Engin ákvörðun tekin um landamæraskimun vegna afléttinga í Kína Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2022 11:44 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé nú boðið upp á inflúensubólusetningu fyrir börn frá sex mánaða aldri til tveggja og hálfs árs. Vísir/Egill Fleiri ríki bætast í hóp þeirra sem bregðast við frelsi Kínverja með kórónuveiruskimun á landamærum, nú síðast Bandaríkin. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um landamæraskimun hér á landi en að vel sé fylgst með stöðunni. Harðar sóttvarnartakmarkanir í Kína hafa komið í veg fyrir að flestir Kínverjar ferðist til útlanda. Nú er von á að breyting verði á því takmörkunum í landinu hefur hægt og bítandi verið aflétt síðustu vikur en nýverið gáfu kínversk stjórnvöld út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu í landið frá og með áttunda janúar. Sérfræðingar eru víða uggandi vegna fyrirætlana kínverskra stjórnvalda þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Bólusetningar hafa ekki náð jafn mikilli útbreiðslu í landinu eins og víða annars staðar og stjórnvöld hætt að gefa út smittölur. Lítið vitað um stöðuna Stjórnvöld í Kína segja að um fimm þúsund manns smitist á degi hverjum en þær tölur eru verulega dregnar í efa af sérfræðingum sem segja veiruna mun útbreiddari í raun og veru og líklegra að milljón manns smitist á degi hverjum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítralíu, Japan, Tævan og á Indlandi hafa ákveðið að allir sem ferðist þangað frá Kína verði skimaðir á landamærum vegna stöðu faraldursins þar í landi. Fylgjast vel með Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með stöðunni í Kína og Evrópu. „Við erum að fylgjast með því sem er að gerast í Kína þó að takmarkaðar upplýsingar komi þangað. Eins því sem Evrópuþjóðir eru að ræða og jafnvel grípa til. Það eru bara Ítalir sem hafa gripið til ráðstafana enn sem komið er í Evrópu, en auðvitað fleiri í heiminum.“ Engin ákvörðun tekin Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til neinna aðgerða á landamærum hér á landi. „Við erum ekki með nein bein flug frá Kína. Fólk er þá að koma frá öðrum löndum. Við höfum ekki ákveðið að gera neitt slíkt eins og er. Erum bara að meta ástandið, skoða og fylgjast með þeim gögnum sem koma fram og þá frá Evrópu sérstaklega.“ Hún segir að ekkert bendi til þess að annað afbrigði hafi greinst í Kína sem sé frábrugðið því sem greinst hefur hér og í Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Kína Tengdar fréttir Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26 Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41 Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Harðar sóttvarnartakmarkanir í Kína hafa komið í veg fyrir að flestir Kínverjar ferðist til útlanda. Nú er von á að breyting verði á því takmörkunum í landinu hefur hægt og bítandi verið aflétt síðustu vikur en nýverið gáfu kínversk stjórnvöld út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu í landið frá og með áttunda janúar. Sérfræðingar eru víða uggandi vegna fyrirætlana kínverskra stjórnvalda þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Bólusetningar hafa ekki náð jafn mikilli útbreiðslu í landinu eins og víða annars staðar og stjórnvöld hætt að gefa út smittölur. Lítið vitað um stöðuna Stjórnvöld í Kína segja að um fimm þúsund manns smitist á degi hverjum en þær tölur eru verulega dregnar í efa af sérfræðingum sem segja veiruna mun útbreiddari í raun og veru og líklegra að milljón manns smitist á degi hverjum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítralíu, Japan, Tævan og á Indlandi hafa ákveðið að allir sem ferðist þangað frá Kína verði skimaðir á landamærum vegna stöðu faraldursins þar í landi. Fylgjast vel með Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með stöðunni í Kína og Evrópu. „Við erum að fylgjast með því sem er að gerast í Kína þó að takmarkaðar upplýsingar komi þangað. Eins því sem Evrópuþjóðir eru að ræða og jafnvel grípa til. Það eru bara Ítalir sem hafa gripið til ráðstafana enn sem komið er í Evrópu, en auðvitað fleiri í heiminum.“ Engin ákvörðun tekin Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til neinna aðgerða á landamærum hér á landi. „Við erum ekki með nein bein flug frá Kína. Fólk er þá að koma frá öðrum löndum. Við höfum ekki ákveðið að gera neitt slíkt eins og er. Erum bara að meta ástandið, skoða og fylgjast með þeim gögnum sem koma fram og þá frá Evrópu sérstaklega.“ Hún segir að ekkert bendi til þess að annað afbrigði hafi greinst í Kína sem sé frábrugðið því sem greinst hefur hér og í Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Kína Tengdar fréttir Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26 Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41 Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26
Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41
Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50