Kynferðisofbeldi verður ekki liðið Jón Gunnarsson skrifar 13. desember 2022 14:30 Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi og ef ástæða væri til að hafa samband við 112. Fjármagn var tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða málsmeðferð kynferðisbrota hjá lögreglunni og hefur það þegar skilað árangri. Allt þetta ár hefur síðan verið unnið markvisst að því að hvetja brotaþola til að tilkynna kynferðisbrot. Um leið hefur verið leitað leiða til að fækka brotum. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu 9 mánuði ársins kemur fram að tilkynnt var um 195 nauðganir, eða 22 nauðganir að jafnaði á mánuði. Þetta samsvarar 26% fjölgun frá því í fyrra. Í 20% tilvika var um að ræða eldri brot, þ.e. brot sem áttu sér stað fyrir árið 2022. Mín afstaða frá því að ég tók við sem dómsmálaráðherra hefur verið að ofbeldi verður ekki liðið og það mun hafa afleiðingar. Allar tegundir ofbeldis. Til þess að svo megi verða þarf að tilkynna það til lögreglu og tryggja skilvirka og góða málsmeðferð í réttarvörslukerfinu. Í vor var lögð til lögfesting á mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola bæði kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis og var málið samþykkt samhljóða á Alþingi að höfðu víðtæku samráði. Leiðavísir um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis er kominn inn á ofbeldisgátt 112.is. Jafnframt er unnið að því að tryggja brotaþolum á landsvísu aðgang að upplýsingum um sitt mál á þolendagátt lögreglunnar mitt.logreglan.is. Á nýju ári mun taka við ný aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þegar sú eldri rennur út. Risaskref verða tekin til að efla enn frekar löggæsluna, ákæruvaldið og fullnustu refsinga til að bæta öryggi, viðbragðstíma og málsmeðferð mála. Senn líður að lokum ársins. Í aðdraganda og yfir hátíðarnar eru fjölmargir viðburðir skipulagðir á vegum vinnustaða, vinahópa og fjölskyldna þar sem við viljum koma saman og gleðjast. Góð skemmtun getur aldrei falið í sér ofbeldi eða áreitni. Því er vitundarvakningu gegn ofbeldi fram haldið í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila. Þar er lögð áhersla á að við eigum öll að geta verið örugg fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Ef áhyggjur vakna, hvet ég til þess að leitað sé til 112. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi og ef ástæða væri til að hafa samband við 112. Fjármagn var tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða málsmeðferð kynferðisbrota hjá lögreglunni og hefur það þegar skilað árangri. Allt þetta ár hefur síðan verið unnið markvisst að því að hvetja brotaþola til að tilkynna kynferðisbrot. Um leið hefur verið leitað leiða til að fækka brotum. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu 9 mánuði ársins kemur fram að tilkynnt var um 195 nauðganir, eða 22 nauðganir að jafnaði á mánuði. Þetta samsvarar 26% fjölgun frá því í fyrra. Í 20% tilvika var um að ræða eldri brot, þ.e. brot sem áttu sér stað fyrir árið 2022. Mín afstaða frá því að ég tók við sem dómsmálaráðherra hefur verið að ofbeldi verður ekki liðið og það mun hafa afleiðingar. Allar tegundir ofbeldis. Til þess að svo megi verða þarf að tilkynna það til lögreglu og tryggja skilvirka og góða málsmeðferð í réttarvörslukerfinu. Í vor var lögð til lögfesting á mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola bæði kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis og var málið samþykkt samhljóða á Alþingi að höfðu víðtæku samráði. Leiðavísir um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis er kominn inn á ofbeldisgátt 112.is. Jafnframt er unnið að því að tryggja brotaþolum á landsvísu aðgang að upplýsingum um sitt mál á þolendagátt lögreglunnar mitt.logreglan.is. Á nýju ári mun taka við ný aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þegar sú eldri rennur út. Risaskref verða tekin til að efla enn frekar löggæsluna, ákæruvaldið og fullnustu refsinga til að bæta öryggi, viðbragðstíma og málsmeðferð mála. Senn líður að lokum ársins. Í aðdraganda og yfir hátíðarnar eru fjölmargir viðburðir skipulagðir á vegum vinnustaða, vinahópa og fjölskyldna þar sem við viljum koma saman og gleðjast. Góð skemmtun getur aldrei falið í sér ofbeldi eða áreitni. Því er vitundarvakningu gegn ofbeldi fram haldið í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila. Þar er lögð áhersla á að við eigum öll að geta verið örugg fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Ef áhyggjur vakna, hvet ég til þess að leitað sé til 112. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun