Bankasýslan sakar ríkisendurskoðanda um rangfærslur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. desember 2022 07:23 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar. Vísir Fulltrúar Bankasýslu ríkisins halda því fram að ríkisendurskoðandi hafi farið með rangt mál á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag þegar hann sagði Bankasýsluna hafa skort yfirsýn þegar ákvörðun um leiðbeinandi verð hafi verið tekin. Fundurinn í gærmorgun var fjórði opni fundur nefndarinnar sem haldinn er vegna sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á fundinum sagði Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi Bankasýslu ríkisins ekki haft næga yfirsýn yfir heildareftirspurn þegar salan fór fram og að stofnunin hefði afhent fjármálaráðherra rangar og óljósar upplýsingar. „Ég veit ekki hvað vakir fyrir Bankasýslunni þegar hún gerir þetta, en ég segi það bara hér sem trúnaðarmaður Alþingis og sem Ríkisendurskoðandi að málflutningur Bankasýslunnar um þetta atriði er bara alls ekki við hæfi og eingöngu til þess fallinn að skapa upplýsingaóreiðu og afvegaleiða umræðu þings og almennings um hvað það var sem þetta mál snerist um,“ sagði Guðmundur Björgvin. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi.Vísir/Vilhelm Segir ríkisendurskoðanda fara með rangt mál Í tilkynningu frá Bankasýslunni sem send var út í gærkvöldi vegna málsins segir að ríkisendurskoðanda fari með rangt mál. Kemur þar fram að ákvarðanir um verð hafi verið byggðar á fullnægjandi upplýsingum og Bankasýsla ríkisins ítrekað bent Ríkisendurskoðun á að starfsmenn stofnunarinnar hafi náið fylgst með þróun tilboðsbókar allt frá upphafi til enda. „Ákvarðanir um leiðbeinandi verð og rökstutt mat til ráðherra um lokaverð og magn, sem honum var sent kl. 21:40 að kvöldi 22. mars 2022, byggðu á upplýsingum sem þá lágu fyrir um eftirspurn fjárfesta. Upplýsingarnar áttu eftir að taka breytingum. Heildarmyndin var hins vegar skýr og yfirsýn umsjónaraðila (Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan SE og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka), Bankasýslu ríkisins og fjármálaráðgjafa stofnunarinnar (STJ Advisors Group Limited) góð,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingu Bankasýslu ríkisins má lesa í heild sinni hér að neðan. Vegna þess sem fram kom af hálfu ríkisendurskoðanda á opnum fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag skal eftirfarandi komið á framfæri: Það er rangt sem ríkisendurskoðandi heldur fram að Bankasýslu ríkisins hafi skort fullnægjandi yfirsýn yfir stöðu tilboðsbókar þegar ákvörðun var tekin um leiðbeinandi verð og er rökstutt mat var sent ráðherra að kvöldi 22. mars 2022. Bankasýsla ríkisins hefur ítrekað bent Ríkisendurskoðun á að starfsmenn stofnunarinnar, fyrir milligöngu umsjónaraðila, hafi náið fylgst með þróun tilboðsbókar allt frá upphafi útboðsins til enda. Stöðu bókarinnar hafi reglulega verið varpað á skjá í höfuðstöðvum Íslandsbanka fram á kvöld þess dags er útboðið fór fram. Á þeim fimm klukkustundum sem útboðið stóð yfir var tilboða aflað fyrir rúmlega 150 milljarða króna. Það samsvarar um 30 milljörðum króna á klukkustund eða 500 milljónum króna á hverri mínútu að jafnaði. Ákvarðanir um leiðbeinandi verð og rökstutt mat til ráðherra um lokaverð og magn, sem honum var sent kl. 21:40 að kvöldi 22. mars 2022, byggðu á upplýsingum sem þá lágu fyrir um eftirspurn fjárfesta. Upplýsingarnar áttu eftir að taka breytingum. Heildarmyndin var hins vegar skýr og yfirsýn umsjónaraðila (Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan SE og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka), Bankasýslu ríkisins og fjármálaráðgjafa stofnunarinnar (STJ Advisors Group Limited) góð. Endanleg staða tilboðsbókar og flokkun fjárfesta var síðan send ráðherra kl. 23:18. Á þeim grunni var ákvörðun ráðherra tekin og staðfest bréflega við Bankasýslu ríkisins kl. 23:27. Samkvæmt þessu er engum vafa undirorpið að ákvarðanir um verð í söluferlinu, sem allar voru teknar að fengnum tillögum umsjónaraðila útboðsins og með hliðsjón af ráðgjöf fjármálaráðgjafa Bankasýslu ríkisins, byggðust á fullnægjandi upplýsingum. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Fundurinn í gærmorgun var fjórði opni fundur nefndarinnar sem haldinn er vegna sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á fundinum sagði Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi Bankasýslu ríkisins ekki haft næga yfirsýn yfir heildareftirspurn þegar salan fór fram og að stofnunin hefði afhent fjármálaráðherra rangar og óljósar upplýsingar. „Ég veit ekki hvað vakir fyrir Bankasýslunni þegar hún gerir þetta, en ég segi það bara hér sem trúnaðarmaður Alþingis og sem Ríkisendurskoðandi að málflutningur Bankasýslunnar um þetta atriði er bara alls ekki við hæfi og eingöngu til þess fallinn að skapa upplýsingaóreiðu og afvegaleiða umræðu þings og almennings um hvað það var sem þetta mál snerist um,“ sagði Guðmundur Björgvin. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi.Vísir/Vilhelm Segir ríkisendurskoðanda fara með rangt mál Í tilkynningu frá Bankasýslunni sem send var út í gærkvöldi vegna málsins segir að ríkisendurskoðanda fari með rangt mál. Kemur þar fram að ákvarðanir um verð hafi verið byggðar á fullnægjandi upplýsingum og Bankasýsla ríkisins ítrekað bent Ríkisendurskoðun á að starfsmenn stofnunarinnar hafi náið fylgst með þróun tilboðsbókar allt frá upphafi til enda. „Ákvarðanir um leiðbeinandi verð og rökstutt mat til ráðherra um lokaverð og magn, sem honum var sent kl. 21:40 að kvöldi 22. mars 2022, byggðu á upplýsingum sem þá lágu fyrir um eftirspurn fjárfesta. Upplýsingarnar áttu eftir að taka breytingum. Heildarmyndin var hins vegar skýr og yfirsýn umsjónaraðila (Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan SE og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka), Bankasýslu ríkisins og fjármálaráðgjafa stofnunarinnar (STJ Advisors Group Limited) góð,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingu Bankasýslu ríkisins má lesa í heild sinni hér að neðan. Vegna þess sem fram kom af hálfu ríkisendurskoðanda á opnum fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag skal eftirfarandi komið á framfæri: Það er rangt sem ríkisendurskoðandi heldur fram að Bankasýslu ríkisins hafi skort fullnægjandi yfirsýn yfir stöðu tilboðsbókar þegar ákvörðun var tekin um leiðbeinandi verð og er rökstutt mat var sent ráðherra að kvöldi 22. mars 2022. Bankasýsla ríkisins hefur ítrekað bent Ríkisendurskoðun á að starfsmenn stofnunarinnar, fyrir milligöngu umsjónaraðila, hafi náið fylgst með þróun tilboðsbókar allt frá upphafi útboðsins til enda. Stöðu bókarinnar hafi reglulega verið varpað á skjá í höfuðstöðvum Íslandsbanka fram á kvöld þess dags er útboðið fór fram. Á þeim fimm klukkustundum sem útboðið stóð yfir var tilboða aflað fyrir rúmlega 150 milljarða króna. Það samsvarar um 30 milljörðum króna á klukkustund eða 500 milljónum króna á hverri mínútu að jafnaði. Ákvarðanir um leiðbeinandi verð og rökstutt mat til ráðherra um lokaverð og magn, sem honum var sent kl. 21:40 að kvöldi 22. mars 2022, byggðu á upplýsingum sem þá lágu fyrir um eftirspurn fjárfesta. Upplýsingarnar áttu eftir að taka breytingum. Heildarmyndin var hins vegar skýr og yfirsýn umsjónaraðila (Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan SE og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka), Bankasýslu ríkisins og fjármálaráðgjafa stofnunarinnar (STJ Advisors Group Limited) góð. Endanleg staða tilboðsbókar og flokkun fjárfesta var síðan send ráðherra kl. 23:18. Á þeim grunni var ákvörðun ráðherra tekin og staðfest bréflega við Bankasýslu ríkisins kl. 23:27. Samkvæmt þessu er engum vafa undirorpið að ákvarðanir um verð í söluferlinu, sem allar voru teknar að fengnum tillögum umsjónaraðila útboðsins og með hliðsjón af ráðgjöf fjármálaráðgjafa Bankasýslu ríkisins, byggðust á fullnægjandi upplýsingum.
Vegna þess sem fram kom af hálfu ríkisendurskoðanda á opnum fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag skal eftirfarandi komið á framfæri: Það er rangt sem ríkisendurskoðandi heldur fram að Bankasýslu ríkisins hafi skort fullnægjandi yfirsýn yfir stöðu tilboðsbókar þegar ákvörðun var tekin um leiðbeinandi verð og er rökstutt mat var sent ráðherra að kvöldi 22. mars 2022. Bankasýsla ríkisins hefur ítrekað bent Ríkisendurskoðun á að starfsmenn stofnunarinnar, fyrir milligöngu umsjónaraðila, hafi náið fylgst með þróun tilboðsbókar allt frá upphafi útboðsins til enda. Stöðu bókarinnar hafi reglulega verið varpað á skjá í höfuðstöðvum Íslandsbanka fram á kvöld þess dags er útboðið fór fram. Á þeim fimm klukkustundum sem útboðið stóð yfir var tilboða aflað fyrir rúmlega 150 milljarða króna. Það samsvarar um 30 milljörðum króna á klukkustund eða 500 milljónum króna á hverri mínútu að jafnaði. Ákvarðanir um leiðbeinandi verð og rökstutt mat til ráðherra um lokaverð og magn, sem honum var sent kl. 21:40 að kvöldi 22. mars 2022, byggðu á upplýsingum sem þá lágu fyrir um eftirspurn fjárfesta. Upplýsingarnar áttu eftir að taka breytingum. Heildarmyndin var hins vegar skýr og yfirsýn umsjónaraðila (Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan SE og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka), Bankasýslu ríkisins og fjármálaráðgjafa stofnunarinnar (STJ Advisors Group Limited) góð. Endanleg staða tilboðsbókar og flokkun fjárfesta var síðan send ráðherra kl. 23:18. Á þeim grunni var ákvörðun ráðherra tekin og staðfest bréflega við Bankasýslu ríkisins kl. 23:27. Samkvæmt þessu er engum vafa undirorpið að ákvarðanir um verð í söluferlinu, sem allar voru teknar að fengnum tillögum umsjónaraðila útboðsins og með hliðsjón af ráðgjöf fjármálaráðgjafa Bankasýslu ríkisins, byggðust á fullnægjandi upplýsingum.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira