Bikarkeppnin hefur borið nafn Coca Cola undanfarin ár en fyrirtækið mun áfram vera styrktaraðili keppninar. Hún mun hins vegar bera nafn Powerade í stað Coca Cola.
Íslandsmeistarar Fram munu mæta bikarmeisturum Vals í 8-liða úrslitum í bikarkeppni kvenna. Valur er á toppi Olís-deildarinnar sem stendur en leikurinn mun fara fram á heimavelli Fram.
8-liða úrslitin fara fram dagana 7. og 8. febrúar en Selfoss mun þar mæta HK, Víkingur mætir Haukum og Stjarnan mætir ÍBV.
- 8-liða úrslit kvenna
- Fram - Valur
- Selfoss - HK
- Víkingur - Haukar
- Stjarnan - ÍBV
- 8-liða úrslit karla
- ÍR - Fram
- Haukar - Hörður
- KA - Afturelding
- Stjarnan - Valur
Íslands- og bikarmeistarar Vals í karlaflokki munu sækja Stjörnuna heim í Garðabæ í Powerade-bikar karla. ÍR og Fram munu eigast við í Breiðholti, Haukar mæta Herði að Ásvöllum og Afturelding fer norður um heiðar og mætir KA á Akureyri.
8-liða úrslit karlamegin fara fram viku á eftir þeim í kvennaflokki, dagana 15. og 16. febrúar.