Viðstöðulausar verðhækkanir dynji á landsmönnum Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 23. desember 2022 22:54 Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur hjá ASÍ segir að setja þurfi ítrekaðar verðhækkanir í samhengi við stöðuna í þjóðfélaginu. ASÍ/Rut Sigurðardóttir Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum fyrir þessi jólin, sérstaklega þegar kemur að matnum. Verðbólgan er farin að bíta hressilega og hagfræðingur ASÍ segir viðstöðulausar hækkanir dynja á landsmönnum á sama tíma og arðsemi fyrirtækja eykst. Verðbólgan jókst um 0,3 prósentustig í desember og mælist nú 9,6 prósent. Hún hefur ekki verið meiri síðan í ágúst en í janúar mældist ársverðbólga 5,7 prósent. Aukninguna núna má einna helst rekja til verðhækkana á flugfargjöldum. Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur ASÍ segir að ekki sé mikið meira svigrúm fyrir verðhækkunum til að mynda á nauðsynjavörum, sem bitni helst á þeim sem verst standa. Það sé nú í höndum fyrirtækja að gera það sem þau geta til að ná verðbólgunni niður. „Þannig að þegar við erum að sjá verð á vöru og þjónustu hækka viðstöðulaust á sama tíma og afkoma fyrirtækja er þetta góð, þá auðvitað liggur það fyrir að fyrirtæki eru að ná fram þessari auknu arðsemi með óþarfa verðhækkunum. Og það er auðvitað eitthvað sem við munum ekki láta óátalið og eitthvað sem þarf að fara að vinna gegn,“ segir Auður Alfa. Hún bætir við að það eigi ekki síst við nú, þegar jólin eru á næsta leiti. Verð á mat og drykkjarvöru átti hlut í því að verðbólgan jókst milli mánaða. Jólamaturinn hækkar mikið milli ára og er það þá einna helst kjötið. Átti von á tuttugu þúsund kalli Fréttastofa ræddi við landsmenn sem voru að klára jólainnkaupin og voru allir á sama máli. Verðbólgan biti hressilega. „Þetta var þrjátíu þúsund kall, ég átti von á kannski tuttugu þúsund kalli. Ég held að það hafi verið karfan í fyrra,“ sagði Ársæll Sigurlaugar Níelsson, sem var að klára jólainnkaupin í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir tekur í sama streng. „Já, og í rauninni allt saman [hefur hækkað]. Maður fer að kaupa eitthvað smá og þetta er bara rándýrt. En það er náttúrulega mismunandi hverjir eru í góðri stöðu til að geta greitt fyrir matinn og hverjir ekki.“ Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Verðbólgan jókst um 0,3 prósentustig í desember og mælist nú 9,6 prósent. Hún hefur ekki verið meiri síðan í ágúst en í janúar mældist ársverðbólga 5,7 prósent. Aukninguna núna má einna helst rekja til verðhækkana á flugfargjöldum. Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur ASÍ segir að ekki sé mikið meira svigrúm fyrir verðhækkunum til að mynda á nauðsynjavörum, sem bitni helst á þeim sem verst standa. Það sé nú í höndum fyrirtækja að gera það sem þau geta til að ná verðbólgunni niður. „Þannig að þegar við erum að sjá verð á vöru og þjónustu hækka viðstöðulaust á sama tíma og afkoma fyrirtækja er þetta góð, þá auðvitað liggur það fyrir að fyrirtæki eru að ná fram þessari auknu arðsemi með óþarfa verðhækkunum. Og það er auðvitað eitthvað sem við munum ekki láta óátalið og eitthvað sem þarf að fara að vinna gegn,“ segir Auður Alfa. Hún bætir við að það eigi ekki síst við nú, þegar jólin eru á næsta leiti. Verð á mat og drykkjarvöru átti hlut í því að verðbólgan jókst milli mánaða. Jólamaturinn hækkar mikið milli ára og er það þá einna helst kjötið. Átti von á tuttugu þúsund kalli Fréttastofa ræddi við landsmenn sem voru að klára jólainnkaupin og voru allir á sama máli. Verðbólgan biti hressilega. „Þetta var þrjátíu þúsund kall, ég átti von á kannski tuttugu þúsund kalli. Ég held að það hafi verið karfan í fyrra,“ sagði Ársæll Sigurlaugar Níelsson, sem var að klára jólainnkaupin í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir tekur í sama streng. „Já, og í rauninni allt saman [hefur hækkað]. Maður fer að kaupa eitthvað smá og þetta er bara rándýrt. En það er náttúrulega mismunandi hverjir eru í góðri stöðu til að geta greitt fyrir matinn og hverjir ekki.“
Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira