Hafa endurgreitt um 200 milljónir vegna vegalokana Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. desember 2022 21:23 Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða. bylgjan Rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir fyrirtækið hafa endurgreitt um 200 milljónir til ferðamanna vegna vegalokana. Ferðamenn hafa afbókað ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. Kallað er eftir betri fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni. Aðilar í ferðaþjónustu eru óánægðir vegna ástandsins sem hefur verið á vegum landsins síðustu daga vegna fannfergis. Gagnrýni þeirra hefur aðallega beinst að Vegagerðinni. „Það sem fyllti algjörlega mælinn var að vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs hafi verið algjörlega lokaður núna í fjóra daga á háannatíma ferðaþjónustu,“ segir Jóhann Már Valdimarsson rekstrarstjóri Tröllaferða sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segist hafa skilning á vegalokunum vegna veðurs. Hins vegar sé óásættanlegt að hafa vegi lokaða vegna snjós á vegum í góðu veðri. „Það er skrýtið að þá sé ekki hægt að halda vegum opnum. Við hljótum að geta gert þetta betur þannig hægt sé að halda þjóðvegi eitt opnum um leið og veðrinu slotar,“ segir Jóhann Már. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hans hafi þurft að afbóka ferðir hjá um þúsund manns. „Ferðamenn eiga erfitt með að skilja það þegar þeir horfa út og sjá að ekkert er að veðrinu. Ég talaði við ferðamenn í gær í Vík sem skildu ekki hvers vegna þeir komust ekki frá A til B. Þeir höfðu bókað ísjöklaferðir í Breiðarmerkurjökli.“ Mikið um afbókanir í upphafi nýs árs Nú þegar búið sé að auglýsa landið sem áfangastað sem hægt sé að heimsækja allt árið um kring, þurfi innviðir að fylgja. Vegagerðin mun funda með Samtökum ferðaþjónustunnar á nýju ári til að ræða aukna þjónustu við atvinnugreinina. Jóhann segist upplifa að frekar sé lokað vegum í dag en áður fyrr. Hann biður einnig um frekari fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni Lokanir á síðustu dögum hafa kostað fyrirtæki hans um 200 milljónir í endurgreiðslur. „Það er samt aukaatriði í þessu. Það sem er verst í þessu eru kúnnarnir sem hafa safnað og beðið, hlakkað til að koma til Íslands. Ég talaði við fjölskylduföður í dag í Vík sem var alveg sama hvað skyldi gert, hann vildi bara gera eitthvað. Það er það sem er erfiðast í þessu, að segja þessu fólki sem hefur tekið sér frí og vill ferðast, að því miður séu vegirnir lokaðir og þeir verði að vera í Reykjavík þessa tíu daga sem þau bókuðu.“ Jóhann segir einnig algengt að fólk sé að afbóka ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. „Fólk hefur lesið um það sem er að gerast á Íslandi og afbókar þess vegna. Það er hagur allra að við fáum ferðamenn hingað tólf mánuði á ári. Það eru fyrirtæki um allt land sem stóla á ferðaþjónustu allt árið, og til þess þurfa innviðir að vera í lagi og það eru vegirnir sem verður að halda opnum.“ Ferðamennska á Íslandi Snjómokstur Mýrdalshreppur Reykjavík síðdegis Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Aðilar í ferðaþjónustu eru óánægðir vegna ástandsins sem hefur verið á vegum landsins síðustu daga vegna fannfergis. Gagnrýni þeirra hefur aðallega beinst að Vegagerðinni. „Það sem fyllti algjörlega mælinn var að vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs hafi verið algjörlega lokaður núna í fjóra daga á háannatíma ferðaþjónustu,“ segir Jóhann Már Valdimarsson rekstrarstjóri Tröllaferða sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segist hafa skilning á vegalokunum vegna veðurs. Hins vegar sé óásættanlegt að hafa vegi lokaða vegna snjós á vegum í góðu veðri. „Það er skrýtið að þá sé ekki hægt að halda vegum opnum. Við hljótum að geta gert þetta betur þannig hægt sé að halda þjóðvegi eitt opnum um leið og veðrinu slotar,“ segir Jóhann Már. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hans hafi þurft að afbóka ferðir hjá um þúsund manns. „Ferðamenn eiga erfitt með að skilja það þegar þeir horfa út og sjá að ekkert er að veðrinu. Ég talaði við ferðamenn í gær í Vík sem skildu ekki hvers vegna þeir komust ekki frá A til B. Þeir höfðu bókað ísjöklaferðir í Breiðarmerkurjökli.“ Mikið um afbókanir í upphafi nýs árs Nú þegar búið sé að auglýsa landið sem áfangastað sem hægt sé að heimsækja allt árið um kring, þurfi innviðir að fylgja. Vegagerðin mun funda með Samtökum ferðaþjónustunnar á nýju ári til að ræða aukna þjónustu við atvinnugreinina. Jóhann segist upplifa að frekar sé lokað vegum í dag en áður fyrr. Hann biður einnig um frekari fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni Lokanir á síðustu dögum hafa kostað fyrirtæki hans um 200 milljónir í endurgreiðslur. „Það er samt aukaatriði í þessu. Það sem er verst í þessu eru kúnnarnir sem hafa safnað og beðið, hlakkað til að koma til Íslands. Ég talaði við fjölskylduföður í dag í Vík sem var alveg sama hvað skyldi gert, hann vildi bara gera eitthvað. Það er það sem er erfiðast í þessu, að segja þessu fólki sem hefur tekið sér frí og vill ferðast, að því miður séu vegirnir lokaðir og þeir verði að vera í Reykjavík þessa tíu daga sem þau bókuðu.“ Jóhann segir einnig algengt að fólk sé að afbóka ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. „Fólk hefur lesið um það sem er að gerast á Íslandi og afbókar þess vegna. Það er hagur allra að við fáum ferðamenn hingað tólf mánuði á ári. Það eru fyrirtæki um allt land sem stóla á ferðaþjónustu allt árið, og til þess þurfa innviðir að vera í lagi og það eru vegirnir sem verður að halda opnum.“
Ferðamennska á Íslandi Snjómokstur Mýrdalshreppur Reykjavík síðdegis Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði