WHO skortir gögn frá Kína þar sem biðraðir myndast við líkbrennslur Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 14:42 Lík flutt til brennslu í Hebei-héraði í Kína í morgun. AP Opinberar tölur yfirvalda í Kína yfir fjölda þeirra sem látist hafa vegna Covid eru líklega ekki í takt við raunveruleikann. Þetta segja forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en sérfræðingar segja mögulegt að fjölmargir muni deyja vegna faraldursins þar á árinu. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í gær að samkvæmt opinberum tölum frá Kína væru tiltölulega fáir á gjörgæslum vegna Covid. Hins vegar væru fregnir að berast af öngþveiti á sjúkrahúsum víða um Kína. Sérfræðingar segja mögulegt að skortur á gögnum frá Kína sé til marks um að kerfið þar ráði ekki við stöðuna. WHO segir þörf á áreiðanlegri upplýsingum frá Kína svo hægt sé að meta stöðuna af meiri nákvæmni, samkvæmt Washington Post. Undanfarin ár hafa ráðamenn í Kína haldið sig fast við harðar sóttvarnaraðgerðir sem ætlað hefur verið að stöðva alla dreifingu veirunnar. Þessar aðgerðir og tiltölulega lítil bólusetning hefur leitt til þess að stór hluti kínverska samfélagsins er með lítil mótefni gegn Covid og á það sérstaklega við eldri Kínverja. Einhverjir sérfræðingar hafa spáð því að á þessu ári gætu rúm milljón Kínverja dáið vegna Covid. Kínverjar eru um 1,4 milljarðar talsins. Í gær héldu yfirvöld í Kína því fram að í heildina hefðu 5.241 dáið vegna Covid en degi áður var talan 5.242 og var munurinn ekki útskýrður. Þetta þykir ekki trúverðug tala og þar á meðal á samfélagsmiðlum í Kína. Reuters sagði frá því í gær að álag á líkbrennslum í Peking hafi aukist til muna á undanförnum dögum og að biðlistar hafi myndast. Fólk þurfi jafnvel að bíða í nokkra daga eftir því að geta brennt ættingja sína. Blaðamenn Reuters sáu fólk í hlífðarfatnaði bera lík inn í eina líkbrennslu en þar voru einnig öryggisverðir og löng biðröð líkbíla. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í gær að samkvæmt opinberum tölum frá Kína væru tiltölulega fáir á gjörgæslum vegna Covid. Hins vegar væru fregnir að berast af öngþveiti á sjúkrahúsum víða um Kína. Sérfræðingar segja mögulegt að skortur á gögnum frá Kína sé til marks um að kerfið þar ráði ekki við stöðuna. WHO segir þörf á áreiðanlegri upplýsingum frá Kína svo hægt sé að meta stöðuna af meiri nákvæmni, samkvæmt Washington Post. Undanfarin ár hafa ráðamenn í Kína haldið sig fast við harðar sóttvarnaraðgerðir sem ætlað hefur verið að stöðva alla dreifingu veirunnar. Þessar aðgerðir og tiltölulega lítil bólusetning hefur leitt til þess að stór hluti kínverska samfélagsins er með lítil mótefni gegn Covid og á það sérstaklega við eldri Kínverja. Einhverjir sérfræðingar hafa spáð því að á þessu ári gætu rúm milljón Kínverja dáið vegna Covid. Kínverjar eru um 1,4 milljarðar talsins. Í gær héldu yfirvöld í Kína því fram að í heildina hefðu 5.241 dáið vegna Covid en degi áður var talan 5.242 og var munurinn ekki útskýrður. Þetta þykir ekki trúverðug tala og þar á meðal á samfélagsmiðlum í Kína. Reuters sagði frá því í gær að álag á líkbrennslum í Peking hafi aukist til muna á undanförnum dögum og að biðlistar hafi myndast. Fólk þurfi jafnvel að bíða í nokkra daga eftir því að geta brennt ættingja sína. Blaðamenn Reuters sáu fólk í hlífðarfatnaði bera lík inn í eina líkbrennslu en þar voru einnig öryggisverðir og löng biðröð líkbíla.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira