Einar eftir að Fram komst aftur á sigurbraut: „Hrikalega bjartsýnn á framhaldið“ Tómas Helgi Wehmeier skrifar 5. desember 2022 22:00 Einar Jónsson var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Fram vann gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með að fá tvö stig í kvöld þegar lið hans lagði ÍR í Breiðholti í Olís deild karla í handbolta. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð og sigurinn þar af leiðandi extra sætur. „Ég er fyrst og fremst bara ánægður að vinna leikinn, ÍR liðið er bara drullu flott lið þannig að fara með tvö stig héðan er ég gríðarlega sáttur með en miðað við hvernig við byrjuðum leikinn þá átti þetta ekkert að vera svona erfitt, það kemur þarna korters kafli í fyrri hálfleik þar sem við vorum bara ekki með.“ Fram leiddi með tíu mörkum, 1-11 þegar að rétt rúmar tólf mínútur voru liðnar af leiknum, ÍR jafna síðan leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. „ÍR-ingarnir breyttu svo sem engu, þeir héldu áfram að spila sinn leik, voru mjög flottir og virkilega vel gert hjá þeim. Við förum úr okkar leik, við hreyfðum aðeins til í liðinu en menn voru ekki skila því sem þeir eru vanir, við erum að fara illa með dauðafæri eins og í mörgum öðrum leikjum. Við vorum með tíu marka forskot og auðvitað vill maður bæta í en maður á ekki að missa það niður á korteri. Ég vill ekkert vera að henda þessu á einhverja leikmenn en þetta datt hrikalega niður hjá okkur og það er eitthvað sem ég þarf að skoða.“ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, spilaði örlítið meira en í síðustu leikjum vegna meiðsla og var það því mikilvægt fyrir Framara að fá hann aftur inn í liðið. „Hann er alltaf að verða betri og betri, hann náði aðeins að kasta núna og vildi láta reyna á þetta en hann er ekki alveg orðinn hundrað prósent. Hann er frábær í vörn, við erum búnir að vera nota hann eins mikið og við getum og við söknum hans sóknarlega en við erum með nóg af mannskap. Það er samt smá steikt að Reynir Þór, sautján ára pjakkur sé að halda þessu á floti fyrir okkur sóknarlega en hann er auðvitað mjög flottur, tek það ekki af honum en ég væri alveg til í að sjá meira framlag frá öðrum leikmönnum. Luka vaknar aðeins hérna síðustu fimmtán mínúturnar en var ekki að gera neitt fram að því þannig að menn þurfa bara að vera aðeins á tánum og halda áfram.“ Einar er bjartsýnn fyrir framhaldinu, Fram á einn deildarleik og einn bikarleik áður en Olís-deildin fer í pásu. „Ég er hrikalega bjartsýnn á framhaldið, við þurftum að ná í tvö stig í dag. Skiptir ekki öllu máli hvernig við gerðum það en það léttir aðeins yfir þessu. Við erum búnir að vera mjög góðir í allan vetur, svo kemur ein skíta vika, þá koma þrír leikir á okkur sem við vorum ekki alveg í takt við á þeim tíma en við þurftum klárlega þessi tvö stig í dag og ég er hrikalega ánægður með þá. Þetta gefur okkur góða innspýtingu fyrir framhaldið, við eigum einn deildarleik og einn bikarleik fram að pásu og við ætlum að vinna báða þá leiki,“ sagði Einar að endingu. Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Eftir góða byrjun í Olís deild karla í handbolta hafði lítið gengið hjá Fram undanfarið þar sem liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fram komst hins vegar aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ÍR. Umfjöllun og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst bara ánægður að vinna leikinn, ÍR liðið er bara drullu flott lið þannig að fara með tvö stig héðan er ég gríðarlega sáttur með en miðað við hvernig við byrjuðum leikinn þá átti þetta ekkert að vera svona erfitt, það kemur þarna korters kafli í fyrri hálfleik þar sem við vorum bara ekki með.“ Fram leiddi með tíu mörkum, 1-11 þegar að rétt rúmar tólf mínútur voru liðnar af leiknum, ÍR jafna síðan leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. „ÍR-ingarnir breyttu svo sem engu, þeir héldu áfram að spila sinn leik, voru mjög flottir og virkilega vel gert hjá þeim. Við förum úr okkar leik, við hreyfðum aðeins til í liðinu en menn voru ekki skila því sem þeir eru vanir, við erum að fara illa með dauðafæri eins og í mörgum öðrum leikjum. Við vorum með tíu marka forskot og auðvitað vill maður bæta í en maður á ekki að missa það niður á korteri. Ég vill ekkert vera að henda þessu á einhverja leikmenn en þetta datt hrikalega niður hjá okkur og það er eitthvað sem ég þarf að skoða.“ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, spilaði örlítið meira en í síðustu leikjum vegna meiðsla og var það því mikilvægt fyrir Framara að fá hann aftur inn í liðið. „Hann er alltaf að verða betri og betri, hann náði aðeins að kasta núna og vildi láta reyna á þetta en hann er ekki alveg orðinn hundrað prósent. Hann er frábær í vörn, við erum búnir að vera nota hann eins mikið og við getum og við söknum hans sóknarlega en við erum með nóg af mannskap. Það er samt smá steikt að Reynir Þór, sautján ára pjakkur sé að halda þessu á floti fyrir okkur sóknarlega en hann er auðvitað mjög flottur, tek það ekki af honum en ég væri alveg til í að sjá meira framlag frá öðrum leikmönnum. Luka vaknar aðeins hérna síðustu fimmtán mínúturnar en var ekki að gera neitt fram að því þannig að menn þurfa bara að vera aðeins á tánum og halda áfram.“ Einar er bjartsýnn fyrir framhaldinu, Fram á einn deildarleik og einn bikarleik áður en Olís-deildin fer í pásu. „Ég er hrikalega bjartsýnn á framhaldið, við þurftum að ná í tvö stig í dag. Skiptir ekki öllu máli hvernig við gerðum það en það léttir aðeins yfir þessu. Við erum búnir að vera mjög góðir í allan vetur, svo kemur ein skíta vika, þá koma þrír leikir á okkur sem við vorum ekki alveg í takt við á þeim tíma en við þurftum klárlega þessi tvö stig í dag og ég er hrikalega ánægður með þá. Þetta gefur okkur góða innspýtingu fyrir framhaldið, við eigum einn deildarleik og einn bikarleik fram að pásu og við ætlum að vinna báða þá leiki,“ sagði Einar að endingu.
Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Eftir góða byrjun í Olís deild karla í handbolta hafði lítið gengið hjá Fram undanfarið þar sem liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fram komst hins vegar aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ÍR. Umfjöllun og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Eftir góða byrjun í Olís deild karla í handbolta hafði lítið gengið hjá Fram undanfarið þar sem liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fram komst hins vegar aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ÍR. Umfjöllun og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. 5. desember 2022 21:00