Sænskir simpansar skotnir til bana af lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 14:37 Frá dýragarðinum í Furuvík í Svíþjóð. Sannkallað upplausnarástand hefur ríkt þar eftir að hópur simpansa slapp úr búri sínu. Lögreglan hefur skotið nokkra þeirra til bana og það hefur ekki lagst vel í dýravini í Svíþjóð og víðar. (Myndin er samsett.) vísir Upplausnarástand hefur ríkt í Furuvík í Svíþjóð að undanförnu og hefur lögreglan gripið til þess örþrifaráðs að skjóta og drepa fjóra simpansapa sem sluppu úr búrum sínum í dýragarðinum þar. Dýravinir eru afar ósáttir við hvernig staðið hefur verið að málum. Fimmti apinn var skotinn og særður en þrír simpansar ganga enn lausir nú þegar þetta er skrifað. Einn apanna, Santino, er svo þekktur að um hann er með sérstaka síðu á Wikipedia. Ekki er vitað hvort Santino sé meðal þeirra sem eru nú dauðir. Samkvæmt slúðurritinu Svenskdam er Santino í sérstöku dálæti hjá Victoríu krónprinsessu, en bæði hún og Madelaeine prinsessa, eru sagðar eiga málverk eftir apann. Santino er ekki eini þekkti apinn sem hefur verið búsettur í dýragarðinum í Furuvík. Linda er annar api en frásagnir af því að hún hafi mátt horfa upp á fjölskyldu sína drepna í Liberiu, áður en henni var komið í dýragarðinn, hafa vakið mikla athygli. Lögreglan heldur því fram að ekki hafi verið um annað að ræða en skjóta simpansapana því þeir hefðu ekki yfir deyfilyfjum og byssum til að nota til að taka apana úr leik. En þeir yfirtóku byggingu í dýragarðinum í Furuvik þannig að þar hefur enginn getað farið inn. Sænskir fjölmiðlar, sem og reyndar heimspressan, fjalla vitaskuld um málið en meðal þeirra sem rætt hefur verið við er Ing-Marie Petsson, sem starfaði við dýragarðinn í heil 37 ár og annaðist þar meðal annars apana. Hún er afar ósátt með það hvernig úr hefur spilast, svo vægt sé til orða tekið. Á Twitter-síðu Antons nokkurs Larssons, er grannt fylgst með gangi mála og keppast Twitternotendur við að setja inn upplýsingar um apana á þráð Larssons um málið. Insane things are happening at Furuvik Zoo. 4 chimpanzees gunned down after a break-out, a 5th shot but only wounded, 3 more on the loose. Drones are used to survey the besieged zoo, after +24 hours the bodies still litter the ground. Zoo says they were "out of tranquilizers".— Anton Larsson (@antonyaolarsson) December 15, 2022 Dýr Dýraheilbrigði Svíþjóð Dýragarðar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Fimmti apinn var skotinn og særður en þrír simpansar ganga enn lausir nú þegar þetta er skrifað. Einn apanna, Santino, er svo þekktur að um hann er með sérstaka síðu á Wikipedia. Ekki er vitað hvort Santino sé meðal þeirra sem eru nú dauðir. Samkvæmt slúðurritinu Svenskdam er Santino í sérstöku dálæti hjá Victoríu krónprinsessu, en bæði hún og Madelaeine prinsessa, eru sagðar eiga málverk eftir apann. Santino er ekki eini þekkti apinn sem hefur verið búsettur í dýragarðinum í Furuvík. Linda er annar api en frásagnir af því að hún hafi mátt horfa upp á fjölskyldu sína drepna í Liberiu, áður en henni var komið í dýragarðinn, hafa vakið mikla athygli. Lögreglan heldur því fram að ekki hafi verið um annað að ræða en skjóta simpansapana því þeir hefðu ekki yfir deyfilyfjum og byssum til að nota til að taka apana úr leik. En þeir yfirtóku byggingu í dýragarðinum í Furuvik þannig að þar hefur enginn getað farið inn. Sænskir fjölmiðlar, sem og reyndar heimspressan, fjalla vitaskuld um málið en meðal þeirra sem rætt hefur verið við er Ing-Marie Petsson, sem starfaði við dýragarðinn í heil 37 ár og annaðist þar meðal annars apana. Hún er afar ósátt með það hvernig úr hefur spilast, svo vægt sé til orða tekið. Á Twitter-síðu Antons nokkurs Larssons, er grannt fylgst með gangi mála og keppast Twitternotendur við að setja inn upplýsingar um apana á þráð Larssons um málið. Insane things are happening at Furuvik Zoo. 4 chimpanzees gunned down after a break-out, a 5th shot but only wounded, 3 more on the loose. Drones are used to survey the besieged zoo, after +24 hours the bodies still litter the ground. Zoo says they were "out of tranquilizers".— Anton Larsson (@antonyaolarsson) December 15, 2022
Dýr Dýraheilbrigði Svíþjóð Dýragarðar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira