Laus brunndæla til bjargar þegar farþegaskip sigldi á hval Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 16:15 Frá Hesteyri þangað sem Sif var á leiðinni. Vísir/Kolbeinn Tumi Talið er líklegast að farþegaskipið Sif sem ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures gerir út hafi siglt á hval á leið sinni frá Ísafirði til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Höggið leiddi til talsverðs leka í vélarrúminu. Laus brunndæla í skipinu kom í veg fyrir að það sykki. Fjallað er um atvikið í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Það var 8. ágúst sumarið 2022 sem atvikið varð eftir um hálftíma siglingu frá Ísafirði. Nánast á sama tíma og skipverjar urðu varir við hval í nokkurra hundruð metra fjarlægð kom mikið högg undir skipið. Viðvörun kom frá bakborðsvél og í ljós kom talsverður leki að vélarrúminu. Snúið var við og siglt á átta til níu sjómílna ferð til hafnar á stjórnborðsvélinni. Í skýrslu nefndarinnar, sem lesa má hér neðst í fréttinni, segir að tvær aðalvélar hafi verið í skipinu með sameiginlegt vélarrúm. Við höggið hafi sjóinntakið fyrir bakborðsvélina gengið til og sjór farið að leka inn með því. Fram kemur að leki hafi verið með bakborðs og skrúfuþétti í nokkrar vikur fyrir atvikið en sjálfvirka lensidælan haft undan þeim leka. Þá hafi stór lensidæla, sem var véldrifin á annarri vélinni, verið biluð og þannig hafi staðan verið í nokkra mánuði. Laus brunndæla um borð hafi verið notuð þegar lekinn kom upp og það komið í veg fyrir að það sykki. Þegar skipið var híft upp á bryggju kom í ljós að skrúfuöxullinn fyrir bakborðsvélina hafði gengið eina fimmtán sentímetra aftur og bognað. Upphengjan fyrir öxulinn hafði líka bognað það mikið að skrúfan náði að gera gat á skrokkinn inn í stýrisvélarýmið. Stýrisblað við bakborðsskrúfuna var bogið og hafði gengið til. Einnig hafði gírhúsið fyrir framdriftsgírinn á bakborðsvélinni brotnað þegar skrúfuöxullinn gekk aftur. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar framkvæmdi Samgöngustofa ekki vélaskoðun á skipinu þegar það var skráð á íslenska skipaskrá. Vélaskoðun hjá norsku siglingastofnuninni sem framkvæmd hafði verið í desember 2020 hafði verið látin gilda. Þá var skipið ekki rétt lögskráð. Tengd skjöl Skýrsla_RNSPDF132KBSækja skjal Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Hornstrandir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Fjallað er um atvikið í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Það var 8. ágúst sumarið 2022 sem atvikið varð eftir um hálftíma siglingu frá Ísafirði. Nánast á sama tíma og skipverjar urðu varir við hval í nokkurra hundruð metra fjarlægð kom mikið högg undir skipið. Viðvörun kom frá bakborðsvél og í ljós kom talsverður leki að vélarrúminu. Snúið var við og siglt á átta til níu sjómílna ferð til hafnar á stjórnborðsvélinni. Í skýrslu nefndarinnar, sem lesa má hér neðst í fréttinni, segir að tvær aðalvélar hafi verið í skipinu með sameiginlegt vélarrúm. Við höggið hafi sjóinntakið fyrir bakborðsvélina gengið til og sjór farið að leka inn með því. Fram kemur að leki hafi verið með bakborðs og skrúfuþétti í nokkrar vikur fyrir atvikið en sjálfvirka lensidælan haft undan þeim leka. Þá hafi stór lensidæla, sem var véldrifin á annarri vélinni, verið biluð og þannig hafi staðan verið í nokkra mánuði. Laus brunndæla um borð hafi verið notuð þegar lekinn kom upp og það komið í veg fyrir að það sykki. Þegar skipið var híft upp á bryggju kom í ljós að skrúfuöxullinn fyrir bakborðsvélina hafði gengið eina fimmtán sentímetra aftur og bognað. Upphengjan fyrir öxulinn hafði líka bognað það mikið að skrúfan náði að gera gat á skrokkinn inn í stýrisvélarýmið. Stýrisblað við bakborðsskrúfuna var bogið og hafði gengið til. Einnig hafði gírhúsið fyrir framdriftsgírinn á bakborðsvélinni brotnað þegar skrúfuöxullinn gekk aftur. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar framkvæmdi Samgöngustofa ekki vélaskoðun á skipinu þegar það var skráð á íslenska skipaskrá. Vélaskoðun hjá norsku siglingastofnuninni sem framkvæmd hafði verið í desember 2020 hafði verið látin gilda. Þá var skipið ekki rétt lögskráð. Tengd skjöl Skýrsla_RNSPDF132KBSækja skjal
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Hornstrandir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira