Lögreglan fær streymi frá Reynisfjöru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2022 11:31 Umrædd skilti. Ferðamálastofa Uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta í Reynisfjöru er lokið og búið er að koma fyrir löggæslumyndavélam á mastri í fjörukambinum. Þaðan er myndum streymt á varðstöfu lögreglunnar á Selfossi. Töluverð umræða hefur skapast um öryggi ferðamanna í Reynisfjöru eftir nokkuð tíð banaslys þar, síðast í júní. Fjaran er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna hér á landi en aðstæður geta reynst varasamar. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að búið sé að ljúka uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta við Reynisfjöru. Sett voru upp eitt ljósaskilti, þrjú stór upplýsingaskilti og sex leiðbeinandi skilti. Eitt upplýsingaskiltanna er um hætturnar vegna öldunnar og er það við hlið ljósaskiltisins sem er beintengt ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi en þar hefur orðið fjöldi slysa á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm Bent er á að þrátt fyrir að Reynisfjöru sé aldrei lokað sé hún svæðaskipt. „Þegar gult ljós logar á fólk ekki að fara inná gula svæðið og þegar rautt ljós logar á fólk ekki að fara inná rauða svæðið eða ekki lengra en að ljósaskiltinu. Gestir eiga þá að halda sig uppi á fjörukambinum en sjónarspilið þaðan er magnað á að horfa úr öruggri fjarlægð.“ Segir á vef Ferðamálastofu að mönnuð gæsla, þó ekki nema þegar aðstæður eru metnar rauðar, væru gott næsta skref til að tryggja öryggi í Reynisfjöru. Til að fjármagna slíka gæslu þurfi landeigendur þó að taka sig saman og innheimta aðstöðugjald af gestum. Auk skiltanna var komið fyrir þrjú hundruð metra langri keðju meðfram bílastæðinu sem leiðir fólk eftir göngustíg og framhjá skiltunum. Löggæslumyndavélum var komið fyrir á mastri í fjörukambinum. Myndum þaðan er streymt á varðstofu lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi. Ferðamenn hafa freistast til þess að hætta sér of nálægt ölduganginum í Reynisfjöru.Vísir/Vilhelm „Góðar merkingar er ein af aðal forsendum þess að hafa skýra upplýsingagjöf. Með nýju ljósaskiltunum, í bland við kort og skilaboða á þremur tungumálum, er vonast til að gestir Reynisfjöru átti sig á þeim hættum sem leynast á svæðinu og hagi ferðum sínum eftir því. Skilti, sama hversu góð þau eru, stoppa ekki neinn sem ætlar sér niður í flæðarmál sama hvað — en þau eru nauðsynleg til að bægja sem flestum á örugga staði til að njóta Reynisfjöru í allri sinni dýrð,“ segir á vef Ferðamálastofu. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Lögreglan Lögreglumál Slysavarnir Tengdar fréttir Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00 Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Unnið er að því að setja upp aðvörunarljós í Reynisfjöru. Reiknað er með því að ljósin verði kominn upp í næsta mánuði. 28. júní 2022 14:24 Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. 11. júní 2022 15:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast um öryggi ferðamanna í Reynisfjöru eftir nokkuð tíð banaslys þar, síðast í júní. Fjaran er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna hér á landi en aðstæður geta reynst varasamar. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að búið sé að ljúka uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta við Reynisfjöru. Sett voru upp eitt ljósaskilti, þrjú stór upplýsingaskilti og sex leiðbeinandi skilti. Eitt upplýsingaskiltanna er um hætturnar vegna öldunnar og er það við hlið ljósaskiltisins sem er beintengt ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi en þar hefur orðið fjöldi slysa á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm Bent er á að þrátt fyrir að Reynisfjöru sé aldrei lokað sé hún svæðaskipt. „Þegar gult ljós logar á fólk ekki að fara inná gula svæðið og þegar rautt ljós logar á fólk ekki að fara inná rauða svæðið eða ekki lengra en að ljósaskiltinu. Gestir eiga þá að halda sig uppi á fjörukambinum en sjónarspilið þaðan er magnað á að horfa úr öruggri fjarlægð.“ Segir á vef Ferðamálastofu að mönnuð gæsla, þó ekki nema þegar aðstæður eru metnar rauðar, væru gott næsta skref til að tryggja öryggi í Reynisfjöru. Til að fjármagna slíka gæslu þurfi landeigendur þó að taka sig saman og innheimta aðstöðugjald af gestum. Auk skiltanna var komið fyrir þrjú hundruð metra langri keðju meðfram bílastæðinu sem leiðir fólk eftir göngustíg og framhjá skiltunum. Löggæslumyndavélum var komið fyrir á mastri í fjörukambinum. Myndum þaðan er streymt á varðstofu lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi. Ferðamenn hafa freistast til þess að hætta sér of nálægt ölduganginum í Reynisfjöru.Vísir/Vilhelm „Góðar merkingar er ein af aðal forsendum þess að hafa skýra upplýsingagjöf. Með nýju ljósaskiltunum, í bland við kort og skilaboða á þremur tungumálum, er vonast til að gestir Reynisfjöru átti sig á þeim hættum sem leynast á svæðinu og hagi ferðum sínum eftir því. Skilti, sama hversu góð þau eru, stoppa ekki neinn sem ætlar sér niður í flæðarmál sama hvað — en þau eru nauðsynleg til að bægja sem flestum á örugga staði til að njóta Reynisfjöru í allri sinni dýrð,“ segir á vef Ferðamálastofu.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Lögreglan Lögreglumál Slysavarnir Tengdar fréttir Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00 Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Unnið er að því að setja upp aðvörunarljós í Reynisfjöru. Reiknað er með því að ljósin verði kominn upp í næsta mánuði. 28. júní 2022 14:24 Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. 11. júní 2022 15:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00
Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Unnið er að því að setja upp aðvörunarljós í Reynisfjöru. Reiknað er með því að ljósin verði kominn upp í næsta mánuði. 28. júní 2022 14:24
Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. 11. júní 2022 15:56