Erlent

Mót­mæla­réttur Breta í húfi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sunak segir mótmæli fárra trufla almenning.
Sunak segir mótmæli fárra trufla almenning. Getty/WPA Pool

Breskir mótmælendur eru uggandi yfir nýrri löggjöf um mótmæli sem er til umræðu hjá þinginu. Yrði frumvarpið og lagfæringar þess að lögum myndi það hefta verulega leiðir sem hafa verið notaðar af hagsmunasamtökum til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis.

Lagafrumvarpið sem átt er við er nefnt „Public Order Bill“ eða „allsherjarreglufrumvarpið“ og virðist hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá þinginu.

Verði frumvarpið að lögum verður til dæmis bannað að festa sig með einum eða öðrum hætti við staði eða byggingar og mögulega yrðu þau sem eru þekkt fyrir að mótmæla neydd til þess að bera einhverskonar staðsetningartæki.

CNN hefur í umfjöllun sinni eftir Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta þar sem hann segir ekki hægt að leyfa „litlum minnihluta að trufla líf hins venjulega almennings. Það er ekki boðlegt og við ætlum að binda enda á það.“

Þá er möguleiki á að lögreglu yrði veitt heimild til þess að stöðva mótmæli án þess að nokkurs konar óeirðir hafi hafist vegna þeirra.

Lagabreytingin myndi með ofangreindu hæfa samtök eins og Black Lives Matter, Extinction Rebellion og Just Stop Oil, beint í hjartastað.

Þá hefur CNN eftir yfirlögregluþjóni Lundúnalögreglunnar að lögreglan hafi ekki óskað eftir þessum auknu valdheimildum við stjórnvöld.

Þá bendir stjórnandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch á að lögreglan hafi nægar valdheimildir til þess að stöðva þau mótmæli sem þörf sé á að stöðva. Möguleiki sé á því að stjórnvöld yrðu kærð fyrir mannréttindabrot færi lagabreytingin í gegn. Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur og að stjórnvöld séu að „eyða tíma í að stöðva ágreining.“

Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur grunnþáttur lýðræðisríkja.


Tengdar fréttir

Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar

Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino.

Tækluð vegna um­hverfis­gjörnings

Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×