„Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi“ Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2023 10:27 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. Vísir/Vilhelm Kortavelta jókst um rúmlega eitt prósent að raunvirði í desember síðastliðinn miðað við sama mánuð 2021. Svo hægur hefur vöxtur kortaveltunnar ekki verið síðan í febrúar 2021. Ætla má að einkaneysla verði talsvert hægari á lokafjórðungi ársins 2022, eftir metvöxt á fyrstu níu mánuðunum. Þetta kemur fram í úttekt Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka þar sem fjallar meðal annars um kortaveltu og utanlandsferðir Íslendinga. Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi,“ segir Bergþóra. Kortavelta heimila 124 milljarðar í desember Í greiningunni kemur fram að kortavelta heimila hafi numið 124 milljarða króna í desember síðastliðnum og aukist um tólf prósent miðað við sama mánuð í 2021 samkvæmt nýlegum kortaveltutölum Seðlabankans. „Ef tekið er tillit til verðlags- og gengisbreytinga jókst kortavelta hins vegar um rúmlega 1% miðað við sama tímabil í fyrra en það er hægasti vöxtur kortaveltunnar frá því í febrúar 2021. Hægt hefur talsvert á vexti kortaveltunnar að undanförnu. Til samanburðar var vöxturinn á fyrri hluta ársins 2022 að meðaltali 14% í hverjum mánuði að raunvirði en um 5,5% á seinni hluta ársins.“ Kortaveltan erlendis hélt uppi vextinum Bergþóra segir að það hafi verið kortavelta Íslendinga erlendis sem hafi haldið uppi vextinum í jólamánuðinum líkt og síðustu fjórðunga. „Erlend kortavelta nam um 23 ma.kr. og jókst um tæp 13% á milli ára að raunvirði á meðan kortavelta heimila innanlands, sem nam 101 ma.kr., dróst saman um 1% á sama mælikvarða. Kortavelta innanlands hefur annað hvort staðið í stað eða dregist saman á þennan kvarða síðan í ágústmánuði. Það er einnig farið að hægja talsvert á vexti erlendrar kortaveltu og líklega mun sú þróun halda áfram á næstu mánuðum. Brottfarir Íslendinga til annarra landa í desember voru um 42 þúsund og fækkaði um 3% ef horft er til sama mánaðar árið 2019 og 15% sé miðað við árið 2018. Ferðaþorsti Íslendinga eftir faraldurinn var mikill frá maí til október þegar faraldurinn var í undanhaldi og voru brottfarir Íslendinga að jafnaði 11% fleiri í mánuði hverjum á því tímabili en á sama tíma árið 2019. Október var metmánuður þegar fimmti hver Íslendingur brá sér út fyrir landssteinanna. En breyting varð á í nóvember og desember og hægði talsvert á fjölda utanlandsferða sé miðað við árið 2019.“ Kaupmáttur launa rýrnað Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á þessu tímabili. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Sé miðað við vísitölu neysluverðs hefur kaupmáttur launa rýrnað að undanförnu og væntingar heimila mælast enn fremur lágar eftir almenna bjartsýni fram á mitt síðasta ár,“ segir Bergþóra. Hún segir að hægari vöxtur kortaveltu undanfarna mánuði bendi til þess að hægt hafi talsvert á vexti einkaneyslu á lokafjórðungi ársins 2022. „Einkaneysla jókst um 10,9% að raunvirði á fyrstu 9 mánuðum ársins miðað við sama tímabil 2021 sem er hraðasti einkaneysluvöxtur í 17 ár. Vöxturinn var mestur á öðrum fjórðungi eða um 13% að raunvirði en það hægði á honum á þriðja fjórðungi þegar hann mældist 8,6% að raunvirði. Miðað við þau gögn sem við höfum um lokafjórðung ársins er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á lokafjórðungi ársins verði enn hægari. Líklega er spá okkar um 9% vöxt einkaneyslu á nýliðnu ári nærri lagi. Útlit er fyrir að einkaneysla muni svo vaxa talsvert hægar á þessu ári. Í þjóðhagsspá okkar frá því í september spáðum við tæplega 2% vexti einkaneyslunnar í ár enda er útlit fyrir að vöxtur kaupmáttar launa verði fremur lítill, áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans komi í vaxandi mæli fram í neyslu- og sparnaðarhegðun landans og atvinnuástand verði stöðugra en verið hefur eftir hraða hjöðnun atvinnuleysis undanfarin misseri.“ Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Íslandsbanki Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka þar sem fjallar meðal annars um kortaveltu og utanlandsferðir Íslendinga. Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi,“ segir Bergþóra. Kortavelta heimila 124 milljarðar í desember Í greiningunni kemur fram að kortavelta heimila hafi numið 124 milljarða króna í desember síðastliðnum og aukist um tólf prósent miðað við sama mánuð í 2021 samkvæmt nýlegum kortaveltutölum Seðlabankans. „Ef tekið er tillit til verðlags- og gengisbreytinga jókst kortavelta hins vegar um rúmlega 1% miðað við sama tímabil í fyrra en það er hægasti vöxtur kortaveltunnar frá því í febrúar 2021. Hægt hefur talsvert á vexti kortaveltunnar að undanförnu. Til samanburðar var vöxturinn á fyrri hluta ársins 2022 að meðaltali 14% í hverjum mánuði að raunvirði en um 5,5% á seinni hluta ársins.“ Kortaveltan erlendis hélt uppi vextinum Bergþóra segir að það hafi verið kortavelta Íslendinga erlendis sem hafi haldið uppi vextinum í jólamánuðinum líkt og síðustu fjórðunga. „Erlend kortavelta nam um 23 ma.kr. og jókst um tæp 13% á milli ára að raunvirði á meðan kortavelta heimila innanlands, sem nam 101 ma.kr., dróst saman um 1% á sama mælikvarða. Kortavelta innanlands hefur annað hvort staðið í stað eða dregist saman á þennan kvarða síðan í ágústmánuði. Það er einnig farið að hægja talsvert á vexti erlendrar kortaveltu og líklega mun sú þróun halda áfram á næstu mánuðum. Brottfarir Íslendinga til annarra landa í desember voru um 42 þúsund og fækkaði um 3% ef horft er til sama mánaðar árið 2019 og 15% sé miðað við árið 2018. Ferðaþorsti Íslendinga eftir faraldurinn var mikill frá maí til október þegar faraldurinn var í undanhaldi og voru brottfarir Íslendinga að jafnaði 11% fleiri í mánuði hverjum á því tímabili en á sama tíma árið 2019. Október var metmánuður þegar fimmti hver Íslendingur brá sér út fyrir landssteinanna. En breyting varð á í nóvember og desember og hægði talsvert á fjölda utanlandsferða sé miðað við árið 2019.“ Kaupmáttur launa rýrnað Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á þessu tímabili. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Sé miðað við vísitölu neysluverðs hefur kaupmáttur launa rýrnað að undanförnu og væntingar heimila mælast enn fremur lágar eftir almenna bjartsýni fram á mitt síðasta ár,“ segir Bergþóra. Hún segir að hægari vöxtur kortaveltu undanfarna mánuði bendi til þess að hægt hafi talsvert á vexti einkaneyslu á lokafjórðungi ársins 2022. „Einkaneysla jókst um 10,9% að raunvirði á fyrstu 9 mánuðum ársins miðað við sama tímabil 2021 sem er hraðasti einkaneysluvöxtur í 17 ár. Vöxturinn var mestur á öðrum fjórðungi eða um 13% að raunvirði en það hægði á honum á þriðja fjórðungi þegar hann mældist 8,6% að raunvirði. Miðað við þau gögn sem við höfum um lokafjórðung ársins er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á lokafjórðungi ársins verði enn hægari. Líklega er spá okkar um 9% vöxt einkaneyslu á nýliðnu ári nærri lagi. Útlit er fyrir að einkaneysla muni svo vaxa talsvert hægar á þessu ári. Í þjóðhagsspá okkar frá því í september spáðum við tæplega 2% vexti einkaneyslunnar í ár enda er útlit fyrir að vöxtur kaupmáttar launa verði fremur lítill, áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans komi í vaxandi mæli fram í neyslu- og sparnaðarhegðun landans og atvinnuástand verði stöðugra en verið hefur eftir hraða hjöðnun atvinnuleysis undanfarin misseri.“
Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Íslandsbanki Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira