Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 11:07 Shirreff var nokkuð afdráttarlaus í orðum sínum. Getty Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. Shirreff, sem var um tíma næstæðsti yfirmaður Evrópuherstjórnar Nató, sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC í morgun að hann teldi rétt að bandamenn reyndu á hótanir Rússa um afdráttarlausar aðgerðir ef bandamenn gerðu eitthvað til að stigmagna átökin. „Það eina sem Rússar virða er styrkur. Og það verður alltaf þannig með Rússland. Sýndu meiri styrk en Rússar búa yfir og þá bakka þeir,“ sagði Shirreff. Hann sagði að í stað þess að hafa áhyggjur af stigmögnun ættu bandamenn þvert á móti að grípa til stigmögnunar; útvega Úkraínumönnum meiri vopn. Því meiri aðstoð sem þeir fengju og því hraðar, því fyrr myndi stríðinu ljúka. 'Overmatch the Russians and they will back off.'Former NATO Commander, General Sir Richard Shirreff, says we should 'escalate' our support for Ukraine because the quicker we do that 'the quicker the war will be over'.@NickFerrariLBC pic.twitter.com/E9BattEBMV— LBC (@LBC) January 10, 2023 Bandaríkjamenn eru sagðir velta því fyrir sér að senda vopnaðar brynvarðar bifreiðar, Stryker, til Úkraínu. Frá þessu greinir Politico, sem segir tíðinda að vænta í næstu viku. Nikolai Patrushev, sem situr í öryggisráði Rússlands og er náin bandamaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við dagblaðið Argumenti i Fakti í morgun að átökin í Úkraínu væru ekki á milli Moskvu og Kænugarðs, heldur á milli Rússlands og Nató. Það væri ætlum Vesturlanda að sundra Rússlandi. Varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sagði morgun að Rússar myndu halda áfram þróun kjarnorkuvopna til að tryggja fullveldi landsins. Þá myndu þeir einblína á að þróa flugher sinn gegn nútíma loftvarnakerfum og vinna að þróun ómannaðra loftfara. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Hernaður Bretland Bandaríkin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Shirreff, sem var um tíma næstæðsti yfirmaður Evrópuherstjórnar Nató, sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC í morgun að hann teldi rétt að bandamenn reyndu á hótanir Rússa um afdráttarlausar aðgerðir ef bandamenn gerðu eitthvað til að stigmagna átökin. „Það eina sem Rússar virða er styrkur. Og það verður alltaf þannig með Rússland. Sýndu meiri styrk en Rússar búa yfir og þá bakka þeir,“ sagði Shirreff. Hann sagði að í stað þess að hafa áhyggjur af stigmögnun ættu bandamenn þvert á móti að grípa til stigmögnunar; útvega Úkraínumönnum meiri vopn. Því meiri aðstoð sem þeir fengju og því hraðar, því fyrr myndi stríðinu ljúka. 'Overmatch the Russians and they will back off.'Former NATO Commander, General Sir Richard Shirreff, says we should 'escalate' our support for Ukraine because the quicker we do that 'the quicker the war will be over'.@NickFerrariLBC pic.twitter.com/E9BattEBMV— LBC (@LBC) January 10, 2023 Bandaríkjamenn eru sagðir velta því fyrir sér að senda vopnaðar brynvarðar bifreiðar, Stryker, til Úkraínu. Frá þessu greinir Politico, sem segir tíðinda að vænta í næstu viku. Nikolai Patrushev, sem situr í öryggisráði Rússlands og er náin bandamaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við dagblaðið Argumenti i Fakti í morgun að átökin í Úkraínu væru ekki á milli Moskvu og Kænugarðs, heldur á milli Rússlands og Nató. Það væri ætlum Vesturlanda að sundra Rússlandi. Varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sagði morgun að Rússar myndu halda áfram þróun kjarnorkuvopna til að tryggja fullveldi landsins. Þá myndu þeir einblína á að þróa flugher sinn gegn nútíma loftvarnakerfum og vinna að þróun ómannaðra loftfara.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Hernaður Bretland Bandaríkin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira