New York heimilar moltuvinnslu líkamsleifa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2023 09:31 Sum fyrirtæki heimila aðstandendum að leggja blóm og bréf hjá hinum látna, svo lengi sem um lífræn efni er að ræða. Getty/Mat Hayward/Recompose Yfirvöld í New York ríki í Bandaríkjunum hafa bæst í hóp fimm annarra ríkja sem hafa heimilað einstaklingum að velja að láta endurnýja líkamsleifar sínar með því að breyta þeim í moltu. Molta er jarðvegur úr lífrænum úrgangi, sem er unnin með því að láta örverur melta úrganginn, eða í þessu tilviki líkamsleifar viðkomandi. Þessi ráðstöfun líkamsleifa nýtur vaxandi vinsælda en hún er talin vera öllu umhverfisvænni en greftrun og líkbrennsla. Líkamsleifarnar eru settar í kistu eða sívalningslaga ílát ásamt lífrænu efni sem styður við vöxt örvera, til að mynda trjákurl og hey. Örverurnar gera sitt í nokkrar vikur, þar til ekkert er eftir nema bein. Ólífrænir hlutir, á borð við gagnráða, eru þá fjarlægðir en moltan sett í gegnum vél sem mylur beinin. Að því loknu er moltan geymd í nokkrar vikur í viðbót og snúið reglulega, þar til örverurnar hafa einnig unnið á beinflísunum. Eftir tvo til þrjá mánuði fá aðstandendur moltuna afhenta til að ráðstafa að vild, til að mynda í minningargarð. Sumar trúarstofnanir, til að mynda kaþólska kirkjan, hafa sett sig upp á móti úrræðinu á þeim forsendum að það sé vanvirðing að fara með líkamsleifar fólks eins og hvern annan eldhúsúrgang. Hér má finna ítarlega umfjöllun um moltugerð úr líkamsleifum. Bandaríkin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Molta er jarðvegur úr lífrænum úrgangi, sem er unnin með því að láta örverur melta úrganginn, eða í þessu tilviki líkamsleifar viðkomandi. Þessi ráðstöfun líkamsleifa nýtur vaxandi vinsælda en hún er talin vera öllu umhverfisvænni en greftrun og líkbrennsla. Líkamsleifarnar eru settar í kistu eða sívalningslaga ílát ásamt lífrænu efni sem styður við vöxt örvera, til að mynda trjákurl og hey. Örverurnar gera sitt í nokkrar vikur, þar til ekkert er eftir nema bein. Ólífrænir hlutir, á borð við gagnráða, eru þá fjarlægðir en moltan sett í gegnum vél sem mylur beinin. Að því loknu er moltan geymd í nokkrar vikur í viðbót og snúið reglulega, þar til örverurnar hafa einnig unnið á beinflísunum. Eftir tvo til þrjá mánuði fá aðstandendur moltuna afhenta til að ráðstafa að vild, til að mynda í minningargarð. Sumar trúarstofnanir, til að mynda kaþólska kirkjan, hafa sett sig upp á móti úrræðinu á þeim forsendum að það sé vanvirðing að fara með líkamsleifar fólks eins og hvern annan eldhúsúrgang. Hér má finna ítarlega umfjöllun um moltugerð úr líkamsleifum.
Bandaríkin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira