Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2023 12:00 Þórshöfn á Langanesi fékk sinn fyrsta loðnufarm í gær úr grænlensku skipi. Uppsjávarvinnslan er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Vilhelm Gunnarsson Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. Tasiilaq landaði 300 tonnum á Þórshöfn og var þetta fyrsta loðnan sem barst þangað á þessari vertíð. Fór hluti hennar í frystingu og annað í bræðslu, að sögn Siggeirs Stefánssonar, framleiðslustjóra Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var um hádegisbil við loðnuleit í hánorður af Hraunhafnartanga. Hér má sjá leitarferil skipsins frá því að það lagði úr höfn á miðvikudag í síðustu viku.Hafrannsóknastofnun Polar Ammasak landaði 1.450 tonnum á Norðfirði í gær, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Guðmundi Hallssyni skipstjóra að þeir hefðu aðallega fengið loðnuna 50 til 60 mílur austur af Langanesi í fimm holum. „Við þurftum svolítið að hafa fyrir því að finna loðnuna en síðan fundum við þarna góðan blett sem við vorum á. Þarna var þokkalega mikið að sjá og loðna á 7 til 8 mílna svæði. Það var virkilega mikið líf þarna og mikið af hval,“ segir Guðmundur en loðnan fer til framleiðslu á mjöli og lýsi hjá Síldarvinnslunni. Polar Amaroq, eitt grænlensku skipanna, sem veitt hafa loðnu í íslensku lögsögunni. Myndin var tekin í norðanverðum Faxaflóa fyrir tveimur árum. Algengt er að Íslendingar séu hluti af áhöfn grænlensku skipanna.KMU Polar Ammasak kom með fyrsta loðnufarm ársins til Norðfjarðar þann 10. janúar, um 2.000 tonn, sem veiddist út af Langanesi. Skipið er í eigu grænlensku útgerðarinnar Polar Pelagic, sem einnig gerir út uppsjávarskipið Polar Amaroq. Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni. Ísfélag Vestmannaeyja á sömuleiðis hlut í útgerð Tasiilaq, skipinu sem landaði á Þórshöfn. Fyrir utan þrjá túra fyrir miðjan desember bíða útgerðir íslensku uppsjávarveiðiskipanna enn með að hefja loðnuveiðar. Allra augu beinast að leitarleiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. „Menn bíða bara spenntir eftir loðnuleitinni, eins og alltaf,“ segir Siggeir Stefánsson. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélags Vestmannaeyja.Vilhelm Gunnarsson Sömu sögu segir útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Eyþór Harðarson. Tvö uppsjávarskipa félagsins, Heimaey og Sigurður, voru að koma af kolmunnamiðum sunnan Færeyja með alls 4.500 tonn. Þau munu núna bíða í höfn eftir fregnum af loðnuleitinni, eins og hin tvö uppsjávarskip félagsins, Suðurey og Álsey. Allir vonast eftir því að loðnuleitin skili sér í meiri loðnukvóta. Útgefinn kvóti dugar bara í það sem sjávarútvegsfyrirtækin telja sig þurfa í verðmætustu vinnsluna, hrognavinnslu og frystingu. Þau munu því að óbreyttu bíða átekta þar til hrognafylling loðnunnar fer að aukast. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Langanesbyggð Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Vísindi Grænland Tengdar fréttir Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Tasiilaq landaði 300 tonnum á Þórshöfn og var þetta fyrsta loðnan sem barst þangað á þessari vertíð. Fór hluti hennar í frystingu og annað í bræðslu, að sögn Siggeirs Stefánssonar, framleiðslustjóra Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var um hádegisbil við loðnuleit í hánorður af Hraunhafnartanga. Hér má sjá leitarferil skipsins frá því að það lagði úr höfn á miðvikudag í síðustu viku.Hafrannsóknastofnun Polar Ammasak landaði 1.450 tonnum á Norðfirði í gær, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Guðmundi Hallssyni skipstjóra að þeir hefðu aðallega fengið loðnuna 50 til 60 mílur austur af Langanesi í fimm holum. „Við þurftum svolítið að hafa fyrir því að finna loðnuna en síðan fundum við þarna góðan blett sem við vorum á. Þarna var þokkalega mikið að sjá og loðna á 7 til 8 mílna svæði. Það var virkilega mikið líf þarna og mikið af hval,“ segir Guðmundur en loðnan fer til framleiðslu á mjöli og lýsi hjá Síldarvinnslunni. Polar Amaroq, eitt grænlensku skipanna, sem veitt hafa loðnu í íslensku lögsögunni. Myndin var tekin í norðanverðum Faxaflóa fyrir tveimur árum. Algengt er að Íslendingar séu hluti af áhöfn grænlensku skipanna.KMU Polar Ammasak kom með fyrsta loðnufarm ársins til Norðfjarðar þann 10. janúar, um 2.000 tonn, sem veiddist út af Langanesi. Skipið er í eigu grænlensku útgerðarinnar Polar Pelagic, sem einnig gerir út uppsjávarskipið Polar Amaroq. Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni. Ísfélag Vestmannaeyja á sömuleiðis hlut í útgerð Tasiilaq, skipinu sem landaði á Þórshöfn. Fyrir utan þrjá túra fyrir miðjan desember bíða útgerðir íslensku uppsjávarveiðiskipanna enn með að hefja loðnuveiðar. Allra augu beinast að leitarleiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. „Menn bíða bara spenntir eftir loðnuleitinni, eins og alltaf,“ segir Siggeir Stefánsson. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélags Vestmannaeyja.Vilhelm Gunnarsson Sömu sögu segir útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Eyþór Harðarson. Tvö uppsjávarskipa félagsins, Heimaey og Sigurður, voru að koma af kolmunnamiðum sunnan Færeyja með alls 4.500 tonn. Þau munu núna bíða í höfn eftir fregnum af loðnuleitinni, eins og hin tvö uppsjávarskip félagsins, Suðurey og Álsey. Allir vonast eftir því að loðnuleitin skili sér í meiri loðnukvóta. Útgefinn kvóti dugar bara í það sem sjávarútvegsfyrirtækin telja sig þurfa í verðmætustu vinnsluna, hrognavinnslu og frystingu. Þau munu því að óbreyttu bíða átekta þar til hrognafylling loðnunnar fer að aukast.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Langanesbyggð Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Vísindi Grænland Tengdar fréttir Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36
Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24