Sandkassahugarfarið á þingi kemur Jóhanni Páli á óvart Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2022 15:13 Jóhann Páll segir stjórnarandstöðun hafa þrástagast á þessu réttlætismáli, hafa haldið ræðu eftir ræðu en allt kom fyrir ekki. Meirihlutinn taldi þetta tóma tjöru og felldi tillöguna, sömu tillögu og nú lítur dagsins ljós, í nafni meirihlutans. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók sæti á Alþingi í fyrra. Hann segir leikjafræðina á þinginu á leikskólastigi. Helst er á Jóhanni Páli að skilja að flokklínurnar yfirtrompi heilbrigða skynsemi í nánast einu og öllu. „Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og groddalegar skerðingarreglur sem þeir búa við. Við í minnihlutanum lögðum fram tillögu um að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki,“ segir Jóhann Páll til dæmis í samtali við Vísi. Meirihlutinn var alfarið á móti málinu fyrir ári Hann lýsir því að stjórnarmeirihlutinn hafi þá lagst mjög eindregið gegn þessu. Fjármálaráðherra hafi gefið lítið fyrir röksemdir um að rétt væri að miða frítekjumarkið við sömu fjárhæð og hjá eldra fólki. „Þingmaður úr röðum Vinstri grænna fullyrti að hækkun frítekjumarksins myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“ og tillagan var felld, meðal annars með atkvæði Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra. Nú ári seinna leggur sami Guðmundur Ingi fram sams konar tillögu, um hækkun frítekjumarksins upp í 200 þúsund, og VG telja þessa hækkun sérstakt þjóðþrifamál.“ Og þessum stjórnmálakúltúr megi helst líkja við sandkassaleik. Jóhann Páll segir spurður það koma sér á óvart hversu rammt kveði að þessu sandkassahugarfari á Alþingi. „Já það má kannski segja það. Ég hef nálgast fjárlög þannig að þar hljóti áherslur og pólitík stjórnarmeirihlutans að ráða för, en það sé helst hlutverk minnihlutans að benda á atriði sem megi betur fara, hluti sem þurfi einfaldlega að lagfæra. Og þarna vorum við með augljóst sanngirnismál því auðvitað á frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum að vera það sama og hjá eftirlaunafólki, annað er óréttlátt. Fólk með skerta starfsgetu verður að geta sótt sér bjargir án þess að greiðslur Tryggingastofnunar skerðist til andskotans.“ Ánægjuleg en afar óvænt sinnaskipti Jóhann Páll segir þetta vissulega afar ánægjuleg sinnaskipti, fagnaðarefni að stjórnarliðum hefi snúist hugur og ríkisstjórnin loks látið undan þessum kröfum Öryrkjabandalagsins og þeirra í Samfylkingu. Og Öryrkjabandalag Íslands eigi hrós skilið fyrir sína baráttu og þann árangur sem hefur náðst, þau hafa margbent á að þetta er sjálfsagt réttlætismál. En forsendurnar fyrir sinnaskiptunum séu ósannfærandi. „Auðvitað virkar þetta eins og sandkassaleikur. Við stögluðumst á þessu og héldum þingræðu eftir þingræðu um þetta í fjárlagavinnunni í fyrra. Það er gleðilegt að ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins skilji þetta loksins ári síðar. En svo þurfum við bara að halda áfram að fella niður þennan skerðingarfrumskóg sem öryrkjar eru fastir í.“ Alþingi Kjaramál Samfylkingin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Helst er á Jóhanni Páli að skilja að flokklínurnar yfirtrompi heilbrigða skynsemi í nánast einu og öllu. „Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og groddalegar skerðingarreglur sem þeir búa við. Við í minnihlutanum lögðum fram tillögu um að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki,“ segir Jóhann Páll til dæmis í samtali við Vísi. Meirihlutinn var alfarið á móti málinu fyrir ári Hann lýsir því að stjórnarmeirihlutinn hafi þá lagst mjög eindregið gegn þessu. Fjármálaráðherra hafi gefið lítið fyrir röksemdir um að rétt væri að miða frítekjumarkið við sömu fjárhæð og hjá eldra fólki. „Þingmaður úr röðum Vinstri grænna fullyrti að hækkun frítekjumarksins myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“ og tillagan var felld, meðal annars með atkvæði Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra. Nú ári seinna leggur sami Guðmundur Ingi fram sams konar tillögu, um hækkun frítekjumarksins upp í 200 þúsund, og VG telja þessa hækkun sérstakt þjóðþrifamál.“ Og þessum stjórnmálakúltúr megi helst líkja við sandkassaleik. Jóhann Páll segir spurður það koma sér á óvart hversu rammt kveði að þessu sandkassahugarfari á Alþingi. „Já það má kannski segja það. Ég hef nálgast fjárlög þannig að þar hljóti áherslur og pólitík stjórnarmeirihlutans að ráða för, en það sé helst hlutverk minnihlutans að benda á atriði sem megi betur fara, hluti sem þurfi einfaldlega að lagfæra. Og þarna vorum við með augljóst sanngirnismál því auðvitað á frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum að vera það sama og hjá eftirlaunafólki, annað er óréttlátt. Fólk með skerta starfsgetu verður að geta sótt sér bjargir án þess að greiðslur Tryggingastofnunar skerðist til andskotans.“ Ánægjuleg en afar óvænt sinnaskipti Jóhann Páll segir þetta vissulega afar ánægjuleg sinnaskipti, fagnaðarefni að stjórnarliðum hefi snúist hugur og ríkisstjórnin loks látið undan þessum kröfum Öryrkjabandalagsins og þeirra í Samfylkingu. Og Öryrkjabandalag Íslands eigi hrós skilið fyrir sína baráttu og þann árangur sem hefur náðst, þau hafa margbent á að þetta er sjálfsagt réttlætismál. En forsendurnar fyrir sinnaskiptunum séu ósannfærandi. „Auðvitað virkar þetta eins og sandkassaleikur. Við stögluðumst á þessu og héldum þingræðu eftir þingræðu um þetta í fjárlagavinnunni í fyrra. Það er gleðilegt að ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins skilji þetta loksins ári síðar. En svo þurfum við bara að halda áfram að fella niður þennan skerðingarfrumskóg sem öryrkjar eru fastir í.“
Alþingi Kjaramál Samfylkingin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira