Lengi skal manninn reyna Inga Sæland skrifar 8. desember 2022 15:02 Á þriðjudagskvöldið þann 29. nóvember sl. greiddu alþingismenn atkvæði um breytingartillögur mínar við frumvarp til fjáraukalaga. Samþykkt var tillaga um eingreiðslu til öryrkja en öðru gegndi um tillögu mína um að greiða sambærilega eingreiðslu til þess hluta eldri fólks sem situr eftir á berstrípuðum greiðslum almannatrygginga og hefur ekkert annað. þetta er eldra fólk sem áður voru öryrkjar og umbreyttustu á einni nóttu í 67 ára fullfríska einstaklinga samkvæmt skilgreiningu laganna. Á svipstundu lækkuðu lífeyrisgreiðslur til þeirra sem áður höfðu fengið greitt viðbótarframlag frá TR. vegna aldurstengdrar örorku. Ég trúi því ekki að fólks sjái ekki óréttlætið og mismununina sem þarna blasir við. Í þessum hópi fátækustu eldri borgara landsins eru einnig fullorðnar konur, ömmur og langömmur sem eyddu öllum sínum starfsæviárum í það, að vera heimavinnandi húsmæður. Þessar konur eiga þar af leiðandi engin lífeyrissjóðsréttindi. Ég lagði einnig til breytingatillögu við fjáraukann upp á 150 milljónir til hjálparstofnana sem styðja við þá sem eiga bágast í samfélaginu. Það er athyglinnar virði að sjá hvernig raunverulega er litið á þá sem stjórnvöld halda í það sárri fátækt að þau neyðast til að standa í löngum röðum fyrir framan hjálparstofnanir til að biðja um mat. Þörfin er slík að ekki er hægt að anna allri þeirri eftirspurn sem óskað er. Oft þarf að loka á þá sem eru aftastir í röðinni þar sem maturinn er uppurin í það skiptið. Þannig verða margir frá að hverfa án þess að fá mat fyrir sig og börnin sín. Með tilliti til þess hvernig hægt er að ausa peningum í milljarða tuga vís eins og það að mubblera upp Seðlabankann og dytta að honum fyrir ríflega 3 milljarða króna. Eins og að óska eftir 6 milljörðum til að fjárfesta í Snobb Hill við Austurbakka (nýju Landsbankahöllinni). Eins og að ausa milljörðum í stólaskipti ráðuneyta. Eins og að tapa stórfé úr ríkissjóði með lækkun bankaskatts. Eins og að tapa milljörðum með því að sækja ekki aukna fjármuni til stórútgerðar sem hefur makað krókinn á sameiginlegri auðlind okkar. Hvorki meira né minna en 533 milljarðar króna frá 2009 í hreinan hagnað sjávarútvegsins og þá búið að greiða fyrir aðganginn að auðlindinni 85,9 milljarða. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta vægast sagt síðasta sort. Tillögur mínar voru felldar. Stjórnarflokkarnir samstíga sem einn maður og sneru öll blinda auganu að sínum minnstu bræðrum og systrum. Sjálfstæðisflokkur XD sagði NEI Framsóknarflokkur XB sagði NEI Vinstri hreyfingin grænt framboð XV sagði NEI Viðreisn kaus ekki með tillögu minni um stuðning við hjálparsamtök. Ég mun leggja fram sambærilegar breytingatillögur fyrir þriðju umræðu fjáraukalaga. Enn er von um gleðilegri jól til þeirra sem þurfa mest á hjálp okkar að halda. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudagskvöldið þann 29. nóvember sl. greiddu alþingismenn atkvæði um breytingartillögur mínar við frumvarp til fjáraukalaga. Samþykkt var tillaga um eingreiðslu til öryrkja en öðru gegndi um tillögu mína um að greiða sambærilega eingreiðslu til þess hluta eldri fólks sem situr eftir á berstrípuðum greiðslum almannatrygginga og hefur ekkert annað. þetta er eldra fólk sem áður voru öryrkjar og umbreyttustu á einni nóttu í 67 ára fullfríska einstaklinga samkvæmt skilgreiningu laganna. Á svipstundu lækkuðu lífeyrisgreiðslur til þeirra sem áður höfðu fengið greitt viðbótarframlag frá TR. vegna aldurstengdrar örorku. Ég trúi því ekki að fólks sjái ekki óréttlætið og mismununina sem þarna blasir við. Í þessum hópi fátækustu eldri borgara landsins eru einnig fullorðnar konur, ömmur og langömmur sem eyddu öllum sínum starfsæviárum í það, að vera heimavinnandi húsmæður. Þessar konur eiga þar af leiðandi engin lífeyrissjóðsréttindi. Ég lagði einnig til breytingatillögu við fjáraukann upp á 150 milljónir til hjálparstofnana sem styðja við þá sem eiga bágast í samfélaginu. Það er athyglinnar virði að sjá hvernig raunverulega er litið á þá sem stjórnvöld halda í það sárri fátækt að þau neyðast til að standa í löngum röðum fyrir framan hjálparstofnanir til að biðja um mat. Þörfin er slík að ekki er hægt að anna allri þeirri eftirspurn sem óskað er. Oft þarf að loka á þá sem eru aftastir í röðinni þar sem maturinn er uppurin í það skiptið. Þannig verða margir frá að hverfa án þess að fá mat fyrir sig og börnin sín. Með tilliti til þess hvernig hægt er að ausa peningum í milljarða tuga vís eins og það að mubblera upp Seðlabankann og dytta að honum fyrir ríflega 3 milljarða króna. Eins og að óska eftir 6 milljörðum til að fjárfesta í Snobb Hill við Austurbakka (nýju Landsbankahöllinni). Eins og að ausa milljörðum í stólaskipti ráðuneyta. Eins og að tapa stórfé úr ríkissjóði með lækkun bankaskatts. Eins og að tapa milljörðum með því að sækja ekki aukna fjármuni til stórútgerðar sem hefur makað krókinn á sameiginlegri auðlind okkar. Hvorki meira né minna en 533 milljarðar króna frá 2009 í hreinan hagnað sjávarútvegsins og þá búið að greiða fyrir aðganginn að auðlindinni 85,9 milljarða. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta vægast sagt síðasta sort. Tillögur mínar voru felldar. Stjórnarflokkarnir samstíga sem einn maður og sneru öll blinda auganu að sínum minnstu bræðrum og systrum. Sjálfstæðisflokkur XD sagði NEI Framsóknarflokkur XB sagði NEI Vinstri hreyfingin grænt framboð XV sagði NEI Viðreisn kaus ekki með tillögu minni um stuðning við hjálparsamtök. Ég mun leggja fram sambærilegar breytingatillögur fyrir þriðju umræðu fjáraukalaga. Enn er von um gleðilegri jól til þeirra sem þurfa mest á hjálp okkar að halda. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun