Sandkassahugarfarið á þingi kemur Jóhanni Páli á óvart Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2022 15:13 Jóhann Páll segir stjórnarandstöðun hafa þrástagast á þessu réttlætismáli, hafa haldið ræðu eftir ræðu en allt kom fyrir ekki. Meirihlutinn taldi þetta tóma tjöru og felldi tillöguna, sömu tillögu og nú lítur dagsins ljós, í nafni meirihlutans. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók sæti á Alþingi í fyrra. Hann segir leikjafræðina á þinginu á leikskólastigi. Helst er á Jóhanni Páli að skilja að flokklínurnar yfirtrompi heilbrigða skynsemi í nánast einu og öllu. „Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og groddalegar skerðingarreglur sem þeir búa við. Við í minnihlutanum lögðum fram tillögu um að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki,“ segir Jóhann Páll til dæmis í samtali við Vísi. Meirihlutinn var alfarið á móti málinu fyrir ári Hann lýsir því að stjórnarmeirihlutinn hafi þá lagst mjög eindregið gegn þessu. Fjármálaráðherra hafi gefið lítið fyrir röksemdir um að rétt væri að miða frítekjumarkið við sömu fjárhæð og hjá eldra fólki. „Þingmaður úr röðum Vinstri grænna fullyrti að hækkun frítekjumarksins myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“ og tillagan var felld, meðal annars með atkvæði Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra. Nú ári seinna leggur sami Guðmundur Ingi fram sams konar tillögu, um hækkun frítekjumarksins upp í 200 þúsund, og VG telja þessa hækkun sérstakt þjóðþrifamál.“ Og þessum stjórnmálakúltúr megi helst líkja við sandkassaleik. Jóhann Páll segir spurður það koma sér á óvart hversu rammt kveði að þessu sandkassahugarfari á Alþingi. „Já það má kannski segja það. Ég hef nálgast fjárlög þannig að þar hljóti áherslur og pólitík stjórnarmeirihlutans að ráða för, en það sé helst hlutverk minnihlutans að benda á atriði sem megi betur fara, hluti sem þurfi einfaldlega að lagfæra. Og þarna vorum við með augljóst sanngirnismál því auðvitað á frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum að vera það sama og hjá eftirlaunafólki, annað er óréttlátt. Fólk með skerta starfsgetu verður að geta sótt sér bjargir án þess að greiðslur Tryggingastofnunar skerðist til andskotans.“ Ánægjuleg en afar óvænt sinnaskipti Jóhann Páll segir þetta vissulega afar ánægjuleg sinnaskipti, fagnaðarefni að stjórnarliðum hefi snúist hugur og ríkisstjórnin loks látið undan þessum kröfum Öryrkjabandalagsins og þeirra í Samfylkingu. Og Öryrkjabandalag Íslands eigi hrós skilið fyrir sína baráttu og þann árangur sem hefur náðst, þau hafa margbent á að þetta er sjálfsagt réttlætismál. En forsendurnar fyrir sinnaskiptunum séu ósannfærandi. „Auðvitað virkar þetta eins og sandkassaleikur. Við stögluðumst á þessu og héldum þingræðu eftir þingræðu um þetta í fjárlagavinnunni í fyrra. Það er gleðilegt að ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins skilji þetta loksins ári síðar. En svo þurfum við bara að halda áfram að fella niður þennan skerðingarfrumskóg sem öryrkjar eru fastir í.“ Alþingi Kjaramál Samfylkingin Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Helst er á Jóhanni Páli að skilja að flokklínurnar yfirtrompi heilbrigða skynsemi í nánast einu og öllu. „Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og groddalegar skerðingarreglur sem þeir búa við. Við í minnihlutanum lögðum fram tillögu um að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki,“ segir Jóhann Páll til dæmis í samtali við Vísi. Meirihlutinn var alfarið á móti málinu fyrir ári Hann lýsir því að stjórnarmeirihlutinn hafi þá lagst mjög eindregið gegn þessu. Fjármálaráðherra hafi gefið lítið fyrir röksemdir um að rétt væri að miða frítekjumarkið við sömu fjárhæð og hjá eldra fólki. „Þingmaður úr röðum Vinstri grænna fullyrti að hækkun frítekjumarksins myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“ og tillagan var felld, meðal annars með atkvæði Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra. Nú ári seinna leggur sami Guðmundur Ingi fram sams konar tillögu, um hækkun frítekjumarksins upp í 200 þúsund, og VG telja þessa hækkun sérstakt þjóðþrifamál.“ Og þessum stjórnmálakúltúr megi helst líkja við sandkassaleik. Jóhann Páll segir spurður það koma sér á óvart hversu rammt kveði að þessu sandkassahugarfari á Alþingi. „Já það má kannski segja það. Ég hef nálgast fjárlög þannig að þar hljóti áherslur og pólitík stjórnarmeirihlutans að ráða för, en það sé helst hlutverk minnihlutans að benda á atriði sem megi betur fara, hluti sem þurfi einfaldlega að lagfæra. Og þarna vorum við með augljóst sanngirnismál því auðvitað á frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum að vera það sama og hjá eftirlaunafólki, annað er óréttlátt. Fólk með skerta starfsgetu verður að geta sótt sér bjargir án þess að greiðslur Tryggingastofnunar skerðist til andskotans.“ Ánægjuleg en afar óvænt sinnaskipti Jóhann Páll segir þetta vissulega afar ánægjuleg sinnaskipti, fagnaðarefni að stjórnarliðum hefi snúist hugur og ríkisstjórnin loks látið undan þessum kröfum Öryrkjabandalagsins og þeirra í Samfylkingu. Og Öryrkjabandalag Íslands eigi hrós skilið fyrir sína baráttu og þann árangur sem hefur náðst, þau hafa margbent á að þetta er sjálfsagt réttlætismál. En forsendurnar fyrir sinnaskiptunum séu ósannfærandi. „Auðvitað virkar þetta eins og sandkassaleikur. Við stögluðumst á þessu og héldum þingræðu eftir þingræðu um þetta í fjárlagavinnunni í fyrra. Það er gleðilegt að ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins skilji þetta loksins ári síðar. En svo þurfum við bara að halda áfram að fella niður þennan skerðingarfrumskóg sem öryrkjar eru fastir í.“
Alþingi Kjaramál Samfylkingin Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira