„Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. janúar 2023 19:04 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga barnalega hvað orkumál varðar. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga vera barnalega þegar kemur að öryggismálum. Þá sé þjóðin ekki tilbúin fyrir áföll framtíðarinnar. Guðlaugur Þór ræddi rafmagnsleysi á Reykjanesi og orkumál í Reykjavík síðdegis. „Bara svona í hreinskilni þegar kemur að öryggismálum hvort sem það eru þjóðaröryggismál eða orkuöryggi að þá erum við Íslendingar svolítil börn og verðum að taka þetta af meiri festu en við höfum gert áður,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að ekki eigi að þurfa rafmagnsleysi til þess að hugað sé að þessum málefnum. Hann segir mikla pólitíska samstöðu ríkja um framtíðarsýn í orkumálum, að Íslendingar væri sjálfir sér nógir um orku. „Það þýðir það að þegar hræðilegir hlutir gerast eins og í Evrópu þegar Rússar ráðast inn í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir orkuver, þá finnum við mjög lítið fyrir því. Við viljum ganga skrefinu lengra og vera með íslenska, sjálfbæra og endurnýjanlega orku á öllum okkar farartækjum og því sem við notum jarðefnaeldsneyti í núna,“ segir Guðlaugur. Þó sé til lítils að ætla sér þetta ef ekki er tryggt að orkan sé fáanleg ef eitthvað kemur upp á. Íslendingar þurfi að gera betur í því að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Þá segir Guðlaugur hljóð og mynd ekki fara saman. Íslendingum þyki sjálfsagt að geta gengið að eigin orku en séum ekki búin að undirbúa okkur undir áföll framtíðarinnar. Græn orka nauðsynleg Aðspurður hvort honum þyki rafmagns- og heita vatnsleysið sem kom upp á Reykjanesi varða þjóðaröryggi svarar ráðherra því játandi. Hann segir það einnig eiga við um önnur svæði á landinu. „Við þurfum að gefa þessu miklu meiri gaum og taka þetta af miklu meiri festu. Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál,“ segir Guðlaugur og svarar því jafnframt að til þess að lagfæra stöðuna þurfi að sjá til þess að á Íslandi sé græn orka. Hann segir nauðsynlegt að sjá til þess að ef eitthvað komi upp á þurfi einhver varaskeifa að vera til staðar til þess að taka við keyrslu á raforku. „Við erum með byggðarlínu sem við byggjum allt á, hún er hálfrar aldar gömul og hefur nýst okkur mjög vel. Það liggur alveg fyrir að hún komi til ára sinna og við þurfum að taka mið af því,“ segir Guðlaugur en öll svæði skipti máli. Plan B þurfi alltaf að vera til staðar. Eðlilegt að deila en niðurstaða nauðsynleg Hann segir eðlilegt að fólk deili um leiðir sem fara skuli við lagningu nýrra rafmagnslína en ekki sé hægt að fresta hlutunum endalaust. Nauðsynlegt sé að komast að niðurstöðu. „Niðurstaðan er alltaf sú að fólk sem að hefur hagsmuna að gæta, býr á svæðunum og annað þau þurfa að tala sig saman að niðurstöðu. Við getum ekki sparkað dollunni niður götuna endalaust,“ segir Guðlaugur. Hann segir mál gærdagsins hafa varpað ljósi á það sem skeður þegar rafmagnsleysi verður en afleiðingarnar verði alltaf meiri eftir því sem gengið er lengra í orkuskiptum. „Þeir aðilar sem að málunum koma, við þurfum bara að setjast niður og klára þetta verk,“ segir Guðlaugur. Viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Umhverfismál Orkumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Guðlaugur Þór ræddi rafmagnsleysi á Reykjanesi og orkumál í Reykjavík síðdegis. „Bara svona í hreinskilni þegar kemur að öryggismálum hvort sem það eru þjóðaröryggismál eða orkuöryggi að þá erum við Íslendingar svolítil börn og verðum að taka þetta af meiri festu en við höfum gert áður,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að ekki eigi að þurfa rafmagnsleysi til þess að hugað sé að þessum málefnum. Hann segir mikla pólitíska samstöðu ríkja um framtíðarsýn í orkumálum, að Íslendingar væri sjálfir sér nógir um orku. „Það þýðir það að þegar hræðilegir hlutir gerast eins og í Evrópu þegar Rússar ráðast inn í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir orkuver, þá finnum við mjög lítið fyrir því. Við viljum ganga skrefinu lengra og vera með íslenska, sjálfbæra og endurnýjanlega orku á öllum okkar farartækjum og því sem við notum jarðefnaeldsneyti í núna,“ segir Guðlaugur. Þó sé til lítils að ætla sér þetta ef ekki er tryggt að orkan sé fáanleg ef eitthvað kemur upp á. Íslendingar þurfi að gera betur í því að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Þá segir Guðlaugur hljóð og mynd ekki fara saman. Íslendingum þyki sjálfsagt að geta gengið að eigin orku en séum ekki búin að undirbúa okkur undir áföll framtíðarinnar. Græn orka nauðsynleg Aðspurður hvort honum þyki rafmagns- og heita vatnsleysið sem kom upp á Reykjanesi varða þjóðaröryggi svarar ráðherra því játandi. Hann segir það einnig eiga við um önnur svæði á landinu. „Við þurfum að gefa þessu miklu meiri gaum og taka þetta af miklu meiri festu. Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál,“ segir Guðlaugur og svarar því jafnframt að til þess að lagfæra stöðuna þurfi að sjá til þess að á Íslandi sé græn orka. Hann segir nauðsynlegt að sjá til þess að ef eitthvað komi upp á þurfi einhver varaskeifa að vera til staðar til þess að taka við keyrslu á raforku. „Við erum með byggðarlínu sem við byggjum allt á, hún er hálfrar aldar gömul og hefur nýst okkur mjög vel. Það liggur alveg fyrir að hún komi til ára sinna og við þurfum að taka mið af því,“ segir Guðlaugur en öll svæði skipti máli. Plan B þurfi alltaf að vera til staðar. Eðlilegt að deila en niðurstaða nauðsynleg Hann segir eðlilegt að fólk deili um leiðir sem fara skuli við lagningu nýrra rafmagnslína en ekki sé hægt að fresta hlutunum endalaust. Nauðsynlegt sé að komast að niðurstöðu. „Niðurstaðan er alltaf sú að fólk sem að hefur hagsmuna að gæta, býr á svæðunum og annað þau þurfa að tala sig saman að niðurstöðu. Við getum ekki sparkað dollunni niður götuna endalaust,“ segir Guðlaugur. Hann segir mál gærdagsins hafa varpað ljósi á það sem skeður þegar rafmagnsleysi verður en afleiðingarnar verði alltaf meiri eftir því sem gengið er lengra í orkuskiptum. „Þeir aðilar sem að málunum koma, við þurfum bara að setjast niður og klára þetta verk,“ segir Guðlaugur. Viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni má hlusta á hér að ofan.
Umhverfismál Orkumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira