Fá ekki aftur forræði yfir dætrum sem þau beittu ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2022 12:11 Í dómi Landsréttar er tíundað að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir að beita dætur sínar og konu ofbeldi um langt skeið. Þá hafi konan verið dæmd fyrir að beita þrjár elstu dæturnar ofbeldi einnig. Vísir/Vilhelm Foreldrar sem dæmdir voru fyrir ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og svipt forræði yfir þeim, mega ekki fá forræðið aftur. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem opinberuð var nýverið og var meðal annars litið til þess að bæði voru dæmd fyrir ofbeldi gegn dætrunum og að þrjár elstur dæturnar sögðust ekkert vilja með þau hafa. Foreldrarnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í nóvember. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar og konan var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar. Í dómnum var lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Sjá einnig: Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Í dómi Landsréttar er tíundað að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir að beita dætur sínar og konu ofbeldi um langt skeið. Þá hafi konan verið dæmd fyrir að beita þrjár elstu dæturnar ofbeldi einnig. Þau brot hafi falist í endurtekinni, ógnandi og niðurlægjandi háttsemi yfir langt tímabil. Dæturnar eru sagðar enn glíma við afleiðingar þessa langvarandi ofbeldis sem þær voru beittar. Áhugasamir geta lesið úrskurð Landsréttar hér. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti föstudaginn 25. nóvember. Þar segir einnig að í gögnum málsins hafi verið færð rök fyrir því að forsjárhæfni konunnar sé skert, þrátt fyrir að hún hafi leitast við að bæta stöðu sína eftir að dætur hennar voru teknar af henni. Fyrir liggi að hún hafi veikleika á tilfinningasviði og sé enn í afneitun gagnvart eigin gjörðum. Þá séu tengsl hennar við stúlkurnar skert. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Foreldrarnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í nóvember. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar og konan var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar. Í dómnum var lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Sjá einnig: Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Í dómi Landsréttar er tíundað að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir að beita dætur sínar og konu ofbeldi um langt skeið. Þá hafi konan verið dæmd fyrir að beita þrjár elstu dæturnar ofbeldi einnig. Þau brot hafi falist í endurtekinni, ógnandi og niðurlægjandi háttsemi yfir langt tímabil. Dæturnar eru sagðar enn glíma við afleiðingar þessa langvarandi ofbeldis sem þær voru beittar. Áhugasamir geta lesið úrskurð Landsréttar hér. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti föstudaginn 25. nóvember. Þar segir einnig að í gögnum málsins hafi verið færð rök fyrir því að forsjárhæfni konunnar sé skert, þrátt fyrir að hún hafi leitast við að bæta stöðu sína eftir að dætur hennar voru teknar af henni. Fyrir liggi að hún hafi veikleika á tilfinningasviði og sé enn í afneitun gagnvart eigin gjörðum. Þá séu tengsl hennar við stúlkurnar skert.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira