Eru fjármál borgarinnar brandari? Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. desember 2022 07:30 „Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“. Peningamálin hjá Reykjavíkurborg munu alltaf einhvern veginn „reddast“, sagði þessi ágæti viðmælandi minn að lokum. Fjármál borgarinnar og popúlisminn Vandinn við þessa greiningu kjósandans er hversu vel hún lýsir pólitískum veruleika. Hver nennir að hlusta á tal um ábyrga fjármálastjórnun og hver nennir að velta sér upp úr tölulegum upplýsingum um fjármál Reykjavíkurborgar? Er ekki skemmtilegra, svo dæmi sé tekið, að reisa torg í miðbæ Reykjavíkur, klippa á borða korteri fyrir kosningar og klifa á þörfinni fyrir „hágæða almenningssamgöngum“, á sama tíma og Strætó bs. er á hausnum? Svo þegar harðnar á dalnum er einfaldlega klipið hér og þar af þeirri grunnþjónustu sem Reykjavíkurborg veitir, svo sem sjá mátti í borgarstjórn í síðustu viku þegar breytingartillögur núverandi meirihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar 2023 voru afgreiddar. Fáeinar staðreyndir um núverandi fjárhagsstöðu A-hluta Reykjavíkurborgar Undir A-hluta Reykjavíkurborgar fellur hefðbundin opinber þjónusta, svo sem eins og skóla- og velferðarstarfsemi, og er rekstur A-hlutans aðallega fjármagnaður með skatttekjum. Fjárhagsstöðu A-hlutans um þessar mundir má lýsa svo: Hlutfall launakostnaðar í A-hluta af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðstekjum er um 90%, á að lágmarki ekki vera hærri en 80%. Veltufjárhlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er í sögulegu lágmarki. Skuldir A-hlutans hafa aldrei verið hærri og fyrirsjáanlegt er að þær muni halda áfram að hækka á næstu árum. Í opinberri umræðu um A- og B-hluta Reykjavíkurborgar er auðvelt að rugla almenning í ríminu en aðalatriðið í dag er að A-hluti Reykjavíkurborgar stendur illa. Fallegt tal en dýrt Þessi núverandi fjárhagsstaða A-hlutans skýrist fyrst og fremst af óábyrgri fjármálastjórn Reykjavíkurborgar um langt árabil. Að mínu mati á óstjórnin m.a. rætur sínar að rekja til loftkenndra verkefna á borð við „Græna Planið“, „Þekkingarkista í loftslagsmálum“ og „Stafrænar umbreytingar“. Á þessum grunni hafa svo mörg skrifstofustörf orðið til hjá miðlægri stjórnsýslu borgarinnar, sem dæmi hefur hin svokallaða stafræna umbreyting kostað nokkra milljarða króna á undanförnum árum en litlu skilað fyrir rekstur borgarinnar. Lokaorð Stundum mætti halda að í eyrum þess sem setið hefur í borgarstjórnarstólnum síðan í júní 2014 sé tal um staðreyndir um fjármál borgarinnar eins og hver annar brandari. Raunveruleikinn í dag er hins vegar þess eðlis að hinum langdregna brandara gæti farið senn að ljúka. Það kreppir nefnilega að í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar og fyrir því eru þeir núna að finna sem háðir eru grunnþjónustu hennar. Af þessum ástæðum þarf að skera upp borgarkerfið, þar með talið lækka kostnað af rekstri miðlægrar stjórnsýslu borgarinnar. Með slíkum uppskurði væri tekið á hinum raunverulegu meinum til lengri tíma litið og grundvöllur lagður að því að vernda velferðina. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
„Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“. Peningamálin hjá Reykjavíkurborg munu alltaf einhvern veginn „reddast“, sagði þessi ágæti viðmælandi minn að lokum. Fjármál borgarinnar og popúlisminn Vandinn við þessa greiningu kjósandans er hversu vel hún lýsir pólitískum veruleika. Hver nennir að hlusta á tal um ábyrga fjármálastjórnun og hver nennir að velta sér upp úr tölulegum upplýsingum um fjármál Reykjavíkurborgar? Er ekki skemmtilegra, svo dæmi sé tekið, að reisa torg í miðbæ Reykjavíkur, klippa á borða korteri fyrir kosningar og klifa á þörfinni fyrir „hágæða almenningssamgöngum“, á sama tíma og Strætó bs. er á hausnum? Svo þegar harðnar á dalnum er einfaldlega klipið hér og þar af þeirri grunnþjónustu sem Reykjavíkurborg veitir, svo sem sjá mátti í borgarstjórn í síðustu viku þegar breytingartillögur núverandi meirihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar 2023 voru afgreiddar. Fáeinar staðreyndir um núverandi fjárhagsstöðu A-hluta Reykjavíkurborgar Undir A-hluta Reykjavíkurborgar fellur hefðbundin opinber þjónusta, svo sem eins og skóla- og velferðarstarfsemi, og er rekstur A-hlutans aðallega fjármagnaður með skatttekjum. Fjárhagsstöðu A-hlutans um þessar mundir má lýsa svo: Hlutfall launakostnaðar í A-hluta af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðstekjum er um 90%, á að lágmarki ekki vera hærri en 80%. Veltufjárhlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er í sögulegu lágmarki. Skuldir A-hlutans hafa aldrei verið hærri og fyrirsjáanlegt er að þær muni halda áfram að hækka á næstu árum. Í opinberri umræðu um A- og B-hluta Reykjavíkurborgar er auðvelt að rugla almenning í ríminu en aðalatriðið í dag er að A-hluti Reykjavíkurborgar stendur illa. Fallegt tal en dýrt Þessi núverandi fjárhagsstaða A-hlutans skýrist fyrst og fremst af óábyrgri fjármálastjórn Reykjavíkurborgar um langt árabil. Að mínu mati á óstjórnin m.a. rætur sínar að rekja til loftkenndra verkefna á borð við „Græna Planið“, „Þekkingarkista í loftslagsmálum“ og „Stafrænar umbreytingar“. Á þessum grunni hafa svo mörg skrifstofustörf orðið til hjá miðlægri stjórnsýslu borgarinnar, sem dæmi hefur hin svokallaða stafræna umbreyting kostað nokkra milljarða króna á undanförnum árum en litlu skilað fyrir rekstur borgarinnar. Lokaorð Stundum mætti halda að í eyrum þess sem setið hefur í borgarstjórnarstólnum síðan í júní 2014 sé tal um staðreyndir um fjármál borgarinnar eins og hver annar brandari. Raunveruleikinn í dag er hins vegar þess eðlis að hinum langdregna brandara gæti farið senn að ljúka. Það kreppir nefnilega að í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar og fyrir því eru þeir núna að finna sem háðir eru grunnþjónustu hennar. Af þessum ástæðum þarf að skera upp borgarkerfið, þar með talið lækka kostnað af rekstri miðlægrar stjórnsýslu borgarinnar. Með slíkum uppskurði væri tekið á hinum raunverulegu meinum til lengri tíma litið og grundvöllur lagður að því að vernda velferðina. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun