Einar eftir að Fram komst aftur á sigurbraut: „Hrikalega bjartsýnn á framhaldið“ Tómas Helgi Wehmeier skrifar 5. desember 2022 22:00 Einar Jónsson var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Fram vann gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með að fá tvö stig í kvöld þegar lið hans lagði ÍR í Breiðholti í Olís deild karla í handbolta. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð og sigurinn þar af leiðandi extra sætur. „Ég er fyrst og fremst bara ánægður að vinna leikinn, ÍR liðið er bara drullu flott lið þannig að fara með tvö stig héðan er ég gríðarlega sáttur með en miðað við hvernig við byrjuðum leikinn þá átti þetta ekkert að vera svona erfitt, það kemur þarna korters kafli í fyrri hálfleik þar sem við vorum bara ekki með.“ Fram leiddi með tíu mörkum, 1-11 þegar að rétt rúmar tólf mínútur voru liðnar af leiknum, ÍR jafna síðan leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. „ÍR-ingarnir breyttu svo sem engu, þeir héldu áfram að spila sinn leik, voru mjög flottir og virkilega vel gert hjá þeim. Við förum úr okkar leik, við hreyfðum aðeins til í liðinu en menn voru ekki skila því sem þeir eru vanir, við erum að fara illa með dauðafæri eins og í mörgum öðrum leikjum. Við vorum með tíu marka forskot og auðvitað vill maður bæta í en maður á ekki að missa það niður á korteri. Ég vill ekkert vera að henda þessu á einhverja leikmenn en þetta datt hrikalega niður hjá okkur og það er eitthvað sem ég þarf að skoða.“ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, spilaði örlítið meira en í síðustu leikjum vegna meiðsla og var það því mikilvægt fyrir Framara að fá hann aftur inn í liðið. „Hann er alltaf að verða betri og betri, hann náði aðeins að kasta núna og vildi láta reyna á þetta en hann er ekki alveg orðinn hundrað prósent. Hann er frábær í vörn, við erum búnir að vera nota hann eins mikið og við getum og við söknum hans sóknarlega en við erum með nóg af mannskap. Það er samt smá steikt að Reynir Þór, sautján ára pjakkur sé að halda þessu á floti fyrir okkur sóknarlega en hann er auðvitað mjög flottur, tek það ekki af honum en ég væri alveg til í að sjá meira framlag frá öðrum leikmönnum. Luka vaknar aðeins hérna síðustu fimmtán mínúturnar en var ekki að gera neitt fram að því þannig að menn þurfa bara að vera aðeins á tánum og halda áfram.“ Einar er bjartsýnn fyrir framhaldinu, Fram á einn deildarleik og einn bikarleik áður en Olís-deildin fer í pásu. „Ég er hrikalega bjartsýnn á framhaldið, við þurftum að ná í tvö stig í dag. Skiptir ekki öllu máli hvernig við gerðum það en það léttir aðeins yfir þessu. Við erum búnir að vera mjög góðir í allan vetur, svo kemur ein skíta vika, þá koma þrír leikir á okkur sem við vorum ekki alveg í takt við á þeim tíma en við þurftum klárlega þessi tvö stig í dag og ég er hrikalega ánægður með þá. Þetta gefur okkur góða innspýtingu fyrir framhaldið, við eigum einn deildarleik og einn bikarleik fram að pásu og við ætlum að vinna báða þá leiki,“ sagði Einar að endingu. Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Eftir góða byrjun í Olís deild karla í handbolta hafði lítið gengið hjá Fram undanfarið þar sem liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fram komst hins vegar aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ÍR. Umfjöllun og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst bara ánægður að vinna leikinn, ÍR liðið er bara drullu flott lið þannig að fara með tvö stig héðan er ég gríðarlega sáttur með en miðað við hvernig við byrjuðum leikinn þá átti þetta ekkert að vera svona erfitt, það kemur þarna korters kafli í fyrri hálfleik þar sem við vorum bara ekki með.“ Fram leiddi með tíu mörkum, 1-11 þegar að rétt rúmar tólf mínútur voru liðnar af leiknum, ÍR jafna síðan leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. „ÍR-ingarnir breyttu svo sem engu, þeir héldu áfram að spila sinn leik, voru mjög flottir og virkilega vel gert hjá þeim. Við förum úr okkar leik, við hreyfðum aðeins til í liðinu en menn voru ekki skila því sem þeir eru vanir, við erum að fara illa með dauðafæri eins og í mörgum öðrum leikjum. Við vorum með tíu marka forskot og auðvitað vill maður bæta í en maður á ekki að missa það niður á korteri. Ég vill ekkert vera að henda þessu á einhverja leikmenn en þetta datt hrikalega niður hjá okkur og það er eitthvað sem ég þarf að skoða.“ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, spilaði örlítið meira en í síðustu leikjum vegna meiðsla og var það því mikilvægt fyrir Framara að fá hann aftur inn í liðið. „Hann er alltaf að verða betri og betri, hann náði aðeins að kasta núna og vildi láta reyna á þetta en hann er ekki alveg orðinn hundrað prósent. Hann er frábær í vörn, við erum búnir að vera nota hann eins mikið og við getum og við söknum hans sóknarlega en við erum með nóg af mannskap. Það er samt smá steikt að Reynir Þór, sautján ára pjakkur sé að halda þessu á floti fyrir okkur sóknarlega en hann er auðvitað mjög flottur, tek það ekki af honum en ég væri alveg til í að sjá meira framlag frá öðrum leikmönnum. Luka vaknar aðeins hérna síðustu fimmtán mínúturnar en var ekki að gera neitt fram að því þannig að menn þurfa bara að vera aðeins á tánum og halda áfram.“ Einar er bjartsýnn fyrir framhaldinu, Fram á einn deildarleik og einn bikarleik áður en Olís-deildin fer í pásu. „Ég er hrikalega bjartsýnn á framhaldið, við þurftum að ná í tvö stig í dag. Skiptir ekki öllu máli hvernig við gerðum það en það léttir aðeins yfir þessu. Við erum búnir að vera mjög góðir í allan vetur, svo kemur ein skíta vika, þá koma þrír leikir á okkur sem við vorum ekki alveg í takt við á þeim tíma en við þurftum klárlega þessi tvö stig í dag og ég er hrikalega ánægður með þá. Þetta gefur okkur góða innspýtingu fyrir framhaldið, við eigum einn deildarleik og einn bikarleik fram að pásu og við ætlum að vinna báða þá leiki,“ sagði Einar að endingu.
Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Eftir góða byrjun í Olís deild karla í handbolta hafði lítið gengið hjá Fram undanfarið þar sem liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fram komst hins vegar aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ÍR. Umfjöllun og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Eftir góða byrjun í Olís deild karla í handbolta hafði lítið gengið hjá Fram undanfarið þar sem liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fram komst hins vegar aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ÍR. Umfjöllun og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. 5. desember 2022 21:00