Faðir myrti fjölskyldu sína eftir að konan sótti um skilnað Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 08:58 Mæðgur leggja blóm og tuskudýr við heimili fjölskyldunnar þar sem morðin voru framin. Fjölskyldan var virk í starfi mormónakirkjunnar og þekkt í bæjarlífinu. AP/Laura Seitz/The Deseret News Karlmaður á fimmtugsaldri skaut fimm börn sín, eiginkonu sína, tengdamóður og loks sjálfan sig í Utah í Bandaríkjunum tveimur vikum eftir að konan sótti um skilnað. Börnin voru á aldrinum fjögurra til sautján ára gömul. Lögreglumenn fundu átta lík á heimili fjölskyldunnar eftir að tilkynning barst um að ekki hefði sést til hennar í nokkurn tíma í bænum Enoch í Utah á miðvikudag. Geoffrey Chesnut, borgarstjórinn í Enoch, sagði á fréttamannafundi í gær að lögregla vissi af því að eiginkona mannsins hefði sótt um skilnað en ekki lægi fyrir hvort að það væri tilefni morðanna. Lögregla upplýsti á sama fundi að hún hefði rannsakað hagi fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum án þess að skýra nánar hvers vegna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögregla telur að eiginmaðurinn, sem var 42 ára gamall, hafi skotið eiginkonu sína, sem var fertug, tengdamóður og börnin fimm, þrjár stúlkur og tvo drengi. Hjónin áttu meðal annars sjö ára gamla tvíbura. Tengdamóðir mannsins, sem var 78 ára gömul, bjó tímabundið á heimilinu til að aðstoða á erfiðum tíma, að sögn AP. Hafi ekki óttast eiginmanninn Eiginkonan sótti um skilnað 21. desember og manni hennar voru kynnt gögn um það 27. desember. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum konan sóttist eftir skilnaði. Lögmaður konunnar segir að hún hafi ekki lýst ótta við að eiginmaður hennar kynni að valda henni líkamstjóni. Lögmaðurinn hefði þó aðeins hitt hana tvisvar. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill sendu frá sér yfirlýsingu vegna morðanna þar sem þau sögðust syrgja með samfélaginu í Enoch. Hvöttu hjónin til þess að til aðgerða væri gripið til þess að fækka byssuglæpum sem eru nú algengasta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Fjöldamorð innan fjölskylda af þessu tagi hafa orðið æ algengari vestanhafs á undanförnum árum. Í fyrra voru sautján slík morð framin þegar miðað er við fjögur fórnarlömb eða fleiri. Í tíu tilfellum svipti morðinginn sig lífi. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5. janúar 2023 10:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Lögreglumenn fundu átta lík á heimili fjölskyldunnar eftir að tilkynning barst um að ekki hefði sést til hennar í nokkurn tíma í bænum Enoch í Utah á miðvikudag. Geoffrey Chesnut, borgarstjórinn í Enoch, sagði á fréttamannafundi í gær að lögregla vissi af því að eiginkona mannsins hefði sótt um skilnað en ekki lægi fyrir hvort að það væri tilefni morðanna. Lögregla upplýsti á sama fundi að hún hefði rannsakað hagi fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum án þess að skýra nánar hvers vegna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögregla telur að eiginmaðurinn, sem var 42 ára gamall, hafi skotið eiginkonu sína, sem var fertug, tengdamóður og börnin fimm, þrjár stúlkur og tvo drengi. Hjónin áttu meðal annars sjö ára gamla tvíbura. Tengdamóðir mannsins, sem var 78 ára gömul, bjó tímabundið á heimilinu til að aðstoða á erfiðum tíma, að sögn AP. Hafi ekki óttast eiginmanninn Eiginkonan sótti um skilnað 21. desember og manni hennar voru kynnt gögn um það 27. desember. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum konan sóttist eftir skilnaði. Lögmaður konunnar segir að hún hafi ekki lýst ótta við að eiginmaður hennar kynni að valda henni líkamstjóni. Lögmaðurinn hefði þó aðeins hitt hana tvisvar. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill sendu frá sér yfirlýsingu vegna morðanna þar sem þau sögðust syrgja með samfélaginu í Enoch. Hvöttu hjónin til þess að til aðgerða væri gripið til þess að fækka byssuglæpum sem eru nú algengasta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Fjöldamorð innan fjölskylda af þessu tagi hafa orðið æ algengari vestanhafs á undanförnum árum. Í fyrra voru sautján slík morð framin þegar miðað er við fjögur fórnarlömb eða fleiri. Í tíu tilfellum svipti morðinginn sig lífi.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5. janúar 2023 10:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5. janúar 2023 10:25