„Ég er með ævintýri til að segja frá“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2023 17:36 Björgunarsveitir létu þau sem sátu föst síga niður. Vísir/Andrew Davies Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila. Það brast skyndilega á með miklu hvassviðri í Hlíðarfjalli um dag sem hafði þær afleiðingar að Fjarkinn, önnur stólalyfta svæðisins, réði ekki við vindinn. „Við bara köllum út viðbragðsaðila og förum að vinna í það að fara í neyðarkeyrslu með lyftuna og sjá hvernig það gengur. Vírinn fer út af lyftunni og þá er ákveðið að tæma lyftu,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Björgunarsveitarmenn í Hlíðarfjalli síðdegis í dag.Vísir/Tryggvi Páll Þá voru björgunarsveitir kallaðar út samkvæmt viðbragsáætlun. 21 skíðakappi sat fastur í stólunum. Þar á meðal var ástralski ferðamaðurinn Andrew Davies, sem er á ferð um Ísland með syni sínum. Þeim varð ekki meint af því að sitja fastir. „Allan tímann sem við erum þarna erum við þétt við hvort annað, reyna að halda hita á okkur. Við erum heppin í dag því að hitastigið var ekki svo lítið, jafn vel þótt vindurinn hafi verið mikill. Það var vindkæling en það var ekki svo slæmt, þannig að okkur leið ekkert svo illa,“ segir Andrew í samtali við fréttastofu. Andrew Davies og sonur hans, fastir í Fjarkanum.Vísir/ Andrew Davies Hann reiknar með að hafa verið fastur í á þriðja tíma, en hafði þó ekki miklar áhyggjur. „Við sáum að það var nóg af fólki á leið upp og niður á snjósleðum svo að við sáum að það var eitthvað að gerast, þannig að okkur leið ekki eins og við værum ein. Ég ætla ekki að segja að við höfum ekki litið niður og hugsað hvort ég gæti dottið niður, myndi ég lifa það af? Ég hugsaði í versta falli myndi ég fótbrotna en verri hlutir en það geta gerst,“ sagði hann. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað útVísir/Andrew Davies Björgunaraðgerðir gengu vel en strandaglóparnir voru látnir síga niður. Engum varð meint af. „Það var enginn sem hlaut skaða af, enginn sem þurfti áfallahjálp. Það var einn sem að var orðinn kaldur en ég held að allir hafi braggast vel,“ segir Brynjar Helgi. Sjálfur segist Andrew vera kominn með góða sögu til að segja þegar hann kemur heim „Ég er með ævintýri til að segja frá. Ég er með nokkrar myndir til að sýna fjölskyldunni minni þegar ég kem heim.“ Veður Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Það brast skyndilega á með miklu hvassviðri í Hlíðarfjalli um dag sem hafði þær afleiðingar að Fjarkinn, önnur stólalyfta svæðisins, réði ekki við vindinn. „Við bara köllum út viðbragðsaðila og förum að vinna í það að fara í neyðarkeyrslu með lyftuna og sjá hvernig það gengur. Vírinn fer út af lyftunni og þá er ákveðið að tæma lyftu,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Björgunarsveitarmenn í Hlíðarfjalli síðdegis í dag.Vísir/Tryggvi Páll Þá voru björgunarsveitir kallaðar út samkvæmt viðbragsáætlun. 21 skíðakappi sat fastur í stólunum. Þar á meðal var ástralski ferðamaðurinn Andrew Davies, sem er á ferð um Ísland með syni sínum. Þeim varð ekki meint af því að sitja fastir. „Allan tímann sem við erum þarna erum við þétt við hvort annað, reyna að halda hita á okkur. Við erum heppin í dag því að hitastigið var ekki svo lítið, jafn vel þótt vindurinn hafi verið mikill. Það var vindkæling en það var ekki svo slæmt, þannig að okkur leið ekkert svo illa,“ segir Andrew í samtali við fréttastofu. Andrew Davies og sonur hans, fastir í Fjarkanum.Vísir/ Andrew Davies Hann reiknar með að hafa verið fastur í á þriðja tíma, en hafði þó ekki miklar áhyggjur. „Við sáum að það var nóg af fólki á leið upp og niður á snjósleðum svo að við sáum að það var eitthvað að gerast, þannig að okkur leið ekki eins og við værum ein. Ég ætla ekki að segja að við höfum ekki litið niður og hugsað hvort ég gæti dottið niður, myndi ég lifa það af? Ég hugsaði í versta falli myndi ég fótbrotna en verri hlutir en það geta gerst,“ sagði hann. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað útVísir/Andrew Davies Björgunaraðgerðir gengu vel en strandaglóparnir voru látnir síga niður. Engum varð meint af. „Það var enginn sem hlaut skaða af, enginn sem þurfti áfallahjálp. Það var einn sem að var orðinn kaldur en ég held að allir hafi braggast vel,“ segir Brynjar Helgi. Sjálfur segist Andrew vera kominn með góða sögu til að segja þegar hann kemur heim „Ég er með ævintýri til að segja frá. Ég er með nokkrar myndir til að sýna fjölskyldunni minni þegar ég kem heim.“
Veður Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira