að fella verði hana úr gildi. „Fyrir neðan allar hellur“ Davíð Arnar Stefánsson, sem leiddi lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir úrskurð nefndarinnar til marks um lélega stjórnsýsluhætti í Hafnarfirði. Hann hefur lengi gagnrýnt fyrirhugaðar framkvæmdir við Ástjörn. „Þetta er fyrir neðan allar hellur, ekki síst fyrir þær sakir að framkvæmdir eru þegar hafnar áður, áður en viðeigandi ferli er lokið, sem sagt kærufrestur, sem er auðvitað óboðlegt fyrir svo stóra framkvæmd og svo nærri mikilvægu náttúruverndarsvæði,“ segir hann í samtali við Vísi. Haukar Hafnarfjörður Fótbolti Skipulag Umhverfismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir FH-ingar furða sig á rándýru Haukahúsi Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar eða FH, hefur sent bæjarfulltrúum í Hafnarfirði opið bréf þar sem hann gagnrýnir harðlega fyrirætlanir um byggingu nýs knatthúss á Ásvöllum, til handa Haukum. Hann segir framkvæmdina mun dýrari en þörf sé á og með henni sé verið að kasta háum fjárhæðum „út um gluggann.“ 8. september 2022 07:01 Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30 Samið um knatthús Hauka en Samfylkingin hringir viðvaranabjöllum Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að ganga til samninga við lægstbjóðandi vegna byggingar knatthús fyrir Hauka. Samfylkingin lagði fram tillögu um að fresta samningagerð um tvo mánuði og skoða málið betur. 20. október 2022 14:18 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Nefndin fjallaði í dag um kærur eigenda lóða í nágrenni Ásvalla 1 og Ásvalla 3-5. Eigendurnir kærðu öll áform og kæranlegar ákvarðanir sem tengist byggingu knatthúss, bílastæða, fjögurra æfingavalla og tengdra framkvæmda upp við mörk friðlands Ástjarnar í Hafnarfirði. Þá var gerð krafa um ógildingu framkvæmda- og byggingarleyfa á lóðinni Ásvellir 3–5. Þar stendur til að reisa íbúðarhús. Tekist á um aðild að málinu Í úrskurði nefndarinnar segir að eigendur lóðanna í kringum Ásvelli hafi ekki haft lögvarða hagsmuni af því að ákvarðanir sem varða Ásvelli 3-5 yrðu felldar úr gildi og því var kæru vegna þessa vísað frá nefndinni. Á hinn bóginn taldi nefndin að ekki væri unnt að útiloka grenndaráhrif gagnvart sumum kærenda vegna byggingar knatthúss að Ásvöllum 1 enda sé þar um að ræða stórt mannvirki sem verði áberandi í byggðinni, en áætlað sé að það verði um 12.000 fermetrar að flatarmáli og 23,8 metrar á hæð. Nefndin mat það svo að grenndaráhrif útsýnisbreytinga vegna knatthússins séu ekki með þeim hætti að þau geti varðað hagsmuni eigenda að Erluási 1 og Blikaási 6 umfram aðra og var kröfu þeirra því vísað frá nefndinni. Á hinn bóginn væri ekki unnt að útiloka að grenndaráhrif hins umdeilda knatthúss verði slík að varðað geti í verulegu hagsmuni eigenda að Blikaási 4 og 9 og var þeim því játuð kæruaðild í málinu. Framkvæmdir þegar hafnar Í úrskurðinum segir að nefndinni sé kunnugt um að framkvæmdir séu hafnar við jarðvinnu að Ásvöllum 1 vegna knatthússins en hafi ekki fengið upplýsingar frá Hafnarfjarðarkaupstað um hvort gefið hafi verið út leyfi til þeirra framkvæmda sérstaklega. Þá segir að Ástjörn og svæði í kringum hana njóti friðlýsingar og því beri að leita umsagnar Umhverfisstofnunar áður en leyfi er veitt fyrir starfsemi eða framkvæmdum, sem leyfisskyldar séu samkvæmt öðrum lögum. Með vísan til álits Skipulagsnefndar um fyrirhugaðar framkvæmdir, sér í lagi hvað varðar áhrif þeirra á fuglalíf á svæðinu, taldi nefndin nægileg rök framkomin til að álíta að framkvæmdin geti haft áhrif á verndargildi hins friðlýsta svæðis við Ástjörn þannig að skylt sé að taka tillit til hennar og um leið leita lögskyldrar umsagnar Umhverfisstofnunar áður en leyfi væri veitt samkvæmt lögum um náttúruvernd. Leituðu umsagnarinnar of seint Í úrskurði nefndarinnar segir að fyrir hana hafi verið lögð samskipti milli Hafnarfjarðarbæjar og Umhverfisstofnunar. Af þeim yrði ráðið að þann 10. október árið 2022 hafi Umhverfisstofnun vakið athygli bæjaryfirvalda á skyldu til þess að afla umsagnar um hina kærðu framkvæmd áður en bæði framkvæmda- og byggingarleyfi væru veitt fyrir henni. Af hálfu bæjarins hafi verið bent á fyrri aðkomu stofnunarinnar, það er við matsferli framkvæmdar sem og að grein yrði gerð, við ákvörðun um leyfisveitingar, fyrir afstöðu bæjarins gagnvart áliti Skipulagsstofnunar og umhverfismatsskýrslu. Þetta hafi leitt þetta til frekari samskipta og Hafnarfjarðarkaupstaður hafi óskað eftir umsögn Umhverfisstofnunar þann 5. desember árið 2022. „Fyrir liggur að umsagnar Umhverfisstofnunar skv. 54. gr. laga um náttúruvernd var ekki leitað fyrr en 5. desember 2022, en hin kærða ákvörðun um samþykki byggingaráforma að Ásvöllum 1 er frá 23. nóvember s.á. Verður að telja þetta verulegan annmarka við meðferð málsins,“ segir í úrskurðinum. Þá segir að réttaráhrif slíks annmarka eftir atvikum jafnað til þess að lögbundinnar umsagnar hafi ekki verið aflað, enda hafi hún þá engin réttaráhrif haft á úrlausn máls. Með vísan til framangreinds taldi nefndin að ákvörðun um samþykki byggingaráforma knatthúss að Ásvöllum 1 hafi verið haldin slíkum annmörkum að fella verði hana úr gildi. „Fyrir neðan allar hellur“ Davíð Arnar Stefánsson, sem leiddi lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir úrskurð nefndarinnar til marks um lélega stjórnsýsluhætti í Hafnarfirði. Hann hefur lengi gagnrýnt fyrirhugaðar framkvæmdir við Ástjörn. „Þetta er fyrir neðan allar hellur, ekki síst fyrir þær sakir að framkvæmdir eru þegar hafnar áður, áður en viðeigandi ferli er lokið, sem sagt kærufrestur, sem er auðvitað óboðlegt fyrir svo stóra framkvæmd og svo nærri mikilvægu náttúruverndarsvæði,“ segir hann í samtali við Vísi.
Haukar Hafnarfjörður Fótbolti Skipulag Umhverfismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir FH-ingar furða sig á rándýru Haukahúsi Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar eða FH, hefur sent bæjarfulltrúum í Hafnarfirði opið bréf þar sem hann gagnrýnir harðlega fyrirætlanir um byggingu nýs knatthúss á Ásvöllum, til handa Haukum. Hann segir framkvæmdina mun dýrari en þörf sé á og með henni sé verið að kasta háum fjárhæðum „út um gluggann.“ 8. september 2022 07:01 Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30 Samið um knatthús Hauka en Samfylkingin hringir viðvaranabjöllum Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að ganga til samninga við lægstbjóðandi vegna byggingar knatthús fyrir Hauka. Samfylkingin lagði fram tillögu um að fresta samningagerð um tvo mánuði og skoða málið betur. 20. október 2022 14:18 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
FH-ingar furða sig á rándýru Haukahúsi Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar eða FH, hefur sent bæjarfulltrúum í Hafnarfirði opið bréf þar sem hann gagnrýnir harðlega fyrirætlanir um byggingu nýs knatthúss á Ásvöllum, til handa Haukum. Hann segir framkvæmdina mun dýrari en þörf sé á og með henni sé verið að kasta háum fjárhæðum „út um gluggann.“ 8. september 2022 07:01
Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30
Samið um knatthús Hauka en Samfylkingin hringir viðvaranabjöllum Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að ganga til samninga við lægstbjóðandi vegna byggingar knatthús fyrir Hauka. Samfylkingin lagði fram tillögu um að fresta samningagerð um tvo mánuði og skoða málið betur. 20. október 2022 14:18