Karl G. Benediktsson látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 10:41 Karl G. Benediktsson vann sex Íslandsmeistaratitla sem þjálfari og stýrði íslenska handboltalandsliðinu á tveimur heimsmeistaramótum. Karl G. Benediktsson, fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, er látinn 89 ára að aldri. Karl lést á hjúkrunarheimili í Hveragerði í síðasta mánuði en útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 16. janúar næstkomandi. Karl var sjálfur landsliðsmaður en tók síðan sjálfur við íslenska landsliðinu. Hann varð sá fyrsti af Íslendingum til að bæði leika með og þjálfa íslenska landsliðið á heimsmeistaramóti í handbolta. Karl lék fimm af sex leikjum íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu árið 1961 í Vestur-Þýskalandi en aðeins þremur árum síðar þegar heimsmeistaramótið fór fram í Tékkóslóvakíu var Karl orðinn landsliðsþjálfari. Á því móti stýrði hann íslenska liðinu til sögulegs sigurs á Svíum sem er einn eftirminnilegasti leikur landsliðsins í sögunni. Karl stýrði íslenska landsliðinu einnig á heimsmeistaramótinu í Austur-Þýskalandi árið 1974 en þá var íslenska liðið með öflugan hóp en lenti í því að stór hluti liðsins veiktist á mótinu. Karl lék alls tólf landsleiki fyrir Íslands hönd og stýrði landsliðinu síðan í 71 landsleik þar af í 29 leikjum í samfloti við aðra þjálfara en í 42 leikjum var hann einn með landsliðið. Karl gerði bæði Fram og Víking að Íslandsmeisturum í handbolta. Þegar Fram vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn undir stjórn Karls árið 1962 þá var félagið nýkomið upp úr B-deild og hafði ekki orðið meistari í tólf ár. Karl var þá spilandi þjálfari en hann gerði Fram einnig að Íslandsmeisturum 1963, 1964 og 1967. Karl tók síðan aftur við Framliðinu á áttunda áratugnum og Framliðið sem hann gerði að Íslandsmeisturum árið 1972 er talið vera eitt besta félagslið handboltasögunnar á Íslandi. Þegar Karl gerði Víkinga síðan að Íslandsmeisturum 1975, sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta, þá rauf hann einokun FH, Fram og Vals sem höfðu unnið alla titla frá 1959 til 1974. Karl Benediktson var frumherji meðal íslenskra handboltaþjálfara eins og Guðjón Guðmundsson benti á Twitter. Gaupi sagði að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð og hafi verið sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi. Karl Benediktsson einn besti handbloltaþjálfari Íslands fyrr og síðar er látinn.Karl var einstakur í allri sinni nálgun á handboltanum.Var langt á undan sinni samtíð. Sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi.Magnaður karakter með skýra hugmyndarfæði.Snillingur.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 12, 2023 Handbolti Fram Andlát Víkingur Reykjavík Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Karl lést á hjúkrunarheimili í Hveragerði í síðasta mánuði en útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 16. janúar næstkomandi. Karl var sjálfur landsliðsmaður en tók síðan sjálfur við íslenska landsliðinu. Hann varð sá fyrsti af Íslendingum til að bæði leika með og þjálfa íslenska landsliðið á heimsmeistaramóti í handbolta. Karl lék fimm af sex leikjum íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu árið 1961 í Vestur-Þýskalandi en aðeins þremur árum síðar þegar heimsmeistaramótið fór fram í Tékkóslóvakíu var Karl orðinn landsliðsþjálfari. Á því móti stýrði hann íslenska liðinu til sögulegs sigurs á Svíum sem er einn eftirminnilegasti leikur landsliðsins í sögunni. Karl stýrði íslenska landsliðinu einnig á heimsmeistaramótinu í Austur-Þýskalandi árið 1974 en þá var íslenska liðið með öflugan hóp en lenti í því að stór hluti liðsins veiktist á mótinu. Karl lék alls tólf landsleiki fyrir Íslands hönd og stýrði landsliðinu síðan í 71 landsleik þar af í 29 leikjum í samfloti við aðra þjálfara en í 42 leikjum var hann einn með landsliðið. Karl gerði bæði Fram og Víking að Íslandsmeisturum í handbolta. Þegar Fram vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn undir stjórn Karls árið 1962 þá var félagið nýkomið upp úr B-deild og hafði ekki orðið meistari í tólf ár. Karl var þá spilandi þjálfari en hann gerði Fram einnig að Íslandsmeisturum 1963, 1964 og 1967. Karl tók síðan aftur við Framliðinu á áttunda áratugnum og Framliðið sem hann gerði að Íslandsmeisturum árið 1972 er talið vera eitt besta félagslið handboltasögunnar á Íslandi. Þegar Karl gerði Víkinga síðan að Íslandsmeisturum 1975, sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta, þá rauf hann einokun FH, Fram og Vals sem höfðu unnið alla titla frá 1959 til 1974. Karl Benediktson var frumherji meðal íslenskra handboltaþjálfara eins og Guðjón Guðmundsson benti á Twitter. Gaupi sagði að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð og hafi verið sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi. Karl Benediktsson einn besti handbloltaþjálfari Íslands fyrr og síðar er látinn.Karl var einstakur í allri sinni nálgun á handboltanum.Var langt á undan sinni samtíð. Sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi.Magnaður karakter með skýra hugmyndarfæði.Snillingur.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 12, 2023
Handbolti Fram Andlát Víkingur Reykjavík Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira