Laus brunndæla til bjargar þegar farþegaskip sigldi á hval Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 16:15 Frá Hesteyri þangað sem Sif var á leiðinni. Vísir/Kolbeinn Tumi Talið er líklegast að farþegaskipið Sif sem ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures gerir út hafi siglt á hval á leið sinni frá Ísafirði til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Höggið leiddi til talsverðs leka í vélarrúminu. Laus brunndæla í skipinu kom í veg fyrir að það sykki. Fjallað er um atvikið í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Það var 8. ágúst sumarið 2022 sem atvikið varð eftir um hálftíma siglingu frá Ísafirði. Nánast á sama tíma og skipverjar urðu varir við hval í nokkurra hundruð metra fjarlægð kom mikið högg undir skipið. Viðvörun kom frá bakborðsvél og í ljós kom talsverður leki að vélarrúminu. Snúið var við og siglt á átta til níu sjómílna ferð til hafnar á stjórnborðsvélinni. Í skýrslu nefndarinnar, sem lesa má hér neðst í fréttinni, segir að tvær aðalvélar hafi verið í skipinu með sameiginlegt vélarrúm. Við höggið hafi sjóinntakið fyrir bakborðsvélina gengið til og sjór farið að leka inn með því. Fram kemur að leki hafi verið með bakborðs og skrúfuþétti í nokkrar vikur fyrir atvikið en sjálfvirka lensidælan haft undan þeim leka. Þá hafi stór lensidæla, sem var véldrifin á annarri vélinni, verið biluð og þannig hafi staðan verið í nokkra mánuði. Laus brunndæla um borð hafi verið notuð þegar lekinn kom upp og það komið í veg fyrir að það sykki. Þegar skipið var híft upp á bryggju kom í ljós að skrúfuöxullinn fyrir bakborðsvélina hafði gengið eina fimmtán sentímetra aftur og bognað. Upphengjan fyrir öxulinn hafði líka bognað það mikið að skrúfan náði að gera gat á skrokkinn inn í stýrisvélarýmið. Stýrisblað við bakborðsskrúfuna var bogið og hafði gengið til. Einnig hafði gírhúsið fyrir framdriftsgírinn á bakborðsvélinni brotnað þegar skrúfuöxullinn gekk aftur. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar framkvæmdi Samgöngustofa ekki vélaskoðun á skipinu þegar það var skráð á íslenska skipaskrá. Vélaskoðun hjá norsku siglingastofnuninni sem framkvæmd hafði verið í desember 2020 hafði verið látin gilda. Þá var skipið ekki rétt lögskráð. Tengd skjöl Skýrsla_RNSPDF132KBSækja skjal Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Hornstrandir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fjallað er um atvikið í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Það var 8. ágúst sumarið 2022 sem atvikið varð eftir um hálftíma siglingu frá Ísafirði. Nánast á sama tíma og skipverjar urðu varir við hval í nokkurra hundruð metra fjarlægð kom mikið högg undir skipið. Viðvörun kom frá bakborðsvél og í ljós kom talsverður leki að vélarrúminu. Snúið var við og siglt á átta til níu sjómílna ferð til hafnar á stjórnborðsvélinni. Í skýrslu nefndarinnar, sem lesa má hér neðst í fréttinni, segir að tvær aðalvélar hafi verið í skipinu með sameiginlegt vélarrúm. Við höggið hafi sjóinntakið fyrir bakborðsvélina gengið til og sjór farið að leka inn með því. Fram kemur að leki hafi verið með bakborðs og skrúfuþétti í nokkrar vikur fyrir atvikið en sjálfvirka lensidælan haft undan þeim leka. Þá hafi stór lensidæla, sem var véldrifin á annarri vélinni, verið biluð og þannig hafi staðan verið í nokkra mánuði. Laus brunndæla um borð hafi verið notuð þegar lekinn kom upp og það komið í veg fyrir að það sykki. Þegar skipið var híft upp á bryggju kom í ljós að skrúfuöxullinn fyrir bakborðsvélina hafði gengið eina fimmtán sentímetra aftur og bognað. Upphengjan fyrir öxulinn hafði líka bognað það mikið að skrúfan náði að gera gat á skrokkinn inn í stýrisvélarýmið. Stýrisblað við bakborðsskrúfuna var bogið og hafði gengið til. Einnig hafði gírhúsið fyrir framdriftsgírinn á bakborðsvélinni brotnað þegar skrúfuöxullinn gekk aftur. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar framkvæmdi Samgöngustofa ekki vélaskoðun á skipinu þegar það var skráð á íslenska skipaskrá. Vélaskoðun hjá norsku siglingastofnuninni sem framkvæmd hafði verið í desember 2020 hafði verið látin gilda. Þá var skipið ekki rétt lögskráð. Tengd skjöl Skýrsla_RNSPDF132KBSækja skjal
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Hornstrandir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira