Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 23:08 Sigmundi Davíð gleðst ekki að vera stillt upp með Adolf Hitler og Benító Mússólíní. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". „Foreldrar víða um lönd hafa áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags. Það er ekki alltaf að ástæðulausu. Sums staðar hefur pólitískur áróður kennaranna tekið við af fræðslu,“ svo hefst færsla Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, á Facebooksíðu hans. Ástæða þess að Sigmundur ritar færsluna er sú að hann virðist hafa verið settur í hóp með þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní í kennsluefni í Verslunarskóla Íslands. „En einhverra hluta vegna sá kennari við Verzló ástæðu til að reyna að setja mig í hóp með A. H#**er og B. Mússólíní,“ segir hann. Ósvífin vanþekking eða illgirni Sigmundur Davíð segir margt að athuga við myndina sem hann lætur fylgja með færslunni og fyrirsögn á henni. Hann segir Hitler og Mússólíní að sínu viti hvorki teljast merka menn. Illu heilli séu þeir markverðir en engu að síður ómerkilegir, enda sé stjórnarfar þeirra eitthvert óhugnanlegasta dæmi um öfgar í mannkynssögunni. „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum. Fyrst og fremst vegna þess að ég óttast hvaða önnur innræting eigi sér stað í skólunum,“ segir hann. Veltir fyrir sér hvort kennarinn viti ekki betur „Oft er boðskapurinn saminn af fólki sem gefur sig út fyrir að vera fræðimenn og sérfræðingar en er þó algjörlega heillum horfið í sérgrein sinni,“ segir Sigmundur Davíð og vísar til umræðu um flokksþing Framsóknarflokksins árið 2011, þegar Sigmundur Davíð var enn formaður flokksins. Þingið var haldið undir yfirskriftinni „Í vonanna birtu” og merki fundarins innihélt rísandi sól í fánalitunum. „Einn þeirra „sérfræðinga” sem enn er reglulega leitað til kallaði þetta klassískt fasískt tákn.„Sérfræðingurinn” var ekki betur að sér en svo að hann vissi ekki að rísandi sól er þvert á móti tákn ungmennafélaganna auk ýmissa baráttusamtaka af vinstri kantinum (t.d. Dagsbrúnar),“ segir Sigmundur Davíð. Þar vísar hann til skrifa Eiríks Bergmanns Einarssonar í Fréttatímanum á sínum tíma. Sigmundur Davíð segist ekki vita hvort kennsluefni kennarans stafi eingöngu af löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt eða hvort hann hafi sjálfur verið afvegaleiddur á yngri árum og viti bara ekki betur. „Í öllu falli byggist það ekki á neinu af því sem ég hef barist fyrir og mun berjast fyrir áfram, hvort sem það er íslenskur landbúnaður, mikilvægi sögu og menningar eða það að líta til skynsemishyggju í stórum viðfangsefnum eins og hælisleitendamálum, t.d. með því að nálgast danskra Sósíaldemókrata,“ segir Sigmundur Davíð. Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu Sigmundar Davíðs um að hann hafi í færslunni vísað til skrifa Eiríks Bergmanns en ekki Guðmundar Odds Magnússonar, líkt og ritað var upphaflega. Hann segir þó að þau skrif falli einnig að nokkru undir mál sitt. Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Bókaþjófurinn stal verkunum þeirra: Harðskeyttur þjófur sem kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Sjá meira
„Foreldrar víða um lönd hafa áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags. Það er ekki alltaf að ástæðulausu. Sums staðar hefur pólitískur áróður kennaranna tekið við af fræðslu,“ svo hefst færsla Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, á Facebooksíðu hans. Ástæða þess að Sigmundur ritar færsluna er sú að hann virðist hafa verið settur í hóp með þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní í kennsluefni í Verslunarskóla Íslands. „En einhverra hluta vegna sá kennari við Verzló ástæðu til að reyna að setja mig í hóp með A. H#**er og B. Mússólíní,“ segir hann. Ósvífin vanþekking eða illgirni Sigmundur Davíð segir margt að athuga við myndina sem hann lætur fylgja með færslunni og fyrirsögn á henni. Hann segir Hitler og Mússólíní að sínu viti hvorki teljast merka menn. Illu heilli séu þeir markverðir en engu að síður ómerkilegir, enda sé stjórnarfar þeirra eitthvert óhugnanlegasta dæmi um öfgar í mannkynssögunni. „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum. Fyrst og fremst vegna þess að ég óttast hvaða önnur innræting eigi sér stað í skólunum,“ segir hann. Veltir fyrir sér hvort kennarinn viti ekki betur „Oft er boðskapurinn saminn af fólki sem gefur sig út fyrir að vera fræðimenn og sérfræðingar en er þó algjörlega heillum horfið í sérgrein sinni,“ segir Sigmundur Davíð og vísar til umræðu um flokksþing Framsóknarflokksins árið 2011, þegar Sigmundur Davíð var enn formaður flokksins. Þingið var haldið undir yfirskriftinni „Í vonanna birtu” og merki fundarins innihélt rísandi sól í fánalitunum. „Einn þeirra „sérfræðinga” sem enn er reglulega leitað til kallaði þetta klassískt fasískt tákn.„Sérfræðingurinn” var ekki betur að sér en svo að hann vissi ekki að rísandi sól er þvert á móti tákn ungmennafélaganna auk ýmissa baráttusamtaka af vinstri kantinum (t.d. Dagsbrúnar),“ segir Sigmundur Davíð. Þar vísar hann til skrifa Eiríks Bergmanns Einarssonar í Fréttatímanum á sínum tíma. Sigmundur Davíð segist ekki vita hvort kennsluefni kennarans stafi eingöngu af löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt eða hvort hann hafi sjálfur verið afvegaleiddur á yngri árum og viti bara ekki betur. „Í öllu falli byggist það ekki á neinu af því sem ég hef barist fyrir og mun berjast fyrir áfram, hvort sem það er íslenskur landbúnaður, mikilvægi sögu og menningar eða það að líta til skynsemishyggju í stórum viðfangsefnum eins og hælisleitendamálum, t.d. með því að nálgast danskra Sósíaldemókrata,“ segir Sigmundur Davíð. Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu Sigmundar Davíðs um að hann hafi í færslunni vísað til skrifa Eiríks Bergmanns en ekki Guðmundar Odds Magnússonar, líkt og ritað var upphaflega. Hann segir þó að þau skrif falli einnig að nokkru undir mál sitt.
Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Bókaþjófurinn stal verkunum þeirra: Harðskeyttur þjófur sem kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Sjá meira