34 látnir í Buffalo og enn leitað að líkum í föstum bílum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2022 07:06 Snjó hefur kyngt niður og frostið farið í 45 stig. AP/The Buffalo News/Joseph Cooke Að minnsta kosti 34 eru látnir í Buffalo í New York eftir kuldakast síðustu daga en yfirvöld gera fastlega ráð fyrir að fleiri muni finnast látnir á næstu dögum. Lögregla leitar nú í bifreiðum sem hafa setið fastar í snjónum. Fjöldi líka hafa verið flutt á sjúkrahús, þar sem unnið er að því að rannsaka hvort viðkomandi hafi látist af völdum veðurofsans. Lögregla á enn eftir að svara um það bil þúsund útköllum í gegnum neyðarlínuna 911, sem hún hefur ekki komist í vegna álags. Aðstæður eru enn víða slæmar, þar sem akstursbönn eru enn í gildi og verslanir lokaðar. Þá snjóar enn á sumum svæðum. Veðurfræðingar segja um að ræða versta snjóstorm á líftíma núlifandi kynslóða. Meðal látnu voru að minnsta kosti þrír sem fundust í bifreiðum sínum, fjórir sem voru á heimilum án hita, þrír sem létust af völdum hjartabilunar við snjómokstur og þrír sem féllu frá vegna þess að viðbragðsaðilar komust ekki til að sinna þeim í tæka tíð. Þá hafa lík fundist úti á götu. Eitt fórnarlamba veðursins, hin 22 ára Anndel Taylor, lést eftir að hafa setið föst í bifreið sinni í 18 klukkustundir. Hún stytti sér stundir við að skiptast á myndskeiðum við systur sína en í síðasta myndskeiðinu sem hún sendi frá sér sést hún skrúfa niður rúðuna til að sýna aðra fasta bifreið. Fregnir hafa borist af neyðarástandi á spítala þegar rafmagn fór af byggingunni og konu sem þurfti að fæða heima þar sem hún komst hvorki lönd né strönd. Konan var að lokum flutt á sjúkrahús í 45 mínútna fjarlægð frá heimili sínu, þar sem ófært var að nærliggjandi sjúkrastofnunum. Hærra hitastig er í kortunum og viðbúið að bráðnandi snjór muni valda einhverjum flóðum. Bandaríkin Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Fjöldi líka hafa verið flutt á sjúkrahús, þar sem unnið er að því að rannsaka hvort viðkomandi hafi látist af völdum veðurofsans. Lögregla á enn eftir að svara um það bil þúsund útköllum í gegnum neyðarlínuna 911, sem hún hefur ekki komist í vegna álags. Aðstæður eru enn víða slæmar, þar sem akstursbönn eru enn í gildi og verslanir lokaðar. Þá snjóar enn á sumum svæðum. Veðurfræðingar segja um að ræða versta snjóstorm á líftíma núlifandi kynslóða. Meðal látnu voru að minnsta kosti þrír sem fundust í bifreiðum sínum, fjórir sem voru á heimilum án hita, þrír sem létust af völdum hjartabilunar við snjómokstur og þrír sem féllu frá vegna þess að viðbragðsaðilar komust ekki til að sinna þeim í tæka tíð. Þá hafa lík fundist úti á götu. Eitt fórnarlamba veðursins, hin 22 ára Anndel Taylor, lést eftir að hafa setið föst í bifreið sinni í 18 klukkustundir. Hún stytti sér stundir við að skiptast á myndskeiðum við systur sína en í síðasta myndskeiðinu sem hún sendi frá sér sést hún skrúfa niður rúðuna til að sýna aðra fasta bifreið. Fregnir hafa borist af neyðarástandi á spítala þegar rafmagn fór af byggingunni og konu sem þurfti að fæða heima þar sem hún komst hvorki lönd né strönd. Konan var að lokum flutt á sjúkrahús í 45 mínútna fjarlægð frá heimili sínu, þar sem ófært var að nærliggjandi sjúkrastofnunum. Hærra hitastig er í kortunum og viðbúið að bráðnandi snjór muni valda einhverjum flóðum.
Bandaríkin Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira