Rússneskur pylsumógúll látinn eftir fall út um glugga Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2022 08:22 Pavel Antov stofnaði kjötvinnsluna Vladimír Standard snemma á tuttugustu öldinni. Pavel Antov Rússneski pylsumógúllinn og stjórnmálamaðurinn Pavel Anton fannst látinn eftir að hafa fallið af glugga á þriðju hæð hótels á Indlandi á jóladag. Tveimur dögum fyrr hafði vinur hans látist í sömu ferð. Andlátið er það síðasta í röð dularfullra dauðsfalla rússneskra auðmanna á síðustu mánuðum, en margir þeirra höfðu þá gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu. Antov var í hópi fjögurra sem voru á ferðalagi í héraðinu Odisha í austurhluta Indlands. Milljarðamæringurinn, sem einnig var virkur í sveitarstjórnarmálum í bænum Vladimír, austur af Moskvu, hafði haldið upp á afmæli sitt á hótelinu. Antov rataði í fréttirnar í Rússlandi síðasta sumar þar sem hann hafnaði að hafa gagnrýnt stríðsrekstur Rússa eftir að meint WhatsApp-skilaboð hans höfðu verið birt opinberlega. Þar var hann sagður hafa sagt að erfitt væri að kalla árás Rússa á íbúðablokk í Sjevtsjenkivskí-hverfinu í Kænugarði í júní síðastliðinn sem nokkuð annað en hryðjuverk. Rússneskir fjölmiðlar segja að hinn 65 ára Antov hafi látist eftir að hafa fallið út um glugga á hóteli í bænum Rayagada. Vinur hans, Vladimir Budanov, lést á hótelinu síðastliðinn föstudag. Talsmaður lögreglu í Odisha segir að Budanov hafi látist af völdum heilablóðfalls og að vinur hans [Antov] hafi verið miður sín vegna andláts vinar síns að hann hafi sömuleiðis látist. Ræðismaður Rússlands í Kolkata segir í samtali við fréttaveituna Tass að lögregla á Indlandi telji að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Pavel Antov stofnaði á sínum tíma kjötvinnsluna Vladimir Standard og mat Forbes auðævi hans á um 140 milljónir Bandaríkjadala. Rússland Indland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Andlátið er það síðasta í röð dularfullra dauðsfalla rússneskra auðmanna á síðustu mánuðum, en margir þeirra höfðu þá gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu. Antov var í hópi fjögurra sem voru á ferðalagi í héraðinu Odisha í austurhluta Indlands. Milljarðamæringurinn, sem einnig var virkur í sveitarstjórnarmálum í bænum Vladimír, austur af Moskvu, hafði haldið upp á afmæli sitt á hótelinu. Antov rataði í fréttirnar í Rússlandi síðasta sumar þar sem hann hafnaði að hafa gagnrýnt stríðsrekstur Rússa eftir að meint WhatsApp-skilaboð hans höfðu verið birt opinberlega. Þar var hann sagður hafa sagt að erfitt væri að kalla árás Rússa á íbúðablokk í Sjevtsjenkivskí-hverfinu í Kænugarði í júní síðastliðinn sem nokkuð annað en hryðjuverk. Rússneskir fjölmiðlar segja að hinn 65 ára Antov hafi látist eftir að hafa fallið út um glugga á hóteli í bænum Rayagada. Vinur hans, Vladimir Budanov, lést á hótelinu síðastliðinn föstudag. Talsmaður lögreglu í Odisha segir að Budanov hafi látist af völdum heilablóðfalls og að vinur hans [Antov] hafi verið miður sín vegna andláts vinar síns að hann hafi sömuleiðis látist. Ræðismaður Rússlands í Kolkata segir í samtali við fréttaveituna Tass að lögregla á Indlandi telji að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Pavel Antov stofnaði á sínum tíma kjötvinnsluna Vladimir Standard og mat Forbes auðævi hans á um 140 milljónir Bandaríkjadala.
Rússland Indland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17