Þetta sagði Volodomír Selenskí úkraínuforseti í sínu daglega ávarpi í gærkvöldi eftir árásir gærdagsins. Rússar skutu þá fjölmörgum flugskeytum á Úkraínu og héldur árásirnar áfram fram eftir nóttu.
Úkraínska hernum tókst þó að skjóta meirihluta flauganna niður áður en þær hittu skotmörk sín. Fjórir eru sagðir hafa látið lífið í árásum gærdagsins en auk þess að lama orkuinnviði féllu nokkrar sprengjur á íbúarhúsnæði í grennd við Zaporizhzhia í nótt án þess að nokkur hafi látið lífið.
Yfirvöld í höfuðborginni Kænugarði hafa varað íbúa við að líklega þurfi að taka rafmagnið af um það bil helmingi svæðisins næstu daga.
Nú er komið frost víða í Úkraínu og milljónir manna eru án rafmagns eða rennandi vatns. Óttast er að fjöldi fólks eigi því eftir að deyja af völdum ofkælingar.