Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2023 19:40 Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Sigurður Jökull Ólafsson. Vísir/Einar Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. Metár er fram undan í komum skemmtiferðaskipa hingað til lands en um helmingi fleiri komur eru væntanlegar en í fyrra og áttatíu prósent fleiri farþegar. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar segir mikilvægt að reyna að minnka mengun af þeirra völdum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum ráð fyrir því að losun eins skips í siglingu losi margfalt á við árslosun einnar bifreiðar. Það þarf því að leggja áherslu á að láta skipin nota rafmagn í höfnum þar sem það er. Þá þarf að hraða uppbyggingu slíkra lausna. Það skiptir líka miklu máli hvernig eldsneyti er notað. Þá er von á nýrri reglugerð frá Evrópusambandinu varðandi losunarheimildir fyrir skemmtiferðaskip,“ segir Sigrún. Sigrún segir afar mikilvægt að fara vel yfir þessi mál hér á landi. „Ég held að þurfi heildræna stefnumörkun ferðaþjónustunnar og umhverfisyfirvalda í því að draga úr þessari losun og finna bestu leiðirnar. Við erum t.d. að horfa til Alaska. Þar er þjóðgarður sem heitir Glacier Bay þar sem búið er að koma ótrúlega skemmtilegu kerfi á laggirnar sem gengur út á að draga úr umhverfisáhrifum af skemmtiferðaskipum. Þeir sem standa sig best þar eiga mestu möguleika á að komast inn í þjóðgarðinn. Við erum með vísir að þessu á Hornströndum þ.e. þar eru ákveðin fjöldatakmörk á umferð,“ segir Sigrún. Sigrún bendir einnig á að Umhverfisstofnun hafi á síðasta ári ásamt Samgöngustofu og Landhelgisgæslunni gefið út leiðbeiningar á íslensku og ensku fyrir stjórnendur farþegaskipa. Þar séu að finna ákvæði um siglingaöryggi, mengunarvarnir og náttúruvernd. Skemmtiferðaskip þurfa að greiða eftir mengun Faxaflóahafnir taka við langstærstum hluta skemmtiferðaskipa. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri segir að strax í vor verði byrjað að tengja skip við rafmagn við Miðbakka og fleira sé á döfinni. „Við erum fyrsta höfnin í heiminum, fyrir utan norsku hafnirnar sem byrjuðu, til að taka þetta upp. Þetta er umhverfiseinkunnar kerfi sem er tengt gjaldskránni, þannig að skip greiða eftir því hversu mikið eða lítið þau menga,“ segir Sigurður. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar er ánægð með þetta skref. „Þetta er jákvætt þegar kemur losun meðan skipið er í höfninni. Það þarf hins vegar líka að skoða en það losun á siglingaleiðinni, en það er stærsta vandamálið,“ segir hún. Lega landsins, stríðið í Úkraínu og norðurslóðir Sigurður markaðsstjóri Faxaflóahafna segir legu landsins eina ástæðu þess að hingað séu að koma fleiri skemmtiferðaskip. Vegna legunnar komi áttatíu og fimm þúsund mann til landsins sem sé um þrjátíu þúsund fleiri en í fyrra. Þá komi fleira til. „Við fáum fleiri skip vegna stríðsins í Úkraínu en vegna þess er minni umferð um Eystrasalt en áður og svo er mikill áhugi á norðurslóðum. Þessir ferðamenn skilja um þrisvar sinnum meira eftir sig en hefðbundnir farþegar á skemmtiferðaskipum. Því þeir kaupa flug, hópferðir, gistingu og þjónustu í meira mæli,“ segir Sigurður. Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Loftgæði Hafnarmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Metár er fram undan í komum skemmtiferðaskipa hingað til lands en um helmingi fleiri komur eru væntanlegar en í fyrra og áttatíu prósent fleiri farþegar. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar segir mikilvægt að reyna að minnka mengun af þeirra völdum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum ráð fyrir því að losun eins skips í siglingu losi margfalt á við árslosun einnar bifreiðar. Það þarf því að leggja áherslu á að láta skipin nota rafmagn í höfnum þar sem það er. Þá þarf að hraða uppbyggingu slíkra lausna. Það skiptir líka miklu máli hvernig eldsneyti er notað. Þá er von á nýrri reglugerð frá Evrópusambandinu varðandi losunarheimildir fyrir skemmtiferðaskip,“ segir Sigrún. Sigrún segir afar mikilvægt að fara vel yfir þessi mál hér á landi. „Ég held að þurfi heildræna stefnumörkun ferðaþjónustunnar og umhverfisyfirvalda í því að draga úr þessari losun og finna bestu leiðirnar. Við erum t.d. að horfa til Alaska. Þar er þjóðgarður sem heitir Glacier Bay þar sem búið er að koma ótrúlega skemmtilegu kerfi á laggirnar sem gengur út á að draga úr umhverfisáhrifum af skemmtiferðaskipum. Þeir sem standa sig best þar eiga mestu möguleika á að komast inn í þjóðgarðinn. Við erum með vísir að þessu á Hornströndum þ.e. þar eru ákveðin fjöldatakmörk á umferð,“ segir Sigrún. Sigrún bendir einnig á að Umhverfisstofnun hafi á síðasta ári ásamt Samgöngustofu og Landhelgisgæslunni gefið út leiðbeiningar á íslensku og ensku fyrir stjórnendur farþegaskipa. Þar séu að finna ákvæði um siglingaöryggi, mengunarvarnir og náttúruvernd. Skemmtiferðaskip þurfa að greiða eftir mengun Faxaflóahafnir taka við langstærstum hluta skemmtiferðaskipa. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri segir að strax í vor verði byrjað að tengja skip við rafmagn við Miðbakka og fleira sé á döfinni. „Við erum fyrsta höfnin í heiminum, fyrir utan norsku hafnirnar sem byrjuðu, til að taka þetta upp. Þetta er umhverfiseinkunnar kerfi sem er tengt gjaldskránni, þannig að skip greiða eftir því hversu mikið eða lítið þau menga,“ segir Sigurður. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar er ánægð með þetta skref. „Þetta er jákvætt þegar kemur losun meðan skipið er í höfninni. Það þarf hins vegar líka að skoða en það losun á siglingaleiðinni, en það er stærsta vandamálið,“ segir hún. Lega landsins, stríðið í Úkraínu og norðurslóðir Sigurður markaðsstjóri Faxaflóahafna segir legu landsins eina ástæðu þess að hingað séu að koma fleiri skemmtiferðaskip. Vegna legunnar komi áttatíu og fimm þúsund mann til landsins sem sé um þrjátíu þúsund fleiri en í fyrra. Þá komi fleira til. „Við fáum fleiri skip vegna stríðsins í Úkraínu en vegna þess er minni umferð um Eystrasalt en áður og svo er mikill áhugi á norðurslóðum. Þessir ferðamenn skilja um þrisvar sinnum meira eftir sig en hefðbundnir farþegar á skemmtiferðaskipum. Því þeir kaupa flug, hópferðir, gistingu og þjónustu í meira mæli,“ segir Sigurður.
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Loftgæði Hafnarmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira