Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 11:00 Íbúabyggð er ekki í hættu að svo stöddu og margir áhugasamir hafa lagt leið sína að fjallinu til að fylgjast með sjónarspilinu. AP/Marco Garcia Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. Byggð er ekki í hættu að svo stöddu og talið er að hraunið, sem rennur nú niður háar fjallshlíðarnar, nái ekki niður að íbúabyggð fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Almannavarnir landsins fylgjast þó vel með stöðu mála og hafa varað viðkvæma við útiveru á svæðinu vegna brennisteinsmengunar. David Ige, ríkisstjóri Hawaii, skrifaði undir neyðaryfirlýsingu í gær vegna gossins sem gerir þeim kleift að gefa út viðvaranir og framfylgja brottflutningum ef til þess kemur. Neyðarskýli voru opnuð á Kona og Kau svæðunum eftir að eldfjallið byrjaði að gjósa en þeim var lokað í gær. Einhverjir íbúar á svæðinu hafa engu að síður ákveðið að færa sig annað á meðan aðrir eru með varann á. Nicole Skilling, íbúi á svæðinu, var tilbúin fyrir allt þegar AP fréttaveitan náði tali af henni. AP/Caleb Jones AP fréttastofan ræddi meðal annars við Nicole Skilling sem hafði fjórum árum áður þurft að flýja heimili sitt eftir að stór hluti byggðar varð um 700 heimilum að bráð þegar Kīlauea gaus árið 2018. Kīlauea gaus aftur í fyrra og flæðir enn úr fjallinu ári síðar. Hún hafði ekki tekið ákvörðun um hvort hún myndi færa sig um set þegar fréttastofan náði tali af henni en var tilbúin með birgðir í bílnum sínum í versta falli. Sharing with you this evening, video from #MaunaLoa's NE Rift Zone. At ~11 am on Nov 29, 2022, the lava fountains were measured at 35-40 meters (115-148 ft) in height. The second video shows an a lava flow several meters (yards) thick, moving to the northeast. #MaunaLoaErupts pic.twitter.com/OoOK9kl2y5— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 30, 2022 Á sama tíma hafa margir haldið að gosstöðvunum til að sjá sjónarspilið með berum augum. Yfirvöld á svæðinu hafa bannað fólki að leggja á svæði nálægt gosstöðvunum en margir áhugasamir hafa einfaldlega lagt ólöglega á svæðinu. Gostungurnar teygja sig nú um 35 til 40 metra upp í loftið en hraunflæðið er talið frekar hægt, innan við tveir kílómetrar á klukkustund. Bjarminn frá gosinu sást víða á mánudag. AP/Marco Garcia Getty/USGS Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia Margir héldu að gosstöðvunum, þrátt fyrir að yfirvöld höfðu bannað bílum að leggja á svæðinu. AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Tengdar fréttir Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Byggð er ekki í hættu að svo stöddu og talið er að hraunið, sem rennur nú niður háar fjallshlíðarnar, nái ekki niður að íbúabyggð fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Almannavarnir landsins fylgjast þó vel með stöðu mála og hafa varað viðkvæma við útiveru á svæðinu vegna brennisteinsmengunar. David Ige, ríkisstjóri Hawaii, skrifaði undir neyðaryfirlýsingu í gær vegna gossins sem gerir þeim kleift að gefa út viðvaranir og framfylgja brottflutningum ef til þess kemur. Neyðarskýli voru opnuð á Kona og Kau svæðunum eftir að eldfjallið byrjaði að gjósa en þeim var lokað í gær. Einhverjir íbúar á svæðinu hafa engu að síður ákveðið að færa sig annað á meðan aðrir eru með varann á. Nicole Skilling, íbúi á svæðinu, var tilbúin fyrir allt þegar AP fréttaveitan náði tali af henni. AP/Caleb Jones AP fréttastofan ræddi meðal annars við Nicole Skilling sem hafði fjórum árum áður þurft að flýja heimili sitt eftir að stór hluti byggðar varð um 700 heimilum að bráð þegar Kīlauea gaus árið 2018. Kīlauea gaus aftur í fyrra og flæðir enn úr fjallinu ári síðar. Hún hafði ekki tekið ákvörðun um hvort hún myndi færa sig um set þegar fréttastofan náði tali af henni en var tilbúin með birgðir í bílnum sínum í versta falli. Sharing with you this evening, video from #MaunaLoa's NE Rift Zone. At ~11 am on Nov 29, 2022, the lava fountains were measured at 35-40 meters (115-148 ft) in height. The second video shows an a lava flow several meters (yards) thick, moving to the northeast. #MaunaLoaErupts pic.twitter.com/OoOK9kl2y5— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 30, 2022 Á sama tíma hafa margir haldið að gosstöðvunum til að sjá sjónarspilið með berum augum. Yfirvöld á svæðinu hafa bannað fólki að leggja á svæði nálægt gosstöðvunum en margir áhugasamir hafa einfaldlega lagt ólöglega á svæðinu. Gostungurnar teygja sig nú um 35 til 40 metra upp í loftið en hraunflæðið er talið frekar hægt, innan við tveir kílómetrar á klukkustund. Bjarminn frá gosinu sást víða á mánudag. AP/Marco Garcia Getty/USGS Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia Margir héldu að gosstöðvunum, þrátt fyrir að yfirvöld höfðu bannað bílum að leggja á svæðinu. AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia Getty/Andrew Richard Hara AP/Marco Garcia AP/Marco Garcia
Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Tengdar fréttir Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04