Þetta er ekki nóg Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 9. janúar 2023 15:00 Í Silfrinu á RÚV 8. janúar ræddi Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um heildarlaun nokkurra heilbrigðisstétta, byggðum á upplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins frá janúar til september 2022. Í þeim gögnum er máluð mjög skökk mynd af þeim launakjörum sem þessar stéttir búa við og er það miður. Mér finnst miklu máli skipta að þegar fólk tjáir sig um þessi mál, þá viti það hvað það er að segja og hvað liggur að baki slíkum tölum eins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, gerði svo vel á í sama þætti. Á bakvið heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru t.d. greiðslur fyrir vaktaálag en það er greitt fyrir þann tíma sem unninn er utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta á við um vinnu á kvöldin, nóttunni, um helgar og á lögbundnum frídögum eins og t.d. um páska eða þegar aðrir eru í fríi. Jafnframt vantar hjúkrunarfræðinga til starfa og er því viðvarandi krafa um yfirvinnu á hjúkrunarfræðinga og margar aðrar heilbrigðisstéttir, svo hægt sé að veita þá grunnheilbrigðisþjónustu sem við stærum okkur af að sé svo góð og landsmenn gera kröfu um. Yfirvinnan er ekki bara vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, heldur einnig vegna afleiðinga heimsfaraldurs sem við erum enn þá að glíma við. Á sama tíma hafa veikindi og þar með talið langvarandi veikindi aukist og allt eykur þetta á kröfu um frekari óumbeðna yfirvinnu svo hægt sé að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Allt endurspeglar þetta mikla yfirvinnu og aukið vinnuálag sem er ekki til að laða fólk til starfa eða halda því í starfi, eins og við sjáum raungerast þessa mánuðina í flótta úr þessum störfum. Samkvæmt könnun sem við gerðum meðal hjúkrunarfræðinga síðasta haust kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hafa alvarlega íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að hjúkrunarfræðingar haldi áfram að vinna þessa gífurlegu yfirvinnu að öllu óbreyttu. Af umræddum launaupplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, eru dagvinnulaun aðeins 65% hlutfall heildarlaunanna. Restin af laununum eru t.d. vaktaálagið og yfirvinnan. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er í dagvinnu. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Launin eru því í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu og starfstengt álag. Svanhildur spurði hvað væri nóg? Þetta er ekki nóg. Það eru ekki allir sem hafa tækifæri til eða vilja vinna yfirvinnu og því eru þetta tölurnar sem þarf að ræða. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launakjör sín síðan 2011 og eru með tvo gerðardóma í farteskinu, sá seinni rennur út 31. mars. Nú þurfa yfirvöld að sína kjark og fara í stóra verkefnið sem er að tryggja launajafnrétti milli kynja. Þetta er tíminn til að leiðrétta það. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Kjaramál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í Silfrinu á RÚV 8. janúar ræddi Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um heildarlaun nokkurra heilbrigðisstétta, byggðum á upplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins frá janúar til september 2022. Í þeim gögnum er máluð mjög skökk mynd af þeim launakjörum sem þessar stéttir búa við og er það miður. Mér finnst miklu máli skipta að þegar fólk tjáir sig um þessi mál, þá viti það hvað það er að segja og hvað liggur að baki slíkum tölum eins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, gerði svo vel á í sama þætti. Á bakvið heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru t.d. greiðslur fyrir vaktaálag en það er greitt fyrir þann tíma sem unninn er utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta á við um vinnu á kvöldin, nóttunni, um helgar og á lögbundnum frídögum eins og t.d. um páska eða þegar aðrir eru í fríi. Jafnframt vantar hjúkrunarfræðinga til starfa og er því viðvarandi krafa um yfirvinnu á hjúkrunarfræðinga og margar aðrar heilbrigðisstéttir, svo hægt sé að veita þá grunnheilbrigðisþjónustu sem við stærum okkur af að sé svo góð og landsmenn gera kröfu um. Yfirvinnan er ekki bara vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, heldur einnig vegna afleiðinga heimsfaraldurs sem við erum enn þá að glíma við. Á sama tíma hafa veikindi og þar með talið langvarandi veikindi aukist og allt eykur þetta á kröfu um frekari óumbeðna yfirvinnu svo hægt sé að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Allt endurspeglar þetta mikla yfirvinnu og aukið vinnuálag sem er ekki til að laða fólk til starfa eða halda því í starfi, eins og við sjáum raungerast þessa mánuðina í flótta úr þessum störfum. Samkvæmt könnun sem við gerðum meðal hjúkrunarfræðinga síðasta haust kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hafa alvarlega íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að hjúkrunarfræðingar haldi áfram að vinna þessa gífurlegu yfirvinnu að öllu óbreyttu. Af umræddum launaupplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, eru dagvinnulaun aðeins 65% hlutfall heildarlaunanna. Restin af laununum eru t.d. vaktaálagið og yfirvinnan. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er í dagvinnu. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Launin eru því í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu og starfstengt álag. Svanhildur spurði hvað væri nóg? Þetta er ekki nóg. Það eru ekki allir sem hafa tækifæri til eða vilja vinna yfirvinnu og því eru þetta tölurnar sem þarf að ræða. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launakjör sín síðan 2011 og eru með tvo gerðardóma í farteskinu, sá seinni rennur út 31. mars. Nú þurfa yfirvöld að sína kjark og fara í stóra verkefnið sem er að tryggja launajafnrétti milli kynja. Þetta er tíminn til að leiðrétta það. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun