Aron Pálmarsson kemur heim með þrjátíu stóra titla á ferilskránni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2022 12:00 Aron Pálmarsson byrjaði að vinna titla í Kiel og hefur haldið uppteknum hætti síðan. Hér lyftir hann þýska meistaraskildinum. Getty/Oliver Hardt Aron Pálmarsson er sigursælasti handboltamaður Íslands á erlendri grundu. Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Íslands eftir mögnuð fjórtán ár í atvinnumennsku í bestu deildum heims. Aron yfirgaf FH árið 2009 og samdi við þýska stórliðið Kiel. Síðan hefur hann spilað með stórliðum og nú síðast með Aalborg Håndbold í Danmörku. Aron náði því að vinna stóran titil á þrettán fyrstu tímabilum sínum í atvinnumennsku og án enn möguleika á að bæta við stórum titli við á þessu tímabili. Aron hefur alls unnið þrjátíu stóra titla á atvinnumannaferlinum. Hann hefur ellefu sinnum orðið landsmeistari, tíu sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar orðið heimsmeistari félagsliða. Aron varð landsmeistari með sínu félagi tíu tímabil í röð frá 2012 til 2021 sem er magnað afrek en á þessum tíma spilaði hann í þremur löndum, Þýskalandi, Ungverjalandi og á Spáni. Þýskaland: Aron spilaði sex tímabil með þýska liðinu Kiel frá 2009 til 2015. Á þeim tíma varð hann fimm sinnum þýskur meistari, þrisvar sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina tvisvar sinnum. Ungverjaland: Aron spilaði tvö tímabil með ungverska liðinu KC Veszprém frá 2015 til 2017. Á þeim tíma varð hann tvisvar sinnum ungverskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Spánn: Aron spilaði fjögur tímabil með spænska liðinu Barcelona frá 2017 til 2021. Á þeim tíma varð hann fjórum sinnum spænskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, tvisvar sinnum heimsmeistari félagsliða og vann Meistaradeildina einu sinni. Danmörk: Síðustu tvö tímabil hefur Aron síðan spilað með danska félaginu Álaborg og hann varð bikarmeistari á fyrsta tímabilinu. Álaborg datt út úr bikarnum í gær og ver því ekki titilinn þar en getur unnið danska meistaratitilinn í vor. Takist það kveður Aron atvinnumennskuna með því að vinna stóran titil á hverju einasta tímabili í fjórtán ár í röð. Danski handboltinn Þýski handboltinn Hafnarfjörður FH Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Aron yfirgaf FH árið 2009 og samdi við þýska stórliðið Kiel. Síðan hefur hann spilað með stórliðum og nú síðast með Aalborg Håndbold í Danmörku. Aron náði því að vinna stóran titil á þrettán fyrstu tímabilum sínum í atvinnumennsku og án enn möguleika á að bæta við stórum titli við á þessu tímabili. Aron hefur alls unnið þrjátíu stóra titla á atvinnumannaferlinum. Hann hefur ellefu sinnum orðið landsmeistari, tíu sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar orðið heimsmeistari félagsliða. Aron varð landsmeistari með sínu félagi tíu tímabil í röð frá 2012 til 2021 sem er magnað afrek en á þessum tíma spilaði hann í þremur löndum, Þýskalandi, Ungverjalandi og á Spáni. Þýskaland: Aron spilaði sex tímabil með þýska liðinu Kiel frá 2009 til 2015. Á þeim tíma varð hann fimm sinnum þýskur meistari, þrisvar sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina tvisvar sinnum. Ungverjaland: Aron spilaði tvö tímabil með ungverska liðinu KC Veszprém frá 2015 til 2017. Á þeim tíma varð hann tvisvar sinnum ungverskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Spánn: Aron spilaði fjögur tímabil með spænska liðinu Barcelona frá 2017 til 2021. Á þeim tíma varð hann fjórum sinnum spænskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, tvisvar sinnum heimsmeistari félagsliða og vann Meistaradeildina einu sinni. Danmörk: Síðustu tvö tímabil hefur Aron síðan spilað með danska félaginu Álaborg og hann varð bikarmeistari á fyrsta tímabilinu. Álaborg datt út úr bikarnum í gær og ver því ekki titilinn þar en getur unnið danska meistaratitilinn í vor. Takist það kveður Aron atvinnumennskuna með því að vinna stóran titil á hverju einasta tímabili í fjórtán ár í röð.
Danski handboltinn Þýski handboltinn Hafnarfjörður FH Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira