Kaldir og blautir eftir svaðilför við Elliðavatn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. desember 2022 21:00 Sveinbjörn Berentsson kom að aðgerðum í gær Vísir/Sigurjón Guðni Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn. Tilkynning um atvikið barst lögreglu um klukkan 17 í gær. Drengirnir voru þrír og höfðu allir fallið ofan í vatnið þegar ísinn gaf sig. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn höfðu drengirnir náð að koma sér upp á nálæga eyju þaðan sem þeim var bjargað með búnaði slökkviliðsins. Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir drengina hafa verið skelkaða og kalda þegar slökkvilið mætti á vettvang. Aldrei sé öruggt að fara út á ísilagt vatn. „Það geta alltaf verið vakir og óörugg svæði, ísinn mis þykkur. Þannig aldrei er nú besta svarið,“ sagði Sveinbjörn. Börnum brugðið vegna málsins Elliðavatn liggur mjög nálægt Vatnsendaskóla í Kópavogi þar sem drengirnir eru nemendur. Skólastjóri segir að mörgum börnum hafi brugðið nokkuð við fréttirnar af atvikinu í gær en farið var yfir málið í skólanum í dag. „Kennarar ræddu í einhverjum hópum við nemendur, þeir munu halda áfram umræðunni. Svo hef ég sent upplýsingapóst til foreldra, beðið þá að taka við boltanum og ræða hættuna af vatninu við sín börn,“ sagði María Jónsdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla. Þykir spennandi að leika sér á ísnum Ísilagt vatn getur sannarlega verið spennandi leiksvæði, en á meðan við ræddum við varðstjóra slökkviliðisins um hætturnar sem því fylgja slíkum leik rak tökumaður augun í drengjahóp hinum megin við vatnið sem jú - lék sér á ísnum. Um var að ræða 12 ára drengi. „Við vorum bara ofan á klakanum og vorum að kasta steinum og eitthvað,“ sagði einn drengjanna. Aðspurðir hvort þeim þætti slíkur leikur spennandi svöruðu þeir því játandi og sögðu það „geggjað.“ Slökkvilið Börn og uppeldi Kópavogur Grunnskólar Tengdar fréttir Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16 Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Tilkynning um atvikið barst lögreglu um klukkan 17 í gær. Drengirnir voru þrír og höfðu allir fallið ofan í vatnið þegar ísinn gaf sig. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn höfðu drengirnir náð að koma sér upp á nálæga eyju þaðan sem þeim var bjargað með búnaði slökkviliðsins. Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir drengina hafa verið skelkaða og kalda þegar slökkvilið mætti á vettvang. Aldrei sé öruggt að fara út á ísilagt vatn. „Það geta alltaf verið vakir og óörugg svæði, ísinn mis þykkur. Þannig aldrei er nú besta svarið,“ sagði Sveinbjörn. Börnum brugðið vegna málsins Elliðavatn liggur mjög nálægt Vatnsendaskóla í Kópavogi þar sem drengirnir eru nemendur. Skólastjóri segir að mörgum börnum hafi brugðið nokkuð við fréttirnar af atvikinu í gær en farið var yfir málið í skólanum í dag. „Kennarar ræddu í einhverjum hópum við nemendur, þeir munu halda áfram umræðunni. Svo hef ég sent upplýsingapóst til foreldra, beðið þá að taka við boltanum og ræða hættuna af vatninu við sín börn,“ sagði María Jónsdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla. Þykir spennandi að leika sér á ísnum Ísilagt vatn getur sannarlega verið spennandi leiksvæði, en á meðan við ræddum við varðstjóra slökkviliðisins um hætturnar sem því fylgja slíkum leik rak tökumaður augun í drengjahóp hinum megin við vatnið sem jú - lék sér á ísnum. Um var að ræða 12 ára drengi. „Við vorum bara ofan á klakanum og vorum að kasta steinum og eitthvað,“ sagði einn drengjanna. Aðspurðir hvort þeim þætti slíkur leikur spennandi svöruðu þeir því játandi og sögðu það „geggjað.“
Slökkvilið Börn og uppeldi Kópavogur Grunnskólar Tengdar fréttir Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16 Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16
Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08