Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir skrifar 12. desember 2022 11:00 Einu sinni á ferð minni um landið, eftir að hafa keyrt framhjá óteljandi hestum og kúm (og auðvitað sagt hestar! og beljur! upphátt í hvert sinn eins og lög segja til um) þá sá ég svín. Það var svo óvenjuleg sjón að það tók mig dágóða stund að þekkja dýrategundina. Fyrst þorði ég ekki að benda samferðarfólki mínu á svínin því aðeins nokkrum mínútum fyrr hafði ég hlegið dátt að ferðamönnum sem komust í fréttirnar fyrir að tilkynna lögreglu um ísbjörn sem reyndist við nánari athugun vera hvítur plastpoki. Kannski voru þetta bara bónuspokar. Ég beið þar til við vorum komin nær og ekki varð lengur um villst. Viti menn, þarna voru þrjú svín í æsilegum eltingaleik úti á túni. Þrír ísbirnir hefðu varla vakið hjá okkur meiri undrun. Undir berum íslenskum himni eru svín nefnilega mjög framandi dýrategund. Svín fá ekki að fara út. Meirihluti dýra í íslenskum landbúnaði kannast ekkert við landið sitt. Í þeirra heimi er engin náttúra, ekkert veður og engin vorkoma. Blæbrigði árstíðanna eru þeim hulin. Þau þekkja jafnvel ekki mun á nóttu og degi. Sjá ekki sólina eða anda að sér fersku lofti. Ekki eins og önnur húsdýr sem fá þó sum að lifa lífinu með snefil af frelsi, sjálfstæði og reisn. Þó ekki sé nema sumarlangt. Þau þekkja ekki bæjarhlaðið, túnin, himininn, fjöllin og þjóðvegina sem við ferðumst eftir, bendum og segjum hestar og kýr… en aldrei svín. Louise Jorgensen Langflest svín, líkt og varphænur og kjúklingar, á Íslandi eyða ævinni inni í verksmiðjubúum. Það sem við skömmtum þeim af heiminum rúmast inni í einni hrjóstugri skemmu með steinsteyptu gólfi. Ég ætlaði að skrifa að þar fengju þau einungis að ferðast innanhúss en það á auðvitað bara við um þau sem ekki eru föst í litlum búrum eða gotstíum. Þau kvendýr fá ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Huldudýrin í skemmunum eru tilfinningaverur sem geta fundið til gleði, sorgar, örvæntingar, andlegs sársauka, ótta, einmanaleika, samkenndar og söknuðar, rétt eins og við. Þau búa yfir sjálfsmeðvitund og rökhugsun. Þau hafa sinn eigin einstaka persónuleika og þeim er alls ekki sama um örlög sín. Rannsakendur við Cambridge háskóla leiddu í ljós að svín búa yfir greind á við þriggja ára börn, sem þýðir að þau eru gáfaðri en hundar. Þau geta lært táknmál, spilað tölvuleiki og leyst þrautir álíka vel og simpansar. Svín eru félagslynd, forvitin og klár. Úti við þykir þeim gaman að fara í eltingaleik, gamnislag og láta sig rúlla niður brekkur. Grísir eru einstaklega leikglaðir oghafa mikla hreyfiþörf. Þeir dilla halanum eins og hundar þegar þeir eru glaðir en í verksmiðjubúskap er halinn klipptur af þeim án deyfingar. Það er vegna þess að þeir hafa ekkert fyrir stafni og í örvæntingarfullum leiðindunum taka þeir upp á að naga halann á hvor öðrum. Þeir hafa ekkert annað að gera. Louise Jorgensen Rannsóknir á dýrum eru alltaf að leiða betur og betur í ljós tilfinningalega og vitsmunalega dýpt þeirra, sem áður var vísindaheiminum hulin.Þó dýr séu ekki nákvæmlega eins og við mannfólkið þá séu þau í raun mjög svipuð okkur. Þeir þættir heilans sem sjá um úrvinnslu tilfinninga eru til dæmis sameiginlegir hjá spendýrum. Dýr geta þróað með sér geðsjúkdóma sem eru sláandi líkir þeim sem hrjá menn og þau bregðast við sömu geðlyfjum. Munurinn á mönnum og dýrum er ekki eins afgerandi og áður var talið. Þessi þekking ætti að knýja okkur til þess að endurhugsa meðferð okkar á dýrum. Illa meðferð þeirra eða slæman aðbúnað er aldrei hægt að réttlæta með því að þetta séu skynlausar skepnur. Öll dýr eiga skilið líf sem er þess virði að lifa. Við höfum vald til að enda verksmiðjubúskap. Það er í okkar valdi að kaupa ekki afurðir frá þessum búum. En það þarf líka lagabreytingar og ætti í raun ekki að þurfa meira en að taka út loðið orðalag í dýraverndarlögunum sem tóku gildi 2013 þar sem dýr voru loks viðurkennd sem skyni gæddar verur. Í lögunum segir að umhverfi dýra skuli vera þannig, eftir því sem við á, að þau geti athafnað sig, hreyft sig, hvílst, notið útivistar, beitar eða viðhaft annað atferli sem þeim er eðlilegt „eftir því sem við á” og „eftir því sem unnt er”. Orðlag sem býr til grá svæði fyrir ræktendur dýra. Það er óljóst hvort þeir þurfi að sækja um sérstaka undanþágu frá lögunum eða hvort þeim sé í sjálfvald sett hvort það eigi við að dýrin geti viðhaft eðlilegt atferli sitt. Það geta þau svo sannarlega ekki í verksmiðjubúunum þar sem þau eyða ævinni í meiri firringu en við getum gert okkur í hugarlund. Þar sem innilokun, leiðindi, eirðarleysi og þjáning er það eina sem lífið hefur upp á bjóða. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu í desember gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Styður þú verksmiðjubúskap þessi jól? Höfundur er félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Einu sinni á ferð minni um landið, eftir að hafa keyrt framhjá óteljandi hestum og kúm (og auðvitað sagt hestar! og beljur! upphátt í hvert sinn eins og lög segja til um) þá sá ég svín. Það var svo óvenjuleg sjón að það tók mig dágóða stund að þekkja dýrategundina. Fyrst þorði ég ekki að benda samferðarfólki mínu á svínin því aðeins nokkrum mínútum fyrr hafði ég hlegið dátt að ferðamönnum sem komust í fréttirnar fyrir að tilkynna lögreglu um ísbjörn sem reyndist við nánari athugun vera hvítur plastpoki. Kannski voru þetta bara bónuspokar. Ég beið þar til við vorum komin nær og ekki varð lengur um villst. Viti menn, þarna voru þrjú svín í æsilegum eltingaleik úti á túni. Þrír ísbirnir hefðu varla vakið hjá okkur meiri undrun. Undir berum íslenskum himni eru svín nefnilega mjög framandi dýrategund. Svín fá ekki að fara út. Meirihluti dýra í íslenskum landbúnaði kannast ekkert við landið sitt. Í þeirra heimi er engin náttúra, ekkert veður og engin vorkoma. Blæbrigði árstíðanna eru þeim hulin. Þau þekkja jafnvel ekki mun á nóttu og degi. Sjá ekki sólina eða anda að sér fersku lofti. Ekki eins og önnur húsdýr sem fá þó sum að lifa lífinu með snefil af frelsi, sjálfstæði og reisn. Þó ekki sé nema sumarlangt. Þau þekkja ekki bæjarhlaðið, túnin, himininn, fjöllin og þjóðvegina sem við ferðumst eftir, bendum og segjum hestar og kýr… en aldrei svín. Louise Jorgensen Langflest svín, líkt og varphænur og kjúklingar, á Íslandi eyða ævinni inni í verksmiðjubúum. Það sem við skömmtum þeim af heiminum rúmast inni í einni hrjóstugri skemmu með steinsteyptu gólfi. Ég ætlaði að skrifa að þar fengju þau einungis að ferðast innanhúss en það á auðvitað bara við um þau sem ekki eru föst í litlum búrum eða gotstíum. Þau kvendýr fá ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Huldudýrin í skemmunum eru tilfinningaverur sem geta fundið til gleði, sorgar, örvæntingar, andlegs sársauka, ótta, einmanaleika, samkenndar og söknuðar, rétt eins og við. Þau búa yfir sjálfsmeðvitund og rökhugsun. Þau hafa sinn eigin einstaka persónuleika og þeim er alls ekki sama um örlög sín. Rannsakendur við Cambridge háskóla leiddu í ljós að svín búa yfir greind á við þriggja ára börn, sem þýðir að þau eru gáfaðri en hundar. Þau geta lært táknmál, spilað tölvuleiki og leyst þrautir álíka vel og simpansar. Svín eru félagslynd, forvitin og klár. Úti við þykir þeim gaman að fara í eltingaleik, gamnislag og láta sig rúlla niður brekkur. Grísir eru einstaklega leikglaðir oghafa mikla hreyfiþörf. Þeir dilla halanum eins og hundar þegar þeir eru glaðir en í verksmiðjubúskap er halinn klipptur af þeim án deyfingar. Það er vegna þess að þeir hafa ekkert fyrir stafni og í örvæntingarfullum leiðindunum taka þeir upp á að naga halann á hvor öðrum. Þeir hafa ekkert annað að gera. Louise Jorgensen Rannsóknir á dýrum eru alltaf að leiða betur og betur í ljós tilfinningalega og vitsmunalega dýpt þeirra, sem áður var vísindaheiminum hulin.Þó dýr séu ekki nákvæmlega eins og við mannfólkið þá séu þau í raun mjög svipuð okkur. Þeir þættir heilans sem sjá um úrvinnslu tilfinninga eru til dæmis sameiginlegir hjá spendýrum. Dýr geta þróað með sér geðsjúkdóma sem eru sláandi líkir þeim sem hrjá menn og þau bregðast við sömu geðlyfjum. Munurinn á mönnum og dýrum er ekki eins afgerandi og áður var talið. Þessi þekking ætti að knýja okkur til þess að endurhugsa meðferð okkar á dýrum. Illa meðferð þeirra eða slæman aðbúnað er aldrei hægt að réttlæta með því að þetta séu skynlausar skepnur. Öll dýr eiga skilið líf sem er þess virði að lifa. Við höfum vald til að enda verksmiðjubúskap. Það er í okkar valdi að kaupa ekki afurðir frá þessum búum. En það þarf líka lagabreytingar og ætti í raun ekki að þurfa meira en að taka út loðið orðalag í dýraverndarlögunum sem tóku gildi 2013 þar sem dýr voru loks viðurkennd sem skyni gæddar verur. Í lögunum segir að umhverfi dýra skuli vera þannig, eftir því sem við á, að þau geti athafnað sig, hreyft sig, hvílst, notið útivistar, beitar eða viðhaft annað atferli sem þeim er eðlilegt „eftir því sem við á” og „eftir því sem unnt er”. Orðlag sem býr til grá svæði fyrir ræktendur dýra. Það er óljóst hvort þeir þurfi að sækja um sérstaka undanþágu frá lögunum eða hvort þeim sé í sjálfvald sett hvort það eigi við að dýrin geti viðhaft eðlilegt atferli sitt. Það geta þau svo sannarlega ekki í verksmiðjubúunum þar sem þau eyða ævinni í meiri firringu en við getum gert okkur í hugarlund. Þar sem innilokun, leiðindi, eirðarleysi og þjáning er það eina sem lífið hefur upp á bjóða. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu í desember gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Styður þú verksmiðjubúskap þessi jól? Höfundur er félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar