Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2023 12:00 Þórshöfn á Langanesi fékk sinn fyrsta loðnufarm í gær úr grænlensku skipi. Uppsjávarvinnslan er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Vilhelm Gunnarsson Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. Tasiilaq landaði 300 tonnum á Þórshöfn og var þetta fyrsta loðnan sem barst þangað á þessari vertíð. Fór hluti hennar í frystingu og annað í bræðslu, að sögn Siggeirs Stefánssonar, framleiðslustjóra Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var um hádegisbil við loðnuleit í hánorður af Hraunhafnartanga. Hér má sjá leitarferil skipsins frá því að það lagði úr höfn á miðvikudag í síðustu viku.Hafrannsóknastofnun Polar Ammasak landaði 1.450 tonnum á Norðfirði í gær, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Guðmundi Hallssyni skipstjóra að þeir hefðu aðallega fengið loðnuna 50 til 60 mílur austur af Langanesi í fimm holum. „Við þurftum svolítið að hafa fyrir því að finna loðnuna en síðan fundum við þarna góðan blett sem við vorum á. Þarna var þokkalega mikið að sjá og loðna á 7 til 8 mílna svæði. Það var virkilega mikið líf þarna og mikið af hval,“ segir Guðmundur en loðnan fer til framleiðslu á mjöli og lýsi hjá Síldarvinnslunni. Polar Amaroq, eitt grænlensku skipanna, sem veitt hafa loðnu í íslensku lögsögunni. Myndin var tekin í norðanverðum Faxaflóa fyrir tveimur árum. Algengt er að Íslendingar séu hluti af áhöfn grænlensku skipanna.KMU Polar Ammasak kom með fyrsta loðnufarm ársins til Norðfjarðar þann 10. janúar, um 2.000 tonn, sem veiddist út af Langanesi. Skipið er í eigu grænlensku útgerðarinnar Polar Pelagic, sem einnig gerir út uppsjávarskipið Polar Amaroq. Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni. Ísfélag Vestmannaeyja á sömuleiðis hlut í útgerð Tasiilaq, skipinu sem landaði á Þórshöfn. Fyrir utan þrjá túra fyrir miðjan desember bíða útgerðir íslensku uppsjávarveiðiskipanna enn með að hefja loðnuveiðar. Allra augu beinast að leitarleiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. „Menn bíða bara spenntir eftir loðnuleitinni, eins og alltaf,“ segir Siggeir Stefánsson. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélags Vestmannaeyja.Vilhelm Gunnarsson Sömu sögu segir útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Eyþór Harðarson. Tvö uppsjávarskipa félagsins, Heimaey og Sigurður, voru að koma af kolmunnamiðum sunnan Færeyja með alls 4.500 tonn. Þau munu núna bíða í höfn eftir fregnum af loðnuleitinni, eins og hin tvö uppsjávarskip félagsins, Suðurey og Álsey. Allir vonast eftir því að loðnuleitin skili sér í meiri loðnukvóta. Útgefinn kvóti dugar bara í það sem sjávarútvegsfyrirtækin telja sig þurfa í verðmætustu vinnsluna, hrognavinnslu og frystingu. Þau munu því að óbreyttu bíða átekta þar til hrognafylling loðnunnar fer að aukast. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Langanesbyggð Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Vísindi Grænland Tengdar fréttir Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Tasiilaq landaði 300 tonnum á Þórshöfn og var þetta fyrsta loðnan sem barst þangað á þessari vertíð. Fór hluti hennar í frystingu og annað í bræðslu, að sögn Siggeirs Stefánssonar, framleiðslustjóra Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var um hádegisbil við loðnuleit í hánorður af Hraunhafnartanga. Hér má sjá leitarferil skipsins frá því að það lagði úr höfn á miðvikudag í síðustu viku.Hafrannsóknastofnun Polar Ammasak landaði 1.450 tonnum á Norðfirði í gær, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Guðmundi Hallssyni skipstjóra að þeir hefðu aðallega fengið loðnuna 50 til 60 mílur austur af Langanesi í fimm holum. „Við þurftum svolítið að hafa fyrir því að finna loðnuna en síðan fundum við þarna góðan blett sem við vorum á. Þarna var þokkalega mikið að sjá og loðna á 7 til 8 mílna svæði. Það var virkilega mikið líf þarna og mikið af hval,“ segir Guðmundur en loðnan fer til framleiðslu á mjöli og lýsi hjá Síldarvinnslunni. Polar Amaroq, eitt grænlensku skipanna, sem veitt hafa loðnu í íslensku lögsögunni. Myndin var tekin í norðanverðum Faxaflóa fyrir tveimur árum. Algengt er að Íslendingar séu hluti af áhöfn grænlensku skipanna.KMU Polar Ammasak kom með fyrsta loðnufarm ársins til Norðfjarðar þann 10. janúar, um 2.000 tonn, sem veiddist út af Langanesi. Skipið er í eigu grænlensku útgerðarinnar Polar Pelagic, sem einnig gerir út uppsjávarskipið Polar Amaroq. Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni. Ísfélag Vestmannaeyja á sömuleiðis hlut í útgerð Tasiilaq, skipinu sem landaði á Þórshöfn. Fyrir utan þrjá túra fyrir miðjan desember bíða útgerðir íslensku uppsjávarveiðiskipanna enn með að hefja loðnuveiðar. Allra augu beinast að leitarleiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. „Menn bíða bara spenntir eftir loðnuleitinni, eins og alltaf,“ segir Siggeir Stefánsson. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélags Vestmannaeyja.Vilhelm Gunnarsson Sömu sögu segir útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Eyþór Harðarson. Tvö uppsjávarskipa félagsins, Heimaey og Sigurður, voru að koma af kolmunnamiðum sunnan Færeyja með alls 4.500 tonn. Þau munu núna bíða í höfn eftir fregnum af loðnuleitinni, eins og hin tvö uppsjávarskip félagsins, Suðurey og Álsey. Allir vonast eftir því að loðnuleitin skili sér í meiri loðnukvóta. Útgefinn kvóti dugar bara í það sem sjávarútvegsfyrirtækin telja sig þurfa í verðmætustu vinnsluna, hrognavinnslu og frystingu. Þau munu því að óbreyttu bíða átekta þar til hrognafylling loðnunnar fer að aukast.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Langanesbyggð Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Vísindi Grænland Tengdar fréttir Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36
Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24