Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir skrifar 12. desember 2022 11:00 Einu sinni á ferð minni um landið, eftir að hafa keyrt framhjá óteljandi hestum og kúm (og auðvitað sagt hestar! og beljur! upphátt í hvert sinn eins og lög segja til um) þá sá ég svín. Það var svo óvenjuleg sjón að það tók mig dágóða stund að þekkja dýrategundina. Fyrst þorði ég ekki að benda samferðarfólki mínu á svínin því aðeins nokkrum mínútum fyrr hafði ég hlegið dátt að ferðamönnum sem komust í fréttirnar fyrir að tilkynna lögreglu um ísbjörn sem reyndist við nánari athugun vera hvítur plastpoki. Kannski voru þetta bara bónuspokar. Ég beið þar til við vorum komin nær og ekki varð lengur um villst. Viti menn, þarna voru þrjú svín í æsilegum eltingaleik úti á túni. Þrír ísbirnir hefðu varla vakið hjá okkur meiri undrun. Undir berum íslenskum himni eru svín nefnilega mjög framandi dýrategund. Svín fá ekki að fara út. Meirihluti dýra í íslenskum landbúnaði kannast ekkert við landið sitt. Í þeirra heimi er engin náttúra, ekkert veður og engin vorkoma. Blæbrigði árstíðanna eru þeim hulin. Þau þekkja jafnvel ekki mun á nóttu og degi. Sjá ekki sólina eða anda að sér fersku lofti. Ekki eins og önnur húsdýr sem fá þó sum að lifa lífinu með snefil af frelsi, sjálfstæði og reisn. Þó ekki sé nema sumarlangt. Þau þekkja ekki bæjarhlaðið, túnin, himininn, fjöllin og þjóðvegina sem við ferðumst eftir, bendum og segjum hestar og kýr… en aldrei svín. Louise Jorgensen Langflest svín, líkt og varphænur og kjúklingar, á Íslandi eyða ævinni inni í verksmiðjubúum. Það sem við skömmtum þeim af heiminum rúmast inni í einni hrjóstugri skemmu með steinsteyptu gólfi. Ég ætlaði að skrifa að þar fengju þau einungis að ferðast innanhúss en það á auðvitað bara við um þau sem ekki eru föst í litlum búrum eða gotstíum. Þau kvendýr fá ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Huldudýrin í skemmunum eru tilfinningaverur sem geta fundið til gleði, sorgar, örvæntingar, andlegs sársauka, ótta, einmanaleika, samkenndar og söknuðar, rétt eins og við. Þau búa yfir sjálfsmeðvitund og rökhugsun. Þau hafa sinn eigin einstaka persónuleika og þeim er alls ekki sama um örlög sín. Rannsakendur við Cambridge háskóla leiddu í ljós að svín búa yfir greind á við þriggja ára börn, sem þýðir að þau eru gáfaðri en hundar. Þau geta lært táknmál, spilað tölvuleiki og leyst þrautir álíka vel og simpansar. Svín eru félagslynd, forvitin og klár. Úti við þykir þeim gaman að fara í eltingaleik, gamnislag og láta sig rúlla niður brekkur. Grísir eru einstaklega leikglaðir oghafa mikla hreyfiþörf. Þeir dilla halanum eins og hundar þegar þeir eru glaðir en í verksmiðjubúskap er halinn klipptur af þeim án deyfingar. Það er vegna þess að þeir hafa ekkert fyrir stafni og í örvæntingarfullum leiðindunum taka þeir upp á að naga halann á hvor öðrum. Þeir hafa ekkert annað að gera. Louise Jorgensen Rannsóknir á dýrum eru alltaf að leiða betur og betur í ljós tilfinningalega og vitsmunalega dýpt þeirra, sem áður var vísindaheiminum hulin.Þó dýr séu ekki nákvæmlega eins og við mannfólkið þá séu þau í raun mjög svipuð okkur. Þeir þættir heilans sem sjá um úrvinnslu tilfinninga eru til dæmis sameiginlegir hjá spendýrum. Dýr geta þróað með sér geðsjúkdóma sem eru sláandi líkir þeim sem hrjá menn og þau bregðast við sömu geðlyfjum. Munurinn á mönnum og dýrum er ekki eins afgerandi og áður var talið. Þessi þekking ætti að knýja okkur til þess að endurhugsa meðferð okkar á dýrum. Illa meðferð þeirra eða slæman aðbúnað er aldrei hægt að réttlæta með því að þetta séu skynlausar skepnur. Öll dýr eiga skilið líf sem er þess virði að lifa. Við höfum vald til að enda verksmiðjubúskap. Það er í okkar valdi að kaupa ekki afurðir frá þessum búum. En það þarf líka lagabreytingar og ætti í raun ekki að þurfa meira en að taka út loðið orðalag í dýraverndarlögunum sem tóku gildi 2013 þar sem dýr voru loks viðurkennd sem skyni gæddar verur. Í lögunum segir að umhverfi dýra skuli vera þannig, eftir því sem við á, að þau geti athafnað sig, hreyft sig, hvílst, notið útivistar, beitar eða viðhaft annað atferli sem þeim er eðlilegt „eftir því sem við á” og „eftir því sem unnt er”. Orðlag sem býr til grá svæði fyrir ræktendur dýra. Það er óljóst hvort þeir þurfi að sækja um sérstaka undanþágu frá lögunum eða hvort þeim sé í sjálfvald sett hvort það eigi við að dýrin geti viðhaft eðlilegt atferli sitt. Það geta þau svo sannarlega ekki í verksmiðjubúunum þar sem þau eyða ævinni í meiri firringu en við getum gert okkur í hugarlund. Þar sem innilokun, leiðindi, eirðarleysi og þjáning er það eina sem lífið hefur upp á bjóða. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu í desember gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Styður þú verksmiðjubúskap þessi jól? Höfundur er félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Einu sinni á ferð minni um landið, eftir að hafa keyrt framhjá óteljandi hestum og kúm (og auðvitað sagt hestar! og beljur! upphátt í hvert sinn eins og lög segja til um) þá sá ég svín. Það var svo óvenjuleg sjón að það tók mig dágóða stund að þekkja dýrategundina. Fyrst þorði ég ekki að benda samferðarfólki mínu á svínin því aðeins nokkrum mínútum fyrr hafði ég hlegið dátt að ferðamönnum sem komust í fréttirnar fyrir að tilkynna lögreglu um ísbjörn sem reyndist við nánari athugun vera hvítur plastpoki. Kannski voru þetta bara bónuspokar. Ég beið þar til við vorum komin nær og ekki varð lengur um villst. Viti menn, þarna voru þrjú svín í æsilegum eltingaleik úti á túni. Þrír ísbirnir hefðu varla vakið hjá okkur meiri undrun. Undir berum íslenskum himni eru svín nefnilega mjög framandi dýrategund. Svín fá ekki að fara út. Meirihluti dýra í íslenskum landbúnaði kannast ekkert við landið sitt. Í þeirra heimi er engin náttúra, ekkert veður og engin vorkoma. Blæbrigði árstíðanna eru þeim hulin. Þau þekkja jafnvel ekki mun á nóttu og degi. Sjá ekki sólina eða anda að sér fersku lofti. Ekki eins og önnur húsdýr sem fá þó sum að lifa lífinu með snefil af frelsi, sjálfstæði og reisn. Þó ekki sé nema sumarlangt. Þau þekkja ekki bæjarhlaðið, túnin, himininn, fjöllin og þjóðvegina sem við ferðumst eftir, bendum og segjum hestar og kýr… en aldrei svín. Louise Jorgensen Langflest svín, líkt og varphænur og kjúklingar, á Íslandi eyða ævinni inni í verksmiðjubúum. Það sem við skömmtum þeim af heiminum rúmast inni í einni hrjóstugri skemmu með steinsteyptu gólfi. Ég ætlaði að skrifa að þar fengju þau einungis að ferðast innanhúss en það á auðvitað bara við um þau sem ekki eru föst í litlum búrum eða gotstíum. Þau kvendýr fá ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Huldudýrin í skemmunum eru tilfinningaverur sem geta fundið til gleði, sorgar, örvæntingar, andlegs sársauka, ótta, einmanaleika, samkenndar og söknuðar, rétt eins og við. Þau búa yfir sjálfsmeðvitund og rökhugsun. Þau hafa sinn eigin einstaka persónuleika og þeim er alls ekki sama um örlög sín. Rannsakendur við Cambridge háskóla leiddu í ljós að svín búa yfir greind á við þriggja ára börn, sem þýðir að þau eru gáfaðri en hundar. Þau geta lært táknmál, spilað tölvuleiki og leyst þrautir álíka vel og simpansar. Svín eru félagslynd, forvitin og klár. Úti við þykir þeim gaman að fara í eltingaleik, gamnislag og láta sig rúlla niður brekkur. Grísir eru einstaklega leikglaðir oghafa mikla hreyfiþörf. Þeir dilla halanum eins og hundar þegar þeir eru glaðir en í verksmiðjubúskap er halinn klipptur af þeim án deyfingar. Það er vegna þess að þeir hafa ekkert fyrir stafni og í örvæntingarfullum leiðindunum taka þeir upp á að naga halann á hvor öðrum. Þeir hafa ekkert annað að gera. Louise Jorgensen Rannsóknir á dýrum eru alltaf að leiða betur og betur í ljós tilfinningalega og vitsmunalega dýpt þeirra, sem áður var vísindaheiminum hulin.Þó dýr séu ekki nákvæmlega eins og við mannfólkið þá séu þau í raun mjög svipuð okkur. Þeir þættir heilans sem sjá um úrvinnslu tilfinninga eru til dæmis sameiginlegir hjá spendýrum. Dýr geta þróað með sér geðsjúkdóma sem eru sláandi líkir þeim sem hrjá menn og þau bregðast við sömu geðlyfjum. Munurinn á mönnum og dýrum er ekki eins afgerandi og áður var talið. Þessi þekking ætti að knýja okkur til þess að endurhugsa meðferð okkar á dýrum. Illa meðferð þeirra eða slæman aðbúnað er aldrei hægt að réttlæta með því að þetta séu skynlausar skepnur. Öll dýr eiga skilið líf sem er þess virði að lifa. Við höfum vald til að enda verksmiðjubúskap. Það er í okkar valdi að kaupa ekki afurðir frá þessum búum. En það þarf líka lagabreytingar og ætti í raun ekki að þurfa meira en að taka út loðið orðalag í dýraverndarlögunum sem tóku gildi 2013 þar sem dýr voru loks viðurkennd sem skyni gæddar verur. Í lögunum segir að umhverfi dýra skuli vera þannig, eftir því sem við á, að þau geti athafnað sig, hreyft sig, hvílst, notið útivistar, beitar eða viðhaft annað atferli sem þeim er eðlilegt „eftir því sem við á” og „eftir því sem unnt er”. Orðlag sem býr til grá svæði fyrir ræktendur dýra. Það er óljóst hvort þeir þurfi að sækja um sérstaka undanþágu frá lögunum eða hvort þeim sé í sjálfvald sett hvort það eigi við að dýrin geti viðhaft eðlilegt atferli sitt. Það geta þau svo sannarlega ekki í verksmiðjubúunum þar sem þau eyða ævinni í meiri firringu en við getum gert okkur í hugarlund. Þar sem innilokun, leiðindi, eirðarleysi og þjáning er það eina sem lífið hefur upp á bjóða. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu í desember gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Styður þú verksmiðjubúskap þessi jól? Höfundur er félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun