Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 23:08 Sigmundi Davíð gleðst ekki að vera stillt upp með Adolf Hitler og Benító Mússólíní. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". „Foreldrar víða um lönd hafa áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags. Það er ekki alltaf að ástæðulausu. Sums staðar hefur pólitískur áróður kennaranna tekið við af fræðslu,“ svo hefst færsla Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, á Facebooksíðu hans. Ástæða þess að Sigmundur ritar færsluna er sú að hann virðist hafa verið settur í hóp með þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní í kennsluefni í Verslunarskóla Íslands. „En einhverra hluta vegna sá kennari við Verzló ástæðu til að reyna að setja mig í hóp með A. H#**er og B. Mússólíní,“ segir hann. Ósvífin vanþekking eða illgirni Sigmundur Davíð segir margt að athuga við myndina sem hann lætur fylgja með færslunni og fyrirsögn á henni. Hann segir Hitler og Mússólíní að sínu viti hvorki teljast merka menn. Illu heilli séu þeir markverðir en engu að síður ómerkilegir, enda sé stjórnarfar þeirra eitthvert óhugnanlegasta dæmi um öfgar í mannkynssögunni. „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum. Fyrst og fremst vegna þess að ég óttast hvaða önnur innræting eigi sér stað í skólunum,“ segir hann. Veltir fyrir sér hvort kennarinn viti ekki betur „Oft er boðskapurinn saminn af fólki sem gefur sig út fyrir að vera fræðimenn og sérfræðingar en er þó algjörlega heillum horfið í sérgrein sinni,“ segir Sigmundur Davíð og vísar til umræðu um flokksþing Framsóknarflokksins árið 2011, þegar Sigmundur Davíð var enn formaður flokksins. Þingið var haldið undir yfirskriftinni „Í vonanna birtu” og merki fundarins innihélt rísandi sól í fánalitunum. „Einn þeirra „sérfræðinga” sem enn er reglulega leitað til kallaði þetta klassískt fasískt tákn.„Sérfræðingurinn” var ekki betur að sér en svo að hann vissi ekki að rísandi sól er þvert á móti tákn ungmennafélaganna auk ýmissa baráttusamtaka af vinstri kantinum (t.d. Dagsbrúnar),“ segir Sigmundur Davíð. Þar vísar hann til skrifa Eiríks Bergmanns Einarssonar í Fréttatímanum á sínum tíma. Sigmundur Davíð segist ekki vita hvort kennsluefni kennarans stafi eingöngu af löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt eða hvort hann hafi sjálfur verið afvegaleiddur á yngri árum og viti bara ekki betur. „Í öllu falli byggist það ekki á neinu af því sem ég hef barist fyrir og mun berjast fyrir áfram, hvort sem það er íslenskur landbúnaður, mikilvægi sögu og menningar eða það að líta til skynsemishyggju í stórum viðfangsefnum eins og hælisleitendamálum, t.d. með því að nálgast danskra Sósíaldemókrata,“ segir Sigmundur Davíð. Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu Sigmundar Davíðs um að hann hafi í færslunni vísað til skrifa Eiríks Bergmanns en ekki Guðmundar Odds Magnússonar, líkt og ritað var upphaflega. Hann segir þó að þau skrif falli einnig að nokkru undir mál sitt. Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Foreldrar víða um lönd hafa áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags. Það er ekki alltaf að ástæðulausu. Sums staðar hefur pólitískur áróður kennaranna tekið við af fræðslu,“ svo hefst færsla Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, á Facebooksíðu hans. Ástæða þess að Sigmundur ritar færsluna er sú að hann virðist hafa verið settur í hóp með þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní í kennsluefni í Verslunarskóla Íslands. „En einhverra hluta vegna sá kennari við Verzló ástæðu til að reyna að setja mig í hóp með A. H#**er og B. Mússólíní,“ segir hann. Ósvífin vanþekking eða illgirni Sigmundur Davíð segir margt að athuga við myndina sem hann lætur fylgja með færslunni og fyrirsögn á henni. Hann segir Hitler og Mússólíní að sínu viti hvorki teljast merka menn. Illu heilli séu þeir markverðir en engu að síður ómerkilegir, enda sé stjórnarfar þeirra eitthvert óhugnanlegasta dæmi um öfgar í mannkynssögunni. „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum. Fyrst og fremst vegna þess að ég óttast hvaða önnur innræting eigi sér stað í skólunum,“ segir hann. Veltir fyrir sér hvort kennarinn viti ekki betur „Oft er boðskapurinn saminn af fólki sem gefur sig út fyrir að vera fræðimenn og sérfræðingar en er þó algjörlega heillum horfið í sérgrein sinni,“ segir Sigmundur Davíð og vísar til umræðu um flokksþing Framsóknarflokksins árið 2011, þegar Sigmundur Davíð var enn formaður flokksins. Þingið var haldið undir yfirskriftinni „Í vonanna birtu” og merki fundarins innihélt rísandi sól í fánalitunum. „Einn þeirra „sérfræðinga” sem enn er reglulega leitað til kallaði þetta klassískt fasískt tákn.„Sérfræðingurinn” var ekki betur að sér en svo að hann vissi ekki að rísandi sól er þvert á móti tákn ungmennafélaganna auk ýmissa baráttusamtaka af vinstri kantinum (t.d. Dagsbrúnar),“ segir Sigmundur Davíð. Þar vísar hann til skrifa Eiríks Bergmanns Einarssonar í Fréttatímanum á sínum tíma. Sigmundur Davíð segist ekki vita hvort kennsluefni kennarans stafi eingöngu af löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt eða hvort hann hafi sjálfur verið afvegaleiddur á yngri árum og viti bara ekki betur. „Í öllu falli byggist það ekki á neinu af því sem ég hef barist fyrir og mun berjast fyrir áfram, hvort sem það er íslenskur landbúnaður, mikilvægi sögu og menningar eða það að líta til skynsemishyggju í stórum viðfangsefnum eins og hælisleitendamálum, t.d. með því að nálgast danskra Sósíaldemókrata,“ segir Sigmundur Davíð. Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu Sigmundar Davíðs um að hann hafi í færslunni vísað til skrifa Eiríks Bergmanns en ekki Guðmundar Odds Magnússonar, líkt og ritað var upphaflega. Hann segir þó að þau skrif falli einnig að nokkru undir mál sitt.
Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira