Þetta er ekki nóg Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 9. janúar 2023 15:00 Í Silfrinu á RÚV 8. janúar ræddi Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um heildarlaun nokkurra heilbrigðisstétta, byggðum á upplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins frá janúar til september 2022. Í þeim gögnum er máluð mjög skökk mynd af þeim launakjörum sem þessar stéttir búa við og er það miður. Mér finnst miklu máli skipta að þegar fólk tjáir sig um þessi mál, þá viti það hvað það er að segja og hvað liggur að baki slíkum tölum eins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, gerði svo vel á í sama þætti. Á bakvið heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru t.d. greiðslur fyrir vaktaálag en það er greitt fyrir þann tíma sem unninn er utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta á við um vinnu á kvöldin, nóttunni, um helgar og á lögbundnum frídögum eins og t.d. um páska eða þegar aðrir eru í fríi. Jafnframt vantar hjúkrunarfræðinga til starfa og er því viðvarandi krafa um yfirvinnu á hjúkrunarfræðinga og margar aðrar heilbrigðisstéttir, svo hægt sé að veita þá grunnheilbrigðisþjónustu sem við stærum okkur af að sé svo góð og landsmenn gera kröfu um. Yfirvinnan er ekki bara vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, heldur einnig vegna afleiðinga heimsfaraldurs sem við erum enn þá að glíma við. Á sama tíma hafa veikindi og þar með talið langvarandi veikindi aukist og allt eykur þetta á kröfu um frekari óumbeðna yfirvinnu svo hægt sé að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Allt endurspeglar þetta mikla yfirvinnu og aukið vinnuálag sem er ekki til að laða fólk til starfa eða halda því í starfi, eins og við sjáum raungerast þessa mánuðina í flótta úr þessum störfum. Samkvæmt könnun sem við gerðum meðal hjúkrunarfræðinga síðasta haust kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hafa alvarlega íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að hjúkrunarfræðingar haldi áfram að vinna þessa gífurlegu yfirvinnu að öllu óbreyttu. Af umræddum launaupplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, eru dagvinnulaun aðeins 65% hlutfall heildarlaunanna. Restin af laununum eru t.d. vaktaálagið og yfirvinnan. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er í dagvinnu. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Launin eru því í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu og starfstengt álag. Svanhildur spurði hvað væri nóg? Þetta er ekki nóg. Það eru ekki allir sem hafa tækifæri til eða vilja vinna yfirvinnu og því eru þetta tölurnar sem þarf að ræða. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launakjör sín síðan 2011 og eru með tvo gerðardóma í farteskinu, sá seinni rennur út 31. mars. Nú þurfa yfirvöld að sína kjark og fara í stóra verkefnið sem er að tryggja launajafnrétti milli kynja. Þetta er tíminn til að leiðrétta það. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Kjaramál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í Silfrinu á RÚV 8. janúar ræddi Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um heildarlaun nokkurra heilbrigðisstétta, byggðum á upplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins frá janúar til september 2022. Í þeim gögnum er máluð mjög skökk mynd af þeim launakjörum sem þessar stéttir búa við og er það miður. Mér finnst miklu máli skipta að þegar fólk tjáir sig um þessi mál, þá viti það hvað það er að segja og hvað liggur að baki slíkum tölum eins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, gerði svo vel á í sama þætti. Á bakvið heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru t.d. greiðslur fyrir vaktaálag en það er greitt fyrir þann tíma sem unninn er utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta á við um vinnu á kvöldin, nóttunni, um helgar og á lögbundnum frídögum eins og t.d. um páska eða þegar aðrir eru í fríi. Jafnframt vantar hjúkrunarfræðinga til starfa og er því viðvarandi krafa um yfirvinnu á hjúkrunarfræðinga og margar aðrar heilbrigðisstéttir, svo hægt sé að veita þá grunnheilbrigðisþjónustu sem við stærum okkur af að sé svo góð og landsmenn gera kröfu um. Yfirvinnan er ekki bara vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, heldur einnig vegna afleiðinga heimsfaraldurs sem við erum enn þá að glíma við. Á sama tíma hafa veikindi og þar með talið langvarandi veikindi aukist og allt eykur þetta á kröfu um frekari óumbeðna yfirvinnu svo hægt sé að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Allt endurspeglar þetta mikla yfirvinnu og aukið vinnuálag sem er ekki til að laða fólk til starfa eða halda því í starfi, eins og við sjáum raungerast þessa mánuðina í flótta úr þessum störfum. Samkvæmt könnun sem við gerðum meðal hjúkrunarfræðinga síðasta haust kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hafa alvarlega íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að hjúkrunarfræðingar haldi áfram að vinna þessa gífurlegu yfirvinnu að öllu óbreyttu. Af umræddum launaupplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, eru dagvinnulaun aðeins 65% hlutfall heildarlaunanna. Restin af laununum eru t.d. vaktaálagið og yfirvinnan. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er í dagvinnu. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Launin eru því í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu og starfstengt álag. Svanhildur spurði hvað væri nóg? Þetta er ekki nóg. Það eru ekki allir sem hafa tækifæri til eða vilja vinna yfirvinnu og því eru þetta tölurnar sem þarf að ræða. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launakjör sín síðan 2011 og eru með tvo gerðardóma í farteskinu, sá seinni rennur út 31. mars. Nú þurfa yfirvöld að sína kjark og fara í stóra verkefnið sem er að tryggja launajafnrétti milli kynja. Þetta er tíminn til að leiðrétta það. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun