Eru fjármál borgarinnar brandari? Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. desember 2022 07:30 „Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“. Peningamálin hjá Reykjavíkurborg munu alltaf einhvern veginn „reddast“, sagði þessi ágæti viðmælandi minn að lokum. Fjármál borgarinnar og popúlisminn Vandinn við þessa greiningu kjósandans er hversu vel hún lýsir pólitískum veruleika. Hver nennir að hlusta á tal um ábyrga fjármálastjórnun og hver nennir að velta sér upp úr tölulegum upplýsingum um fjármál Reykjavíkurborgar? Er ekki skemmtilegra, svo dæmi sé tekið, að reisa torg í miðbæ Reykjavíkur, klippa á borða korteri fyrir kosningar og klifa á þörfinni fyrir „hágæða almenningssamgöngum“, á sama tíma og Strætó bs. er á hausnum? Svo þegar harðnar á dalnum er einfaldlega klipið hér og þar af þeirri grunnþjónustu sem Reykjavíkurborg veitir, svo sem sjá mátti í borgarstjórn í síðustu viku þegar breytingartillögur núverandi meirihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar 2023 voru afgreiddar. Fáeinar staðreyndir um núverandi fjárhagsstöðu A-hluta Reykjavíkurborgar Undir A-hluta Reykjavíkurborgar fellur hefðbundin opinber þjónusta, svo sem eins og skóla- og velferðarstarfsemi, og er rekstur A-hlutans aðallega fjármagnaður með skatttekjum. Fjárhagsstöðu A-hlutans um þessar mundir má lýsa svo: Hlutfall launakostnaðar í A-hluta af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðstekjum er um 90%, á að lágmarki ekki vera hærri en 80%. Veltufjárhlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er í sögulegu lágmarki. Skuldir A-hlutans hafa aldrei verið hærri og fyrirsjáanlegt er að þær muni halda áfram að hækka á næstu árum. Í opinberri umræðu um A- og B-hluta Reykjavíkurborgar er auðvelt að rugla almenning í ríminu en aðalatriðið í dag er að A-hluti Reykjavíkurborgar stendur illa. Fallegt tal en dýrt Þessi núverandi fjárhagsstaða A-hlutans skýrist fyrst og fremst af óábyrgri fjármálastjórn Reykjavíkurborgar um langt árabil. Að mínu mati á óstjórnin m.a. rætur sínar að rekja til loftkenndra verkefna á borð við „Græna Planið“, „Þekkingarkista í loftslagsmálum“ og „Stafrænar umbreytingar“. Á þessum grunni hafa svo mörg skrifstofustörf orðið til hjá miðlægri stjórnsýslu borgarinnar, sem dæmi hefur hin svokallaða stafræna umbreyting kostað nokkra milljarða króna á undanförnum árum en litlu skilað fyrir rekstur borgarinnar. Lokaorð Stundum mætti halda að í eyrum þess sem setið hefur í borgarstjórnarstólnum síðan í júní 2014 sé tal um staðreyndir um fjármál borgarinnar eins og hver annar brandari. Raunveruleikinn í dag er hins vegar þess eðlis að hinum langdregna brandara gæti farið senn að ljúka. Það kreppir nefnilega að í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar og fyrir því eru þeir núna að finna sem háðir eru grunnþjónustu hennar. Af þessum ástæðum þarf að skera upp borgarkerfið, þar með talið lækka kostnað af rekstri miðlægrar stjórnsýslu borgarinnar. Með slíkum uppskurði væri tekið á hinum raunverulegu meinum til lengri tíma litið og grundvöllur lagður að því að vernda velferðina. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Sjá meira
„Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“. Peningamálin hjá Reykjavíkurborg munu alltaf einhvern veginn „reddast“, sagði þessi ágæti viðmælandi minn að lokum. Fjármál borgarinnar og popúlisminn Vandinn við þessa greiningu kjósandans er hversu vel hún lýsir pólitískum veruleika. Hver nennir að hlusta á tal um ábyrga fjármálastjórnun og hver nennir að velta sér upp úr tölulegum upplýsingum um fjármál Reykjavíkurborgar? Er ekki skemmtilegra, svo dæmi sé tekið, að reisa torg í miðbæ Reykjavíkur, klippa á borða korteri fyrir kosningar og klifa á þörfinni fyrir „hágæða almenningssamgöngum“, á sama tíma og Strætó bs. er á hausnum? Svo þegar harðnar á dalnum er einfaldlega klipið hér og þar af þeirri grunnþjónustu sem Reykjavíkurborg veitir, svo sem sjá mátti í borgarstjórn í síðustu viku þegar breytingartillögur núverandi meirihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar 2023 voru afgreiddar. Fáeinar staðreyndir um núverandi fjárhagsstöðu A-hluta Reykjavíkurborgar Undir A-hluta Reykjavíkurborgar fellur hefðbundin opinber þjónusta, svo sem eins og skóla- og velferðarstarfsemi, og er rekstur A-hlutans aðallega fjármagnaður með skatttekjum. Fjárhagsstöðu A-hlutans um þessar mundir má lýsa svo: Hlutfall launakostnaðar í A-hluta af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðstekjum er um 90%, á að lágmarki ekki vera hærri en 80%. Veltufjárhlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er í sögulegu lágmarki. Skuldir A-hlutans hafa aldrei verið hærri og fyrirsjáanlegt er að þær muni halda áfram að hækka á næstu árum. Í opinberri umræðu um A- og B-hluta Reykjavíkurborgar er auðvelt að rugla almenning í ríminu en aðalatriðið í dag er að A-hluti Reykjavíkurborgar stendur illa. Fallegt tal en dýrt Þessi núverandi fjárhagsstaða A-hlutans skýrist fyrst og fremst af óábyrgri fjármálastjórn Reykjavíkurborgar um langt árabil. Að mínu mati á óstjórnin m.a. rætur sínar að rekja til loftkenndra verkefna á borð við „Græna Planið“, „Þekkingarkista í loftslagsmálum“ og „Stafrænar umbreytingar“. Á þessum grunni hafa svo mörg skrifstofustörf orðið til hjá miðlægri stjórnsýslu borgarinnar, sem dæmi hefur hin svokallaða stafræna umbreyting kostað nokkra milljarða króna á undanförnum árum en litlu skilað fyrir rekstur borgarinnar. Lokaorð Stundum mætti halda að í eyrum þess sem setið hefur í borgarstjórnarstólnum síðan í júní 2014 sé tal um staðreyndir um fjármál borgarinnar eins og hver annar brandari. Raunveruleikinn í dag er hins vegar þess eðlis að hinum langdregna brandara gæti farið senn að ljúka. Það kreppir nefnilega að í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar og fyrir því eru þeir núna að finna sem háðir eru grunnþjónustu hennar. Af þessum ástæðum þarf að skera upp borgarkerfið, þar með talið lækka kostnað af rekstri miðlægrar stjórnsýslu borgarinnar. Með slíkum uppskurði væri tekið á hinum raunverulegu meinum til lengri tíma litið og grundvöllur lagður að því að vernda velferðina. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar