Leyfa lögreglu að nota banvæn vélmenni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2022 23:31 Hér má sjá vélmenni sem notað er til að farga eða aftengja sprengjur. Vélmenninn sem lögreglu í San Francisco hafa fengið leyfi til að nota þjóna ekki alveg sama tilgangi. Getty Eftirlitsstjórn borgarinnar San Francisco í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur heimilað lögregluliði borgarinnar að notast við mannskæð vélmenni. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af aðgerðarsinnum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessari ákvörðun eftirlitsstjórnarinnar, sem felur í sér leyfi lögreglu til að notast við vélmenni sem búin eru sprengiefni í ákveðnum aðstæðum. Haft er eftir Dr. Catherine Connolly, sem tilheyrir aðgerðasinnahópnum Stop Killer Robots, eða Stöðvið drápsvélar, segir ákvörðunina vera varhugavert skref í átt að því að fjarlægja fólk frá ákvarðanatöku sem leiði til dauða annarra. Aðeins notuð af illri nausðyn BBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar í San Francisco að sem sakir standa séu engin slík vélmenni í notkun. Hins vegar kunni í framtíðinni að skapast aðstæður þar sem slíkum vélmennum yrði beitt. „Vélmennum sem búin eru sprengiefni gæti verið beitt til að komast inn á svæði sem innihalda ofbeldisfulla, vopnaða eða hættulega einstaklinga.“ Eins gætu vélmennin nýst til að villa fyrir um slíkum einstaklingum, ef talið er að þeir geti verið hættulegir lífi annarra. Stuðningsmenn ákvörðunarinnar hafa ítrekað að vélmennin yrðu aðeins notuð í algjörum undantekningartilfellum. Ekki nýtt undir sólinni Vélmenni eins og þessi hafa þegar verið tekin til notkunar sums staðar í Bandaríkjunum. Þannig notaðist lögreglan í Dallas í Texas-ríki við vélmenni sem hlaðið var með C-4 sprengiefni til þess að bana leyniskyttu sem skotið hafði tvo lögregluþjóna til bana og sært fleiri. Connolly og fleiri andstæðingar vélmennanna hafa hins vegar barist með kjafti og klóm gegn notkun þeirra, á þeim forsendum að vélmennin muni auðvelda lögreglunni að taka þá ákvörðun að beita banvænu afli. Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessari ákvörðun eftirlitsstjórnarinnar, sem felur í sér leyfi lögreglu til að notast við vélmenni sem búin eru sprengiefni í ákveðnum aðstæðum. Haft er eftir Dr. Catherine Connolly, sem tilheyrir aðgerðasinnahópnum Stop Killer Robots, eða Stöðvið drápsvélar, segir ákvörðunina vera varhugavert skref í átt að því að fjarlægja fólk frá ákvarðanatöku sem leiði til dauða annarra. Aðeins notuð af illri nausðyn BBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar í San Francisco að sem sakir standa séu engin slík vélmenni í notkun. Hins vegar kunni í framtíðinni að skapast aðstæður þar sem slíkum vélmennum yrði beitt. „Vélmennum sem búin eru sprengiefni gæti verið beitt til að komast inn á svæði sem innihalda ofbeldisfulla, vopnaða eða hættulega einstaklinga.“ Eins gætu vélmennin nýst til að villa fyrir um slíkum einstaklingum, ef talið er að þeir geti verið hættulegir lífi annarra. Stuðningsmenn ákvörðunarinnar hafa ítrekað að vélmennin yrðu aðeins notuð í algjörum undantekningartilfellum. Ekki nýtt undir sólinni Vélmenni eins og þessi hafa þegar verið tekin til notkunar sums staðar í Bandaríkjunum. Þannig notaðist lögreglan í Dallas í Texas-ríki við vélmenni sem hlaðið var með C-4 sprengiefni til þess að bana leyniskyttu sem skotið hafði tvo lögregluþjóna til bana og sært fleiri. Connolly og fleiri andstæðingar vélmennanna hafa hins vegar barist með kjafti og klóm gegn notkun þeirra, á þeim forsendum að vélmennin muni auðvelda lögreglunni að taka þá ákvörðun að beita banvænu afli.
Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira