„Þetta fer ekki að léttast fyrr en það hlýnar í veðri og vorar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2022 14:00 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikið álag alls staðar í heilbrigðiskerfinu um þessar mundir. Vísir/Egill Mikið álag er í heilbrigðiskerfinu vegna óvenju mikils flensufárs. Landspítali hefur gripið til takmarkana og á heilsugæslustöðvum eru tímar fullbókaðir og löng bið á Læknavaktinni. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að leita annarra ráða en að birtast beint á stöðvunum. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni fyrr en það fer að hlýna í veðri. Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítala takmarkaðar við einn gest og gilda takmarkanirnar meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu. Grímuskylda er á spítalanum og gestir mega ekki vera eð einkenni frá öndunarvegi, til að mynda kvef, eða meltingarvegi, til að mynda niðurgang, að því er segir í tilkynningu á vef Landspítala. Már Kristjánsson forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum sagði í kvöldfréttum í gær að gríðarlegt álag væri á spítalanum vegna óvenju mikils flensufárs. Ný rými fyrir sjúklinga hafi verið opnuð og biðlað til fólks að halda sig heima sé það veikt. Álagið er einnig víðar, til að mynda á heilsugæslustöðvum þar sem allt er fullbókað og á Læknavaktinni hefur fólk þurft að bíða í langan tíma undanfarnar vikur. Vegna vægari veikinda og minniháttar slysa hefur fólk þó verið hvatt til að leita þangað frekar en á bráðamóttöku. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur undir það að fólk eigi að halda sig heima sé um minniháttar veikindi að ræða, þó þau sinni vissulega öllum sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda. „Það sem við erum svona að biðlast til er að fólk aðeins hugsi sig um, skoði hvað er hægt að gera annað, leiti ráða, hringi á sína heilsugæslustöð, hringja í Upplýsingamiðstöðina [í síma 513-1700] eða 1700 símann og svona fái ráð um hvað er hægt að gera, ekki bara birtast beint,“ segir hún. Álagið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram Fólk er hvatt til að fara varlega, ekki síst yfir áramótin, huga að eigin heilsu og forðast margmenni sé það veikt. Þá geti húsráð hjálpað auk verkjalyfja á borð við Paratabs. Allt geti það dregið úr álaginu. „Það er gríðarlega mikið að gera alls staðar í kerfinu. Það er mikið að gera á stöðvunum, Læknavaktin er alveg á fullu, bráðamóttökur, það er bið alls staðar,“ segir Sigríður. „Þess vegna er svo gott að fólk sé búið að hringja og hafa samband, þá er alla vega hægt að meta erindin og þá vitum við pínulítið meira um af hverju fólk er að koma og erum í rauninni fljótari að afgreiða þá sem að þurfa að koma,“ segir hún enn fremur. Álagið hafi verið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram, þó allt sé nú reynt til að bregðast við ástandinu. „Það virðist vera, bara eftir Covid, að þá er greinilega mjög mikið um erfiðar pestir. Þannig vissulega er þetta orðið lengra en við vonuðumst til og ég sé ekki annað en að þetta ástand vari eitthvað aðeins fram á nýár, bara meðan það er svona mikill vetur. Þetta fer ekki að léttast fyrr en hlýnar í veðri og vorar,“ segir Sigríður. Heilsugæsla Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítala takmarkaðar við einn gest og gilda takmarkanirnar meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu. Grímuskylda er á spítalanum og gestir mega ekki vera eð einkenni frá öndunarvegi, til að mynda kvef, eða meltingarvegi, til að mynda niðurgang, að því er segir í tilkynningu á vef Landspítala. Már Kristjánsson forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum sagði í kvöldfréttum í gær að gríðarlegt álag væri á spítalanum vegna óvenju mikils flensufárs. Ný rými fyrir sjúklinga hafi verið opnuð og biðlað til fólks að halda sig heima sé það veikt. Álagið er einnig víðar, til að mynda á heilsugæslustöðvum þar sem allt er fullbókað og á Læknavaktinni hefur fólk þurft að bíða í langan tíma undanfarnar vikur. Vegna vægari veikinda og minniháttar slysa hefur fólk þó verið hvatt til að leita þangað frekar en á bráðamóttöku. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur undir það að fólk eigi að halda sig heima sé um minniháttar veikindi að ræða, þó þau sinni vissulega öllum sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda. „Það sem við erum svona að biðlast til er að fólk aðeins hugsi sig um, skoði hvað er hægt að gera annað, leiti ráða, hringi á sína heilsugæslustöð, hringja í Upplýsingamiðstöðina [í síma 513-1700] eða 1700 símann og svona fái ráð um hvað er hægt að gera, ekki bara birtast beint,“ segir hún. Álagið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram Fólk er hvatt til að fara varlega, ekki síst yfir áramótin, huga að eigin heilsu og forðast margmenni sé það veikt. Þá geti húsráð hjálpað auk verkjalyfja á borð við Paratabs. Allt geti það dregið úr álaginu. „Það er gríðarlega mikið að gera alls staðar í kerfinu. Það er mikið að gera á stöðvunum, Læknavaktin er alveg á fullu, bráðamóttökur, það er bið alls staðar,“ segir Sigríður. „Þess vegna er svo gott að fólk sé búið að hringja og hafa samband, þá er alla vega hægt að meta erindin og þá vitum við pínulítið meira um af hverju fólk er að koma og erum í rauninni fljótari að afgreiða þá sem að þurfa að koma,“ segir hún enn fremur. Álagið hafi verið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram, þó allt sé nú reynt til að bregðast við ástandinu. „Það virðist vera, bara eftir Covid, að þá er greinilega mjög mikið um erfiðar pestir. Þannig vissulega er þetta orðið lengra en við vonuðumst til og ég sé ekki annað en að þetta ástand vari eitthvað aðeins fram á nýár, bara meðan það er svona mikill vetur. Þetta fer ekki að léttast fyrr en hlýnar í veðri og vorar,“ segir Sigríður.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent