Rússneskur pylsumógúll látinn eftir fall út um glugga Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2022 08:22 Pavel Antov stofnaði kjötvinnsluna Vladimír Standard snemma á tuttugustu öldinni. Pavel Antov Rússneski pylsumógúllinn og stjórnmálamaðurinn Pavel Anton fannst látinn eftir að hafa fallið af glugga á þriðju hæð hótels á Indlandi á jóladag. Tveimur dögum fyrr hafði vinur hans látist í sömu ferð. Andlátið er það síðasta í röð dularfullra dauðsfalla rússneskra auðmanna á síðustu mánuðum, en margir þeirra höfðu þá gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu. Antov var í hópi fjögurra sem voru á ferðalagi í héraðinu Odisha í austurhluta Indlands. Milljarðamæringurinn, sem einnig var virkur í sveitarstjórnarmálum í bænum Vladimír, austur af Moskvu, hafði haldið upp á afmæli sitt á hótelinu. Antov rataði í fréttirnar í Rússlandi síðasta sumar þar sem hann hafnaði að hafa gagnrýnt stríðsrekstur Rússa eftir að meint WhatsApp-skilaboð hans höfðu verið birt opinberlega. Þar var hann sagður hafa sagt að erfitt væri að kalla árás Rússa á íbúðablokk í Sjevtsjenkivskí-hverfinu í Kænugarði í júní síðastliðinn sem nokkuð annað en hryðjuverk. Rússneskir fjölmiðlar segja að hinn 65 ára Antov hafi látist eftir að hafa fallið út um glugga á hóteli í bænum Rayagada. Vinur hans, Vladimir Budanov, lést á hótelinu síðastliðinn föstudag. Talsmaður lögreglu í Odisha segir að Budanov hafi látist af völdum heilablóðfalls og að vinur hans [Antov] hafi verið miður sín vegna andláts vinar síns að hann hafi sömuleiðis látist. Ræðismaður Rússlands í Kolkata segir í samtali við fréttaveituna Tass að lögregla á Indlandi telji að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Pavel Antov stofnaði á sínum tíma kjötvinnsluna Vladimir Standard og mat Forbes auðævi hans á um 140 milljónir Bandaríkjadala. Rússland Indland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Andlátið er það síðasta í röð dularfullra dauðsfalla rússneskra auðmanna á síðustu mánuðum, en margir þeirra höfðu þá gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu. Antov var í hópi fjögurra sem voru á ferðalagi í héraðinu Odisha í austurhluta Indlands. Milljarðamæringurinn, sem einnig var virkur í sveitarstjórnarmálum í bænum Vladimír, austur af Moskvu, hafði haldið upp á afmæli sitt á hótelinu. Antov rataði í fréttirnar í Rússlandi síðasta sumar þar sem hann hafnaði að hafa gagnrýnt stríðsrekstur Rússa eftir að meint WhatsApp-skilaboð hans höfðu verið birt opinberlega. Þar var hann sagður hafa sagt að erfitt væri að kalla árás Rússa á íbúðablokk í Sjevtsjenkivskí-hverfinu í Kænugarði í júní síðastliðinn sem nokkuð annað en hryðjuverk. Rússneskir fjölmiðlar segja að hinn 65 ára Antov hafi látist eftir að hafa fallið út um glugga á hóteli í bænum Rayagada. Vinur hans, Vladimir Budanov, lést á hótelinu síðastliðinn föstudag. Talsmaður lögreglu í Odisha segir að Budanov hafi látist af völdum heilablóðfalls og að vinur hans [Antov] hafi verið miður sín vegna andláts vinar síns að hann hafi sömuleiðis látist. Ræðismaður Rússlands í Kolkata segir í samtali við fréttaveituna Tass að lögregla á Indlandi telji að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Pavel Antov stofnaði á sínum tíma kjötvinnsluna Vladimir Standard og mat Forbes auðævi hans á um 140 milljónir Bandaríkjadala.
Rússland Indland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17